Fótbolti

Moratti-fjölskyldan að selja Inter

Moratti og Mourinho fagna sigri í Meistaradeildinni.
Moratti og Mourinho fagna sigri í Meistaradeildinni.
Átján ára valdatíma Moratti-fjölskyldunnar hjá ítalska liðinu Inter fer senn að ljúka. Fjölskyldan er að ganga frá sölu á félaginu til hins moldríka Indónesa, Erick Thohir.

Massimo Moratti, forseti Inter, átti fund með Thohir í París í gær þar sem gengið var frá lokaatriðum sölunnar.

"Við munum eitthvað koma að málum en ég verð ekki forseti félagsins áfram," sagði Moratti. Í hans forsetatíð hefur Inter unnið fimm meistaratitla á Ítalíu og svo eftirminnilega þrennu árið 2010 er Jose Mourinho stýrði liðinu.

Thohir mun koma með nauðsynlegt fé í reksturinn og verður byrjað að eyða þeim peningum strax í janúar til þess að styrkja liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×