Man eftir sigrinum á Nadal þegar hann var þrettán ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2013 17:00 Mynd/Samsett Frakkinn Richard Gasquet mætir Rafael Nadal í undanúrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis á morgun. Gasquet hefur aðeins einu sinni lagt Nadal að velli. Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitum með 6-3, 6-3, 2-4, 2-6 og 6-3 sigri á David Ferrer í leik sem stóð yfir í á fjórðu klukkustund. Að leik loknum var ljóst að mótherji Gasquet í undanúrslitum yrði Rafael Nadal eða Tommy Robredo. Gasquet var viss um að Nadal yrði mótherji sinn. „Ég hef séð myndbandið á Youtube,“ sagði Gasquet á blaðamannafundi eftir leikinn. Spurðu blaðamenn Frakkann út í viðureign hans við Nadal frá því kapparnir voru nýskriðnir á táningsaldurinn. Brot úr leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan. „Þetta var leikur í Tarbes, einu stærsta unglingamóti 14 ára og yngri. Það er gaman að vinna sem unglingur en enn betra sem atvinnumaður,“ sagði Frakkinn. Nadal verður mótherji hans í undanúrslitum eftir að hafa slátrað Robredo í átta manna úrslitum. Sá síðarnefndi gerði sér lítið fyrir og lagði Roger Federer í sextán manna úrslitum mótsins. „Ég þekkti Nadal ekki þegar ég var þrettán ára og spilaði við hann,“ sagði Gasquet um myndbandið. Hann minnist þess að Spánverjinn hafi verið afar baráttuglaður og það hafi hann tjáð föður sínum eftir sigur í einu settanna. „Það reyndist satt. Hann varð að einum fremsta leikmanni í heimi.“ Gasquet hefur ekki komist í undanúrslit á risamóti síðan á Wimbledon árið 2007. Þá féll hann úr keppni gegn Roger Federer. Hætt er við því að Gasquet verði þreyttur í viðureign sinni gegn Nadal. Tveir síðustu sigrar hans hafa unnist eftir langa fimm setta leiki. Tennis Tengdar fréttir Ballið búið hjá Venus Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum. 29. ágúst 2013 09:45 Li Na og Serena fyrstar í undanúrslitin Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn. 4. september 2013 08:30 Federer óvænt úr leik á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki opna bandaríska meistaramótið í tennis í sjötta sinn í ár því hann er úr leik eftir óvænt tap á móti Spánverjanum Tommy Robredo í nótt. Tommy Robredo var í 19. sæti á styrkleikalista mótsins en Federer var sjöundi. 3. september 2013 08:00 Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. 29. ágúst 2013 08:45 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
Frakkinn Richard Gasquet mætir Rafael Nadal í undanúrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis á morgun. Gasquet hefur aðeins einu sinni lagt Nadal að velli. Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitum með 6-3, 6-3, 2-4, 2-6 og 6-3 sigri á David Ferrer í leik sem stóð yfir í á fjórðu klukkustund. Að leik loknum var ljóst að mótherji Gasquet í undanúrslitum yrði Rafael Nadal eða Tommy Robredo. Gasquet var viss um að Nadal yrði mótherji sinn. „Ég hef séð myndbandið á Youtube,“ sagði Gasquet á blaðamannafundi eftir leikinn. Spurðu blaðamenn Frakkann út í viðureign hans við Nadal frá því kapparnir voru nýskriðnir á táningsaldurinn. Brot úr leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan. „Þetta var leikur í Tarbes, einu stærsta unglingamóti 14 ára og yngri. Það er gaman að vinna sem unglingur en enn betra sem atvinnumaður,“ sagði Frakkinn. Nadal verður mótherji hans í undanúrslitum eftir að hafa slátrað Robredo í átta manna úrslitum. Sá síðarnefndi gerði sér lítið fyrir og lagði Roger Federer í sextán manna úrslitum mótsins. „Ég þekkti Nadal ekki þegar ég var þrettán ára og spilaði við hann,“ sagði Gasquet um myndbandið. Hann minnist þess að Spánverjinn hafi verið afar baráttuglaður og það hafi hann tjáð föður sínum eftir sigur í einu settanna. „Það reyndist satt. Hann varð að einum fremsta leikmanni í heimi.“ Gasquet hefur ekki komist í undanúrslit á risamóti síðan á Wimbledon árið 2007. Þá féll hann úr keppni gegn Roger Federer. Hætt er við því að Gasquet verði þreyttur í viðureign sinni gegn Nadal. Tveir síðustu sigrar hans hafa unnist eftir langa fimm setta leiki.
Tennis Tengdar fréttir Ballið búið hjá Venus Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum. 29. ágúst 2013 09:45 Li Na og Serena fyrstar í undanúrslitin Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn. 4. september 2013 08:30 Federer óvænt úr leik á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki opna bandaríska meistaramótið í tennis í sjötta sinn í ár því hann er úr leik eftir óvænt tap á móti Spánverjanum Tommy Robredo í nótt. Tommy Robredo var í 19. sæti á styrkleikalista mótsins en Federer var sjöundi. 3. september 2013 08:00 Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. 29. ágúst 2013 08:45 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
Ballið búið hjá Venus Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum. 29. ágúst 2013 09:45
Li Na og Serena fyrstar í undanúrslitin Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn. 4. september 2013 08:30
Federer óvænt úr leik á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki opna bandaríska meistaramótið í tennis í sjötta sinn í ár því hann er úr leik eftir óvænt tap á móti Spánverjanum Tommy Robredo í nótt. Tommy Robredo var í 19. sæti á styrkleikalista mótsins en Federer var sjöundi. 3. september 2013 08:00
Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. 29. ágúst 2013 08:45