Steinunn segir umræðu um dóm Hæstaréttar á villigötum Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. september 2013 18:58 Umræðan um dóm Hæstaréttar sem féll í vikunni í máli þrotabús Landsbankans hefur verið á villigötum. Ekki er hægt draga þá ályktun af honum að þrotabú föllnu bankanna þurfi að greiða kröfuhöfum í íslenskum krónum. Þetta segir Steinunn Guðbjartsdóttir hæstaréttarlögmaður sem stýrir slitastjórn Glitnis. Í dómi Hæstaréttar í máli breska tryggingarsjóðs innistæðueigenda og hópi breskra sveitarfélaga og stofnana gegn þrotabúi gamla Landsbankans, sem féll sl. þriðjudag, var það niðurstaðan, meðal annars með vísan til þeirrar meginreglu kröfuréttar að greiðslu bæri að inna af hendi í þeirri mynt sem hún væri tilgreind í, að þrotabú Landsbankans gæti ávallt staðið skil á greiðslum til kröfuhafa í íslenskum krónum. Orðrétt segir í dómnum: „Í samræmi við það er gert ráð fyrir því í lögum nr. 21/1991 (lög um gjaldþrotaskipti innsk.blm) að við úthlutun úr þrotabúi séu kröfur greiddar kröfuhöfum í íslenskum krónum, hvort sem kröfurnar eru greiddar í einu lagi eða aðeins hluti þeirra.“Segir dóminn í samræmi við málflutning framsóknarmanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að þetta sé í samræmi við málflutning framsóknarmanna í aðdraganda kosninga. Eðlilegt sé að greitt verði úr þrotabúunum í íslenskum krónum ef búin verði sett í greiðsluþrot. Núna eigi að vera kominn sterkur hvati fyrir kröfuhafa föllnu bankanna að leita lausna, enda ljóst að kröfuhafar vilji ekki fá kröfur sínar greiddar út í krónum á meðan gjaldeyrishöft eru enn við lýði. Stærsta kosningaloforð Framsóknarflokksins gekk út að nýta svigrúm, þ.e inneign sem skapast hjá ríkissjóði, við skiptingu krónueigna þrotabúanna í erlendan gjaldeyri til að færa niður verðtryggð húsnæðislán. Fleiri hafa látið stór orð falla um þennan dóm. Pétur Blöndal alþingismaður segir á Facebook að dómur Hæstaréttar sé stórtíðindi og mikilvægi hans standi nánast jafnfætis við Icesave-dóminn hjá EFTA-dómstólnum. Pétur segir að þetta þýðir að slitastjórnir verði að flytja heim gífurlegar eignir þrotabúanna í útlöndum og skipta þeim yfir í krónur.Alls ekki skylt að greiða í krónum Steinunn Guðbjartsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður slitastjórnar Glitnis, segir umræðuna um þessa dómsniðurstöðu á villigötum. „Í dómnum kemur ekkert fram annað en að það er heimilt að greiða í íslenskum krónum en það er ekkert nýtt, það höfum við alltaf vitað. Það er hins vegar alls ekki tekið á því að það sé að einhverju leyti skylt og við teljum að svo sé ekki,“ segir Steinunn. Hún segir að það sé ekki neinn grundvöllur til að draga ályktanir af því orðalagi í dómnum að gengið sé út frá því í lögum um gjaldþrotaskipti að við úthlutun úr þrotabúi séu kröfur greiddar í íslenskum krónum. „Í þessum dómi lá fyrir sú staðreynd að Landsbankinn greiddi forgangskröfuhöfum í erlendri mynt og dómurinn gerir enga athugasemd við það.“Núna hafa margir tjáð sig um þetta. Þingmenn og einnig forsætisráðherra. Finnst þér að menn séu að draga of framsæknar ályktanir af niðurstöðunni? „Já, ég tel að svo sé og mér finnst umræðan undanfarna daga hafa í raun verið á villigötum. Bæði að það séu dregnar of miklar og beinlínis rangar ályktanir af þessari niðurstöðu hvað þetta varðar.“ Steinunn segir að slitastjórn vinni í þágu kröfuhafa. Verkefnið sé að hámarka virði krafna og ljúka skiptum. Hún segist ekki geta séð grundvöll fyrir því að skipta erlendum eignum búsins í íslenskar krónur og greiða síðan kröfuhöfum í íslenskum krónum. „Ég tel það, vægt til orða tekið, mjög hæpið,“ segir hún. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Umræðan um dóm Hæstaréttar sem féll í vikunni í máli þrotabús Landsbankans hefur verið á villigötum. Ekki er hægt draga þá ályktun af honum að þrotabú föllnu bankanna þurfi að greiða kröfuhöfum í íslenskum krónum. Þetta segir Steinunn Guðbjartsdóttir hæstaréttarlögmaður sem stýrir slitastjórn Glitnis. Í dómi Hæstaréttar í máli breska tryggingarsjóðs innistæðueigenda og hópi breskra sveitarfélaga og stofnana gegn þrotabúi gamla Landsbankans, sem féll sl. þriðjudag, var það niðurstaðan, meðal annars með vísan til þeirrar meginreglu kröfuréttar að greiðslu bæri að inna af hendi í þeirri mynt sem hún væri tilgreind í, að þrotabú Landsbankans gæti ávallt staðið skil á greiðslum til kröfuhafa í íslenskum krónum. Orðrétt segir í dómnum: „Í samræmi við það er gert ráð fyrir því í lögum nr. 21/1991 (lög um gjaldþrotaskipti innsk.blm) að við úthlutun úr þrotabúi séu kröfur greiddar kröfuhöfum í íslenskum krónum, hvort sem kröfurnar eru greiddar í einu lagi eða aðeins hluti þeirra.“Segir dóminn í samræmi við málflutning framsóknarmanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að þetta sé í samræmi við málflutning framsóknarmanna í aðdraganda kosninga. Eðlilegt sé að greitt verði úr þrotabúunum í íslenskum krónum ef búin verði sett í greiðsluþrot. Núna eigi að vera kominn sterkur hvati fyrir kröfuhafa föllnu bankanna að leita lausna, enda ljóst að kröfuhafar vilji ekki fá kröfur sínar greiddar út í krónum á meðan gjaldeyrishöft eru enn við lýði. Stærsta kosningaloforð Framsóknarflokksins gekk út að nýta svigrúm, þ.e inneign sem skapast hjá ríkissjóði, við skiptingu krónueigna þrotabúanna í erlendan gjaldeyri til að færa niður verðtryggð húsnæðislán. Fleiri hafa látið stór orð falla um þennan dóm. Pétur Blöndal alþingismaður segir á Facebook að dómur Hæstaréttar sé stórtíðindi og mikilvægi hans standi nánast jafnfætis við Icesave-dóminn hjá EFTA-dómstólnum. Pétur segir að þetta þýðir að slitastjórnir verði að flytja heim gífurlegar eignir þrotabúanna í útlöndum og skipta þeim yfir í krónur.Alls ekki skylt að greiða í krónum Steinunn Guðbjartsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður slitastjórnar Glitnis, segir umræðuna um þessa dómsniðurstöðu á villigötum. „Í dómnum kemur ekkert fram annað en að það er heimilt að greiða í íslenskum krónum en það er ekkert nýtt, það höfum við alltaf vitað. Það er hins vegar alls ekki tekið á því að það sé að einhverju leyti skylt og við teljum að svo sé ekki,“ segir Steinunn. Hún segir að það sé ekki neinn grundvöllur til að draga ályktanir af því orðalagi í dómnum að gengið sé út frá því í lögum um gjaldþrotaskipti að við úthlutun úr þrotabúi séu kröfur greiddar í íslenskum krónum. „Í þessum dómi lá fyrir sú staðreynd að Landsbankinn greiddi forgangskröfuhöfum í erlendri mynt og dómurinn gerir enga athugasemd við það.“Núna hafa margir tjáð sig um þetta. Þingmenn og einnig forsætisráðherra. Finnst þér að menn séu að draga of framsæknar ályktanir af niðurstöðunni? „Já, ég tel að svo sé og mér finnst umræðan undanfarna daga hafa í raun verið á villigötum. Bæði að það séu dregnar of miklar og beinlínis rangar ályktanir af þessari niðurstöðu hvað þetta varðar.“ Steinunn segir að slitastjórn vinni í þágu kröfuhafa. Verkefnið sé að hámarka virði krafna og ljúka skiptum. Hún segist ekki geta séð grundvöll fyrir því að skipta erlendum eignum búsins í íslenskar krónur og greiða síðan kröfuhöfum í íslenskum krónum. „Ég tel það, vægt til orða tekið, mjög hæpið,“ segir hún.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira