Sport

Reiður stuðningsmaður fór heim til Schaub

Schaub á ekki sjö dagana sæla.
Schaub á ekki sjö dagana sæla.
Matt Schaub, leikstjórnandi Houston Texans, er óvinsælasti maðurinn í borginni og reiði stuðningsmanna Texans gegn honum nær nýjum hæðum í hverri viku.

Schaub hefur átt mjög lélegt tímabil fyrir Texans og átt slakan leik um nær hverja helgi. Steininn tók þó úr er Texans missti niður 17 stiga forskot gegn Seattle.

Þá tóku einhverjir stuðningsmenn Texans upp á því að brenna treyjuna hans út á bílastæði eftir leikinn.

Schaub var svo aftur lélegur gegn San Francisco um helgina.

Einn foxillur stuðningsmaður Texans gerði sér þá lítið fyrir og fór heim til Schaub og lét hann heyra það. Að sögn sjónarvotta var hann ekki að spara ljótu orðin í garð Schaub. Á meðan voru vinir hans að mynda fjölskyldu Schaub.

Lögreglan í Houston er að skoða málið en svo gæti farið að Schaub þurfi hreinlega vernd frá lögregluyfirvöldum enda stendur fjölskyldu hans ekki lengur á sama.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×