Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 27-22 | Sigmar Sigfússon í Vodafonehöllinni skrifar 19. september 2013 19:30 Ólafur Stefánsson. Mynd/Vilhelm Valsmenn unnu fimm marka sigur á Haukum, 27-22, í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Ólafs Steánssonar. Valsmenn unnu síðustu níu mínútur leiksins 7-1. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísi og Fréttablaðsins, var í Vodafone-höllinni í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Valsmenn byrjuðu betur í leiknum og voru grimmir í vörninni og náðu forystu fljótt. En Haukar komust hægt og bítandi inn í leikinn og minnkuðu munin. Eftir 19. mínútur voru heimamenn með fjögurra marka forystu, 6-2, en næstu mínútur voru eign Hauka. Fjórum mínútum síðar á 23. mínútu voru gestirnir frá Hafnarfirði búnir að jafna, 7-7. Valsmenn voru duglegir við að krækja í tveggja mínútu brottvísanir og Haukamenn keyrðu hraðarupphlaupin stíft. Hlynur Morthens, markmaður Vals, varði ágætlega í hálfleiknum en það gerði Giedrius Morkunas í marki Hauka líka. Staðan í hálfleik var jöfn, 10-10. Seinni hálfleikur var mikil skemmtun og enn meiri spenna á tímabili. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar. Valsmenn leiddu þó með tveimur mörkum fram að 47. mínútu. Þá jafna Haukar leikinn með marki frá Adam Baumruk og stuðningsmenn Hauka trylltust á pöllunum. Leikurinn var hnífjafn á þessu tímabili og liðin skiptust á að skora. Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals tók leikhlé í stöðunni 21-21. Ólafur sagði greinilega eitthvað til þess að kveikja á sínum mönnum og Valur skoraði sex mörk í röð. Staðan orðin 27-21 fyrir heimamenn og aðeins mínúta eftir. Valsmenn sigruðu leikinn 27-22 og Ólafur byrjar vel með liðið. Hlynur Morthens, markmaður Vals, lokaði markinu á síðustu átta mínútum leiksins og er maður leiksins að margra mati. Athygli vakti að Ólafur Stefánsson skipti hópnum í tvennt og lét þá spila sitthvorar fimmtán mínúturnar í báðum hálfleikum. Ólafur: Ég er þakklátur að hafa unnið„Ég er ánægður með karakterinn sem við sýndum. Héldum alltaf haus þegar við lentum í vandræðum sem var tvisvar í leiknum, duttum í smá lægð. Við hefðum getað misst þá frá okkur því þeir eru fljótir að refsa. Þannig að ég er þakklátur að hafa unnið,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna, eftir leikinn. „Það að vinna léttir aðeins á mönnum, menn verða opnari, koma daginn eftir opnari fyrir því að gera enn betur, opnari fyrir jákvæðri krítík. Við eigum langa ferð fyrir höndum og miðað við þann tíma sem við haft að þá get ég ekki verið neitt annað en sáttur,“ sagði Ólafur. Þú skiptir hópnum upp í tvö lið og allir fengu að spila í leiknum. Er þetta það sem koma skal í vetur? „Það þarf mikið að gerast ef við breytum eitthvað út frá því. Við reynum að hafa alla virka og sjáum hvernig það rúllar. Við gerðum þetta allt undirbúningstímabilið og það var að virka. Menn vita ekkert hvort þeir eru í A eða B í liðinu,“ sagði Ólafur að lokum. Patrekur: Gerðum of mikið af tæknifeilum„Við byrjuðum ekki nægilega vel. Við vorum að fá fín færi og vorum að leysa þetta ágætlega. En við kláruðum færin illa og í heildina var allt of mikið af tæknifeilum,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, ósáttur eftir leikinn. „Það vantaði drápseðlið til að klára þá þegar við vorum td. tveimur mönnum fleiri. Markvarslan þarf líka að vera betri og varnarmenn þurfa sömuleiðis að stíga betur út,“ „Þeir unnu síðasta kaflann og Hlynur varði virkilega vel. Hann verður bara betri með árunum,“ sagði Patrekur að lokum. Elvar: Gott að vera kominn í rauðabúninginn„Þetta var algjör snilld og það jafnast fátt á við þetta. Frábær mæting og svo er hrikalega gott að vera kominn í rauðabúninginn aftur,“ sagði Elvar Friðriksson, stórskytta Valsmanna, eftir leikinn. Elvar var öflugur fyrir heimamenn og skoraði fimm mörk í leiknum. „Ég er að koma aftur tilbaka eftir þrjú ár og ég finn strax fyrir auknum stuðning við liðið eftir að Óli kom. Hann er að koma með ferskan anda inn í þetta,“ sagði Elvar. „Ég hlakka mikið til tímabilsins og það er mjög gott að byrja á sigri gegn Haukum,“ sagði Elvar Friðriksson sem kom aftur til liðsins fyrir tímabilið eftir atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Valsmenn unnu fimm marka sigur á Haukum, 27-22, í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Ólafs Steánssonar. Valsmenn unnu síðustu níu mínútur leiksins 7-1. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísi og Fréttablaðsins, var í Vodafone-höllinni í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Valsmenn byrjuðu betur í leiknum og voru grimmir í vörninni og náðu forystu fljótt. En Haukar komust hægt og bítandi inn í leikinn og minnkuðu munin. Eftir 19. mínútur voru heimamenn með fjögurra marka forystu, 6-2, en næstu mínútur voru eign Hauka. Fjórum mínútum síðar á 23. mínútu voru gestirnir frá Hafnarfirði búnir að jafna, 7-7. Valsmenn voru duglegir við að krækja í tveggja mínútu brottvísanir og Haukamenn keyrðu hraðarupphlaupin stíft. Hlynur Morthens, markmaður Vals, varði ágætlega í hálfleiknum en það gerði Giedrius Morkunas í marki Hauka líka. Staðan í hálfleik var jöfn, 10-10. Seinni hálfleikur var mikil skemmtun og enn meiri spenna á tímabili. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar. Valsmenn leiddu þó með tveimur mörkum fram að 47. mínútu. Þá jafna Haukar leikinn með marki frá Adam Baumruk og stuðningsmenn Hauka trylltust á pöllunum. Leikurinn var hnífjafn á þessu tímabili og liðin skiptust á að skora. Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals tók leikhlé í stöðunni 21-21. Ólafur sagði greinilega eitthvað til þess að kveikja á sínum mönnum og Valur skoraði sex mörk í röð. Staðan orðin 27-21 fyrir heimamenn og aðeins mínúta eftir. Valsmenn sigruðu leikinn 27-22 og Ólafur byrjar vel með liðið. Hlynur Morthens, markmaður Vals, lokaði markinu á síðustu átta mínútum leiksins og er maður leiksins að margra mati. Athygli vakti að Ólafur Stefánsson skipti hópnum í tvennt og lét þá spila sitthvorar fimmtán mínúturnar í báðum hálfleikum. Ólafur: Ég er þakklátur að hafa unnið„Ég er ánægður með karakterinn sem við sýndum. Héldum alltaf haus þegar við lentum í vandræðum sem var tvisvar í leiknum, duttum í smá lægð. Við hefðum getað misst þá frá okkur því þeir eru fljótir að refsa. Þannig að ég er þakklátur að hafa unnið,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna, eftir leikinn. „Það að vinna léttir aðeins á mönnum, menn verða opnari, koma daginn eftir opnari fyrir því að gera enn betur, opnari fyrir jákvæðri krítík. Við eigum langa ferð fyrir höndum og miðað við þann tíma sem við haft að þá get ég ekki verið neitt annað en sáttur,“ sagði Ólafur. Þú skiptir hópnum upp í tvö lið og allir fengu að spila í leiknum. Er þetta það sem koma skal í vetur? „Það þarf mikið að gerast ef við breytum eitthvað út frá því. Við reynum að hafa alla virka og sjáum hvernig það rúllar. Við gerðum þetta allt undirbúningstímabilið og það var að virka. Menn vita ekkert hvort þeir eru í A eða B í liðinu,“ sagði Ólafur að lokum. Patrekur: Gerðum of mikið af tæknifeilum„Við byrjuðum ekki nægilega vel. Við vorum að fá fín færi og vorum að leysa þetta ágætlega. En við kláruðum færin illa og í heildina var allt of mikið af tæknifeilum,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, ósáttur eftir leikinn. „Það vantaði drápseðlið til að klára þá þegar við vorum td. tveimur mönnum fleiri. Markvarslan þarf líka að vera betri og varnarmenn þurfa sömuleiðis að stíga betur út,“ „Þeir unnu síðasta kaflann og Hlynur varði virkilega vel. Hann verður bara betri með árunum,“ sagði Patrekur að lokum. Elvar: Gott að vera kominn í rauðabúninginn„Þetta var algjör snilld og það jafnast fátt á við þetta. Frábær mæting og svo er hrikalega gott að vera kominn í rauðabúninginn aftur,“ sagði Elvar Friðriksson, stórskytta Valsmanna, eftir leikinn. Elvar var öflugur fyrir heimamenn og skoraði fimm mörk í leiknum. „Ég er að koma aftur tilbaka eftir þrjú ár og ég finn strax fyrir auknum stuðning við liðið eftir að Óli kom. Hann er að koma með ferskan anda inn í þetta,“ sagði Elvar. „Ég hlakka mikið til tímabilsins og það er mjög gott að byrja á sigri gegn Haukum,“ sagði Elvar Friðriksson sem kom aftur til liðsins fyrir tímabilið eftir atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira