Vann alþjóðlega forritunarkeppni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2013 06:45 Kjartan Örn Styrkársson er 11 ára forritari Mynd/úr safni Kjartan Örn Styrkársson, 11 ára, bar sigur úr býtum í alþjóðlegu forritunarkeppninni Kodu Cup Challenge í aldursflokknum 9-12 ára. Hann hlýtur að launum þrjú þúsund dali, eða 365 þúsund krónur, frá bandaríska tölvufyrirtækinu Microsoft. Í dag mun forseti Íslands afhenda Kjartani verðlaunin á sal í Melaskóla, þar sem Kjartan er nemandi í sjötta bekk, að viðstöddum öllum nemendum skólans. Yfirskrift keppninnar í ár var „Kraftur æskunnar, sála plánetunnar“ og voru verkefni keppninnar að skoða sambandið á milli fólks og vatns. Leikur Kjartans ber heitið Eyðum menguninni þar sem markmið spilarans er að útrýma illri verksmiðju sem mengar andrúmsloftið og reyna um leið að uppgötva hreinar uppsprettur og vatnsból. „Mig langaði að koma því á framfæri hvað vatn er mikilvægur hluti lífs á jörðinni og að við verðum að gæta þess að menga ekki vatnsforðann okkar. Ég lenti líka í 1. sæti í forkeppninni á Íslandi og ég er virkilega hamingjusamur að hafa fengið fyrstu verðlaunin í alþjóðlegu keppninni í mínum aldursflokki. Ef maður er vinnusamur og vandar sig þá geta ótrúlegustu hlutir gerst,“ segir Kjartan Örn. Eftir efnahagshrunið haustið 2008 ákvað Microsoft að setja á laggirnar ýmis verkefni sem stutt gætu við samfélagið í gegnum erfiðleikana. Eitt af því var YouthSpark verkefnið sem snýst um að styrkja ungt fólk með forritunarkennslu og forritunarkeppnum. Kodu Cup Challenge varð til upp úr þeirri vinnu og geta börn hvaðanæva að úr heiminum tekið þátt og spreytt sig á keppni í forritun. Kodu er forrit sem gerir börnum kleift að hanna sinn eigin leik fyrir PC-tölvur og Xbox-leikjatölvur í gegnum einfalt og myndrænt forritunarmál. Kodu kennir krökkum hvernig á að nota ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn, leysa vandamál, segja sögur og forrita. Leikjavísir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Kjartan Örn Styrkársson, 11 ára, bar sigur úr býtum í alþjóðlegu forritunarkeppninni Kodu Cup Challenge í aldursflokknum 9-12 ára. Hann hlýtur að launum þrjú þúsund dali, eða 365 þúsund krónur, frá bandaríska tölvufyrirtækinu Microsoft. Í dag mun forseti Íslands afhenda Kjartani verðlaunin á sal í Melaskóla, þar sem Kjartan er nemandi í sjötta bekk, að viðstöddum öllum nemendum skólans. Yfirskrift keppninnar í ár var „Kraftur æskunnar, sála plánetunnar“ og voru verkefni keppninnar að skoða sambandið á milli fólks og vatns. Leikur Kjartans ber heitið Eyðum menguninni þar sem markmið spilarans er að útrýma illri verksmiðju sem mengar andrúmsloftið og reyna um leið að uppgötva hreinar uppsprettur og vatnsból. „Mig langaði að koma því á framfæri hvað vatn er mikilvægur hluti lífs á jörðinni og að við verðum að gæta þess að menga ekki vatnsforðann okkar. Ég lenti líka í 1. sæti í forkeppninni á Íslandi og ég er virkilega hamingjusamur að hafa fengið fyrstu verðlaunin í alþjóðlegu keppninni í mínum aldursflokki. Ef maður er vinnusamur og vandar sig þá geta ótrúlegustu hlutir gerst,“ segir Kjartan Örn. Eftir efnahagshrunið haustið 2008 ákvað Microsoft að setja á laggirnar ýmis verkefni sem stutt gætu við samfélagið í gegnum erfiðleikana. Eitt af því var YouthSpark verkefnið sem snýst um að styrkja ungt fólk með forritunarkennslu og forritunarkeppnum. Kodu Cup Challenge varð til upp úr þeirri vinnu og geta börn hvaðanæva að úr heiminum tekið þátt og spreytt sig á keppni í forritun. Kodu er forrit sem gerir börnum kleift að hanna sinn eigin leik fyrir PC-tölvur og Xbox-leikjatölvur í gegnum einfalt og myndrænt forritunarmál. Kodu kennir krökkum hvernig á að nota ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn, leysa vandamál, segja sögur og forrita.
Leikjavísir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði