Helga Gabríela - ávaxtasalat 6. september 2013 15:45 Helga Gabríela skrifar vikulega matarpistla á Visi. Helga Gabríela sem heldur úti einstöku matarbloggi www.helga-gabriela.com þar sem finna má dásamlegar uppskriftir sem vert er að prófa gefur okkur uppskrift þessa vikuna að ávaxtasalati sem þú einfaldlega verður að prófa. Eftir að hafa lesið mikið um heilsu og næringu langaði mig til þess að bæta heilsuna með því að borða lifandi mat. Ég hef reyndar alltaf borðað hollt, en með þessu áhugamáli er mataræðið alltaf að þróast og bætast. Kjörið að fá sér salatið í morgunmat Ég borða mjög mikið af ferskum ávöxtum og grænmeti og minna eldaðan mat. Ég borða ekki eingöngu hráfæði, en ég finn að ég er alltaf að borða minna og minna af elduðum mat eins og kjöti. En þetta er ekkert heilagt hjá mér. Mér finnst æðislegt að fá mér stórt ávaxtasalat í morgunmat eða þegar ég er á ferðinni. Um helgina útbjó ég vatnsmelónusalat með basiliku og nektarínum.Vatnsmelóna er full af andoxunarefnum, vítamín A og C. Skemmtilegt er að skera vatnsmelónuna með t.d. ísskeið og nota melónuna sem skál, fín saxa basilíku yfir og skera mjúka nektarínu með. Einfalt, ferskt og hollt! Það er ekki auðvelt að finna ferska ávexti og grænmeti á Íslandi en mér hefur tekist að finna verslanir sem selja fersk hráefni. Ég rölti oft í Frú Laugu. Þar get ég fengið beint frá bónda og svo er Víðir og Krónan í Kópavogi með gott úrval af ávextum og grænmeti. Ég fer oft í Kost til að versla suðræna ávexti eins og mango, papaya, kókoshnetur, ásamat hnetum og fræjum. Heilsuhúsið og Lifandi markaður eru góðar verslanir til að fá lífrænt ræktað sem er auðvitað best. Ég mæli hiklaust með að versla í þessum verslunum, þar er hægt að fá gott úrval og ferskt. Hráfæðiskaka Helgu Gabríelu. Bloggið hennar . Helga Gabríela Salat Uppskriftir Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Helga Gabríela sem heldur úti einstöku matarbloggi www.helga-gabriela.com þar sem finna má dásamlegar uppskriftir sem vert er að prófa gefur okkur uppskrift þessa vikuna að ávaxtasalati sem þú einfaldlega verður að prófa. Eftir að hafa lesið mikið um heilsu og næringu langaði mig til þess að bæta heilsuna með því að borða lifandi mat. Ég hef reyndar alltaf borðað hollt, en með þessu áhugamáli er mataræðið alltaf að þróast og bætast. Kjörið að fá sér salatið í morgunmat Ég borða mjög mikið af ferskum ávöxtum og grænmeti og minna eldaðan mat. Ég borða ekki eingöngu hráfæði, en ég finn að ég er alltaf að borða minna og minna af elduðum mat eins og kjöti. En þetta er ekkert heilagt hjá mér. Mér finnst æðislegt að fá mér stórt ávaxtasalat í morgunmat eða þegar ég er á ferðinni. Um helgina útbjó ég vatnsmelónusalat með basiliku og nektarínum.Vatnsmelóna er full af andoxunarefnum, vítamín A og C. Skemmtilegt er að skera vatnsmelónuna með t.d. ísskeið og nota melónuna sem skál, fín saxa basilíku yfir og skera mjúka nektarínu með. Einfalt, ferskt og hollt! Það er ekki auðvelt að finna ferska ávexti og grænmeti á Íslandi en mér hefur tekist að finna verslanir sem selja fersk hráefni. Ég rölti oft í Frú Laugu. Þar get ég fengið beint frá bónda og svo er Víðir og Krónan í Kópavogi með gott úrval af ávextum og grænmeti. Ég fer oft í Kost til að versla suðræna ávexti eins og mango, papaya, kókoshnetur, ásamat hnetum og fræjum. Heilsuhúsið og Lifandi markaður eru góðar verslanir til að fá lífrænt ræktað sem er auðvitað best. Ég mæli hiklaust með að versla í þessum verslunum, þar er hægt að fá gott úrval og ferskt. Hráfæðiskaka Helgu Gabríelu. Bloggið hennar .
Helga Gabríela Salat Uppskriftir Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira