Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Snæfell 89-85 | Grindavík vann eftir framlengingu Árni Jóhannsson í Röstinni skrifar 9. október 2013 11:24 mynd / daníel Það var boðið upp á alvöru spennu í Röstinni í kvöld er Snæfell sótti Grindavík heim í Dominos-deild kvenna. Framlengja þurfti leikinn. Taugar heimastúlkna voru sterkari í framlengingunni og þær byrja því tímabilið af krafti. Eins og oft er sagt er körfubolti leikur tveggja hálfleika og sú varð raunin í kvöld. Jafnt var á fyrstu tölum fyrstu þrjár mínúturnar í fyrsta leikhluta, stigu Grindvíkingar á bensíngjöfina og voru komnar með 10 stiga forystu þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Snæfellingar lögðu þó ekki árar í bát heldur komu til baka og þegar leikhlutanum lauk var forysta gestgjafanna einungis eitt stig. Grindvíkingum leist ekki á þróunina sem leikurinn var að taka og hertu á öllum aðgerðum sínum inn á vellinum og byrjuðu leihlutann á 10-0 spretti og var staðan orðin 33-22 þegar sjö mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Þá fyrst komust gestirnir af Snæfellsnesinu á blað og byrjuðu að stöðva sóknir heimamanna. Jón Halldór þjálfari Grindvíkinga tók þá leikhlé til að skerpa á sínum leikmönnum og virtist það virka því hálfleikurinn endaði á því að þær unnu hálfleikinn 26-12. Hálfleikstölur voru því 49-34 fyrir Grindavík og fóru Pálína Gunnlaugsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir mikinn með 18 og 15 stig. Stigaskorið dreifðist betur hjá Snæfell en stigahæst í hálfleik var Chynna Unique Brown með 8 stig. Það var allt annað lið Snæfellinga sem kom út í síðari hálfleik. Ingi Þór Steinþórsson hefur barið kjark í sínar konur og sýndi það sig heldur betur. Sem dæmi um baráttuviljann í gestunum þá hirtu þær 9 sóknarfráköst í þriðja leikhluta og jafnt og þétt söxuðu þær forskot Grindavíkur niður og þegar leikhlutanum lauk var munurinn einugis fjögur stig 63-59 gestgjöfunum í vil. Fjórði leikhluti hófst og áfram héldu Snæfellingar að hirða sóknarfráköst og þegar rúm mínúta var liðin af leikhlutanum voru þær búnar að jafna leikinn í 63-63. Grindvíkingar svöruðu með þriggja stiga skoti en gestirnir voru ekki á því að gefa eftir heldur skoruðu þær fjögur stig röð og voru komnar yfir 66-67 þegar 5:32 voru eftir af leiknum. Eftir það skiptust liðin á að hafa forystuna og endaði leikurinn í pattstöðu 77-77 og þurfti því að framlengja í fyrsta leik vetrarins sem hlýtur að gefa góð fyrirheit um veturinn. Spennan hélt áfram fyrstu mínútur framlengingarinnar og var staðan 82-82 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af framlengingunni. Eftir það brutu Snæfellingar mikið af sér og nýttu Grindavíkurkonur vítin sín á meðan þær voru að stöðva gestina í varnarleiknum. Jafnt og þétt komu þær sér í sex stiga forystu en leiknum lauk með fimm stiga sigri þeirra gulklæddu. Þetta var hörkuleikur og skemmtilegur að horfa á. Snæfellingar spiluðu kannski eftir réttri getur í fyrri hálfleik og nýttu Grindvíkingar sér það og komu sér í fína forystu í hálfleik. Gestirnir sýndu hinsvegar sitt rétta andlit í síðari hálfleik og við það jafnaðist leikurinn út og varð hin best skemmtun. Atkvæðamestar voru Pálína Gunnlaugsdóttir hjá Grindavík með 27 stig og 13 fráköst en hjá Snæfell skoraði Chynna Brown 28 stig ásamt því að rífa niður 12 fráköst.Jón Halldór Eðvaldsson: Jafnaðist út í seinni hálfleik Þjálfari Grindavíkur sagðist vera sáttur með leikinn þegar hann var spurður að honum loknum. „Já þetta var rosa flott, sigur í framlengingu það er mjög gott.“ Um seinni hálfleikinn þar sem Grindavík tapaði niður 15 stiga forustu sagði Jón: „Snæfell fór bara að spila af alvöru getu, þær voru ekki að spila vel í fyrri hálfleik. Við vorum að spila af eðlilegri getu í fyrri hálfleik og svo bara jafnaðist þetta út í seinni hálfleik. Við hættum að hitta þarna á tímabili en svona er körfuboltinn.“ „Þessi deild verður flott í vetur, alveg svakalega spennandi. Það eru sex lið held ég sem geta unnið deildina. Það geta öll lið unnið alla þannig að þetta verður mjög skemmtileg deild og er það ánægjulegt fyrir íslenskan körfubolta að fá að taka þátt í að fylgjast með svona góðri deild“, sagði Jón um hvernig hann héldi að deildin yrði í vetur. Um ástandið á sínu liði sagði hann: „Við erum svona mánuði, kannski einum og hálfum á eftir áætlun. Við eigum langt í land til þess að ná því sem við ætlum okkur að gera en það er allt í góðu. Þetta er rétt að byrja.“Ingi Þór Steinþórsson: Of fáar góðar mínútur „Við vorum ragar í fyrri hálfleik“ byrjaði Ingi Þór þjálfari Snæfells á að segja um leikinn í kvöld. „Lentum 16 stigum mest undir og var það út af því að við vorum að gefa þeim of mikið af hraðaupphlaupum og klikka á einföldum hlutum eins og að hlaupa til baka og svoleiðis.“ „Við löguðum það í seinni hálfleik og náðum að stoppa þær þannig að öll þeirra stig komu nánast af vítalínunni. Við áttum að vinna þennan leik í seinni hálfleik, þetta var algjörlega í okkar höndum. Kaninn okkar var búinn að vera góður í seinni hálfleik og er ég ósáttur við að hún skildi fá villu þarna í blálokin þegar 19 sekúndur eru eftir og sendir Pálínu á vítalínuna og Pálína klúðrar ekki vítum. Við fengum samt boltann aftur til að klára þetta þannig að þetta var í okkar höndum. Ég er mjög svekktur að hafa tapað þessum leik en stoltur af stelpunum. Það þarf dálítinn tögg og svolitla hörku til að geta komist aftur til baka á móti vel mönnuðu Grindavíkurliði og það verða ekki mörg lið sem sækja sigra hingað.“ Um deildina og veturinn sagði Ingi: „Það eru mörg góð lið í deildinni og það verða margir góðir leikir og við þurfum að spila fleiri góðar mínútur. Í dag spiluðum við ekki nógu margar góðar mínútur til þess að vinna leikinn.“ Bætti Ingi Þór við um liðið sitt: „Við erum fáar í Hólminum og æfingar þar sem við erum fimm á fimm hafa ekki verið margar en við erum með þrjár stelpur í Reykjavík og núna vorum við að fá Hildi Björgu til baka sem er mjög ánægjulegt. Hún fékk grænt ljós frá lækninum í dag um að fá að spila [Ingibjörg gekkst undri aðgerð á kjálka fyrr á árinu]. Við förum nú bráðum að ná fimm á fimm almennilega og þá fer að vera meiri stígandi í þessu en við vorum að fínan leik frá stelpunum okkar en það voru bara of fáar mínútur. Við þurfum fleiri góðar mínútur.“Grindavík-Snæfell 89-85 (23-22, 26-12, 14-25, 14-18, 12-8)Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 27/13 fráköst/7 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 21/10 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 19/7 fráköst/9 stoðsendingar, Lauren Oosdyke 13/17 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 5, Mary Jean Lerry F. Sicat 4/5 fráköst, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0, Helga Rut Hallgrímsdóttir 0, Alda Kristinsdóttir 0.Snæfell: Chynna Unique Brown 28/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 18/10 fráköst/7 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/12 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 12/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0/6 fráköst, Helena Helga Baldursdóttir 0, Edda Bára Árnadóttir 0, Brynhildur Inga Níelsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0. Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Halldór Geir Jensson Hér að neðan má sjá leiklýsingu leiksins.Framlenging | 89-85: Leik lokið. Aðdáunarverð barátta hjá Snæfell en Grindavík kláraði þetta í framlengingunni.Framlenging | 88-85: Þriggja stiga karfa frá Snæfell en Grindavík nýtir eitt víti, þær eru að sigla þessu heim. 14 sek. eftir.Framlenging | 88-82: Ingibjörg Jakobsdóttir lýkur leik með Grindavík með fimm villur. 35 sek eftir.Framlenging | 88-82: Aftur nýtir Pálína tvö víti og Grindavík fær boltann aftur. 1:40 eftir.Framlenging | 86-82: Pálína nýtir tvö víti og munurinn er fjögur stig 2 mín eftir.Framlenging | 84-82: Mary Sicat er að koma Grindvíkingum tveimur stigum yfir þegar 2:32 eru eftir.Framlenging | 83-82: Hugrún Valdimarsdóttir var að ljúka leik með fimm villur og heimamenn komast einu yfir. 3:02 eftir.Framlenging | 82-82: Þetta heldur áfram að vera æsispennandi. Jafnt þegar 3:02 eru eftir.Framlenging | 81-80: Góð vörn hjá Grindavík sem skilar körfu en Hildur Sigurðardóttir svarar með stórum þrist. 4:12 eftir.Framlenging | 79-77: Framlenging er hafin og María Ben skorar og fer á línuna en misnotar vítið. 4:36 eftir.4. leikhluti | 77-77: Leiknum lýkur og við erum á leiðinni í framlengingu. Þvílíkur seinni hálfleikur. Það var allt annað lið Snæfellinga sem mætti út úr búningsherberginu í seinni hálfleik.4. leikhluti | 77-77: Pálína Gunn. fór á línuna og nýtti bæði vítin. 19 sek. eftir.4. leikhluti | 75-77: Snæfell er með forystu þegar 49 sek. er eftir. Grindavík var komið með þriggja stiga forystu en Hildur Sigurðardóttir setti risaþrist fyrir gestina og Chynna Brown kom þeim yfir með laglegu skoti.4. leikhluti | 73-72: Liðin skiptast á að hafa forystuna þessa stundina. 2:01 eftir.4. leikhluti | 71-72: Eins stigs forysta gestanna þegar 2:30 eru eftir.4. leikhluti | 71-69: María Kristjánsdóttir hefur lokið leik fyrir Snæfell með fimm villur. 3:15 eftir.4. leikhluti | 70-69: María Ben setti körfu, fékk villu að auki og nýtti vítið. 3:57 eftir.4. leikhluti | 66-67: Snæfellingar eru komnar yfir í fyrsta skipti í leiknum. 5:32 eftir.4. leikhluti | 66-63: Þetta er orðinn alvöru leikur, bæði lið eiga í erfiðleikum að skora og eru að gera mistök. 5:45 eftir.4. leikhluti | 63-63: Seinasti leikhlutinn er hafinn og Snæfellingar halda áfram að taka sóknarfráköst og staðan er orðin jöfn. 8:50 eftir.3. leikhluti | 63-59: Snæfellingar heldur betur löguðu stöðuna í þriðja leikhluta. Þær tóku hvorki meira né minna en 9 sóknarfráköst í leikhlutanum og unnu hann 14-25.3. leikhluti | 63-57: Chynna Brown hefur farið mikinn í seinni hálfleik, er komin með átta stig. Hún skoraði einmitt átta stig í fyrri hálfleik. 50 sek eftir.3. leikhluti | 60-54: Enn er Snæfell að minnka muninn, sex stig og 2:14 eftir.3. leikhluti | 55-46: Það er að komast spenna í þennan leik, munurinn er orðinn 8 stig. Snæfellingar eru að spila mikið betur í seinni hálfleik. 3:15 eftir.3. leikhluti | 55-46: 4:52 eftir af leikhlutanum og munurinn er orðinn 9 stig. Góður sprettur hjá gestunum.3. leikhluti | 55-40: Enn eru Snæfellingar að taka sóknarfráköst sem skila stigum. Flott barátta. Grindavík er hinsvegar að nýta sínar sóknir og ná að halda Snæfellingum í skefjum. 6:57 eftir.3. leikhluti | 51-38: Barátta Snæfellinga er að skila sóknarfráköstum sem síðan skila stigum í hús. 8:20 eftir.3. leikhluti | 49-34: Seinni hálfleikur er hafinn og Grindvíkinga búnir að fara á vítalínuna. Ingibjörg Jakobs. misnotaði hinsvegar bæði vítin. 9:54 eftir.2. leikhluti | 49-34: Hálfleikur kominn og Grindavík er með 15 stiga forystu. Ef spilamennska þeirra heldur svona áfram þá er útséð hver fer með sigur af hólmi hér í kvöld. Ég hef hinsvegar litlar áhyggjur af því að Snæfell ætli að gefa þennan leik eftir. Heill hálfleikur eftir og allt getur gerst.2. leikhluti | 49-32: Mínúta eftir og forysta Grindavíkur er orðin þægileg.2. leikhluti | 45-32: Leikhlé sem Snæfell tekur þegar 1:28 er eftir af hálfleiknum. Snæfell er að sýna góða baráttu, hirtu þrjú sóknarfráköst í sömu sókninni en það sýnir kannski skotnýtinguna hjá gestunum.2. leikhluti | 43-30: Þrjár mínútur eftir og forystan er 13 stig. 20-8 fyrir Grindavík í leikhlutanum.2. leikhluti | 41-29: Úff, Pálína reyndi að fiska ruðning á Chynna Brown en fær villu dæmda á sig fyrir vikið. Olnboginn á Brown virtist hinsvegar vera á undan henni og missti Pálína andann við höggið í kviðinn, hún þarf smá hvíld.. 3:57 eftir.2. leikhluti | 37-25: Grindvíkingar með góðan sóknarleik og hækka forystuna í 12 stig. 4:53 eftir.2. leikhluti | 33-25: Jón Halldór þjálfari Grindvíkinga tekur leikhlé þegar 6:07 eru eftir. Grindvíkingar spiluðu góða vörn fyrstu mínútur leikhlutans og voru að nýta sóknirnar sína. Snæfell er búið að stíga aðeins upp í varnarleiknum og ætlar Jón að kæfa það í fæðingu.2. leikhluti | 33-22: Snæfell kemst loks á blað í leikhlutanum og það er þriggja stiga karfa spjaldið ofan í. 6:58 eftir.2. leikhluti | 31-22: Grindvíkingar byrja leikhlutann betur og munurinn er orðinn 9 stig. Góð spilamennska hjá Grindvíkingum. 7:47 eftir.2. leikhluti | 23-22: Annar leikhluti er hafinn og Grindvíkingar skorar úr þriggja sitga skoti. 9:22 eftir.1. leikhluti | 23-22: Leikhlutanum lýkur og Snæfellingar náðu heldur betur að klóra í bakkann, voru 10 stigum undir en náðu muninum í eitt stig. Pálina Gunnlaugs. stigahæst Grindvíkinga með 10 stig en Brown er með 7 stig fyrir Snæfell.1. leikhluti | 23-19: Mínúta eftir og munurinn er fjögur stig.1. leikhluti | 23-17: Liðin skiptast á að skora en Grindavík nær að halda Snæfellingum í skefjum. 2 mín eftir.1. leikhluti | 19-13: Eftir leikhlé snýst dæmið við, Snæfell búnar að nýta tvær sóknir en Grindavík misnotar þrjár. 2:41 eftir.1. leikhluti | 19-9: Mok dæmt á Snæfell og Ingi Þór tekur leikhlé þegar 3:49 eru eftir af leikhlutanum. Það sem skilur liðin að er skotnýting liðanna en Grindavík er hitta sínum skotum á meðan Snæfell gerir það ekki.1. leikhluti | 17-9: Grindvíkingar eru að auka forskot sitt, náðu frákasti, boltanum grýtt á Pálínu sem skoraði, náði í villu og nýtti vítaskotið. 5:03 eftir.1. leikhluti | 12-7: Grindvíkingar með góða vörn og eru að nýta sóknirnar sínar og er það að skila þeim forskoti. 6:33 eftir.1. leikhluti | 7-7: Það slaknaði aðeins á stigaskorinu eftir fyrstu mínútuna, en það er jafnt. 7:15 eftir.1. leikhluti | 5-5: Leikurinn er hafinn og bæði lið eru búin að skora eina þriggja, stela boltanum og fá auðvelt sniðskot. 9 mín. eftir.Fyrir leik: Mínútuþögninnni er lokið og seinustu upphitunar lay-up hringirnir eru farnir. Þetta er að bresta á.Fyrir leik: Það verður mínútuþögn til að heiðra minningu Ólafs E. Rafnssonar sem varð bráðkvaddur í sumar.Fyrir leik: Bæði lið eru sterk á pappírnum en Grindvíkingar fengu góðan liðsstyrk fyrir veturinn þegar Pálína Gunnlaugsdóttir og María Ben Erlingsdóttir komu frá Keflavík.Fyrir leik: Hér í kvöld mætast liðin sem spáð er í þriðja sæti deildarinnar, Grindavík og liðsins sem spáð er í fjórða sæti deildarinnar, Snæfell. Það má því búast við hörkuleik en í fyrsta leik vilja liðin væntanlega gefa tóninn og sýna að þau ættu heima hærra í töflunni.Fyrir leik: Komið sælir lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu úr Röstinni í Grindavík þar sem Grindvíkingar taka á móti Snæfell í fyrsta leik Dominos deildar kvenna í körfuknattleik. Við ætlum að fylgjast með og uppfæra ykkur lesendur um hvað mun fara fram hér í kvöld.Grindavík-Snæfell 89-85 (23-22, 26-12, 14-25, 14-18, 12-8)Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 27/13 fráköst/7 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 21/10 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 19/7 fráköst/9 stoðsendingar, Lauren Oosdyke 13/17 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 5, Mary Jean Lerry F. Sicat 4/5 fráköst, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0, Helga Rut Hallgrímsdóttir 0, Alda Kristinsdóttir 0. Snæfell: Chynna Unique Brown 28/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 18/10 fráköst/7 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/12 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 12/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0/6 fráköst, Helena Helga Baldursdóttir 0, Edda Bára Árnadóttir 0, Brynhildur Inga Níelsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0. Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Halldór Geir Jensson Íslenski körfuboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Það var boðið upp á alvöru spennu í Röstinni í kvöld er Snæfell sótti Grindavík heim í Dominos-deild kvenna. Framlengja þurfti leikinn. Taugar heimastúlkna voru sterkari í framlengingunni og þær byrja því tímabilið af krafti. Eins og oft er sagt er körfubolti leikur tveggja hálfleika og sú varð raunin í kvöld. Jafnt var á fyrstu tölum fyrstu þrjár mínúturnar í fyrsta leikhluta, stigu Grindvíkingar á bensíngjöfina og voru komnar með 10 stiga forystu þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Snæfellingar lögðu þó ekki árar í bát heldur komu til baka og þegar leikhlutanum lauk var forysta gestgjafanna einungis eitt stig. Grindvíkingum leist ekki á þróunina sem leikurinn var að taka og hertu á öllum aðgerðum sínum inn á vellinum og byrjuðu leihlutann á 10-0 spretti og var staðan orðin 33-22 þegar sjö mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Þá fyrst komust gestirnir af Snæfellsnesinu á blað og byrjuðu að stöðva sóknir heimamanna. Jón Halldór þjálfari Grindvíkinga tók þá leikhlé til að skerpa á sínum leikmönnum og virtist það virka því hálfleikurinn endaði á því að þær unnu hálfleikinn 26-12. Hálfleikstölur voru því 49-34 fyrir Grindavík og fóru Pálína Gunnlaugsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir mikinn með 18 og 15 stig. Stigaskorið dreifðist betur hjá Snæfell en stigahæst í hálfleik var Chynna Unique Brown með 8 stig. Það var allt annað lið Snæfellinga sem kom út í síðari hálfleik. Ingi Þór Steinþórsson hefur barið kjark í sínar konur og sýndi það sig heldur betur. Sem dæmi um baráttuviljann í gestunum þá hirtu þær 9 sóknarfráköst í þriðja leikhluta og jafnt og þétt söxuðu þær forskot Grindavíkur niður og þegar leikhlutanum lauk var munurinn einugis fjögur stig 63-59 gestgjöfunum í vil. Fjórði leikhluti hófst og áfram héldu Snæfellingar að hirða sóknarfráköst og þegar rúm mínúta var liðin af leikhlutanum voru þær búnar að jafna leikinn í 63-63. Grindvíkingar svöruðu með þriggja stiga skoti en gestirnir voru ekki á því að gefa eftir heldur skoruðu þær fjögur stig röð og voru komnar yfir 66-67 þegar 5:32 voru eftir af leiknum. Eftir það skiptust liðin á að hafa forystuna og endaði leikurinn í pattstöðu 77-77 og þurfti því að framlengja í fyrsta leik vetrarins sem hlýtur að gefa góð fyrirheit um veturinn. Spennan hélt áfram fyrstu mínútur framlengingarinnar og var staðan 82-82 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af framlengingunni. Eftir það brutu Snæfellingar mikið af sér og nýttu Grindavíkurkonur vítin sín á meðan þær voru að stöðva gestina í varnarleiknum. Jafnt og þétt komu þær sér í sex stiga forystu en leiknum lauk með fimm stiga sigri þeirra gulklæddu. Þetta var hörkuleikur og skemmtilegur að horfa á. Snæfellingar spiluðu kannski eftir réttri getur í fyrri hálfleik og nýttu Grindvíkingar sér það og komu sér í fína forystu í hálfleik. Gestirnir sýndu hinsvegar sitt rétta andlit í síðari hálfleik og við það jafnaðist leikurinn út og varð hin best skemmtun. Atkvæðamestar voru Pálína Gunnlaugsdóttir hjá Grindavík með 27 stig og 13 fráköst en hjá Snæfell skoraði Chynna Brown 28 stig ásamt því að rífa niður 12 fráköst.Jón Halldór Eðvaldsson: Jafnaðist út í seinni hálfleik Þjálfari Grindavíkur sagðist vera sáttur með leikinn þegar hann var spurður að honum loknum. „Já þetta var rosa flott, sigur í framlengingu það er mjög gott.“ Um seinni hálfleikinn þar sem Grindavík tapaði niður 15 stiga forustu sagði Jón: „Snæfell fór bara að spila af alvöru getu, þær voru ekki að spila vel í fyrri hálfleik. Við vorum að spila af eðlilegri getu í fyrri hálfleik og svo bara jafnaðist þetta út í seinni hálfleik. Við hættum að hitta þarna á tímabili en svona er körfuboltinn.“ „Þessi deild verður flott í vetur, alveg svakalega spennandi. Það eru sex lið held ég sem geta unnið deildina. Það geta öll lið unnið alla þannig að þetta verður mjög skemmtileg deild og er það ánægjulegt fyrir íslenskan körfubolta að fá að taka þátt í að fylgjast með svona góðri deild“, sagði Jón um hvernig hann héldi að deildin yrði í vetur. Um ástandið á sínu liði sagði hann: „Við erum svona mánuði, kannski einum og hálfum á eftir áætlun. Við eigum langt í land til þess að ná því sem við ætlum okkur að gera en það er allt í góðu. Þetta er rétt að byrja.“Ingi Þór Steinþórsson: Of fáar góðar mínútur „Við vorum ragar í fyrri hálfleik“ byrjaði Ingi Þór þjálfari Snæfells á að segja um leikinn í kvöld. „Lentum 16 stigum mest undir og var það út af því að við vorum að gefa þeim of mikið af hraðaupphlaupum og klikka á einföldum hlutum eins og að hlaupa til baka og svoleiðis.“ „Við löguðum það í seinni hálfleik og náðum að stoppa þær þannig að öll þeirra stig komu nánast af vítalínunni. Við áttum að vinna þennan leik í seinni hálfleik, þetta var algjörlega í okkar höndum. Kaninn okkar var búinn að vera góður í seinni hálfleik og er ég ósáttur við að hún skildi fá villu þarna í blálokin þegar 19 sekúndur eru eftir og sendir Pálínu á vítalínuna og Pálína klúðrar ekki vítum. Við fengum samt boltann aftur til að klára þetta þannig að þetta var í okkar höndum. Ég er mjög svekktur að hafa tapað þessum leik en stoltur af stelpunum. Það þarf dálítinn tögg og svolitla hörku til að geta komist aftur til baka á móti vel mönnuðu Grindavíkurliði og það verða ekki mörg lið sem sækja sigra hingað.“ Um deildina og veturinn sagði Ingi: „Það eru mörg góð lið í deildinni og það verða margir góðir leikir og við þurfum að spila fleiri góðar mínútur. Í dag spiluðum við ekki nógu margar góðar mínútur til þess að vinna leikinn.“ Bætti Ingi Þór við um liðið sitt: „Við erum fáar í Hólminum og æfingar þar sem við erum fimm á fimm hafa ekki verið margar en við erum með þrjár stelpur í Reykjavík og núna vorum við að fá Hildi Björgu til baka sem er mjög ánægjulegt. Hún fékk grænt ljós frá lækninum í dag um að fá að spila [Ingibjörg gekkst undri aðgerð á kjálka fyrr á árinu]. Við förum nú bráðum að ná fimm á fimm almennilega og þá fer að vera meiri stígandi í þessu en við vorum að fínan leik frá stelpunum okkar en það voru bara of fáar mínútur. Við þurfum fleiri góðar mínútur.“Grindavík-Snæfell 89-85 (23-22, 26-12, 14-25, 14-18, 12-8)Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 27/13 fráköst/7 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 21/10 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 19/7 fráköst/9 stoðsendingar, Lauren Oosdyke 13/17 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 5, Mary Jean Lerry F. Sicat 4/5 fráköst, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0, Helga Rut Hallgrímsdóttir 0, Alda Kristinsdóttir 0.Snæfell: Chynna Unique Brown 28/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 18/10 fráköst/7 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/12 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 12/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0/6 fráköst, Helena Helga Baldursdóttir 0, Edda Bára Árnadóttir 0, Brynhildur Inga Níelsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0. Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Halldór Geir Jensson Hér að neðan má sjá leiklýsingu leiksins.Framlenging | 89-85: Leik lokið. Aðdáunarverð barátta hjá Snæfell en Grindavík kláraði þetta í framlengingunni.Framlenging | 88-85: Þriggja stiga karfa frá Snæfell en Grindavík nýtir eitt víti, þær eru að sigla þessu heim. 14 sek. eftir.Framlenging | 88-82: Ingibjörg Jakobsdóttir lýkur leik með Grindavík með fimm villur. 35 sek eftir.Framlenging | 88-82: Aftur nýtir Pálína tvö víti og Grindavík fær boltann aftur. 1:40 eftir.Framlenging | 86-82: Pálína nýtir tvö víti og munurinn er fjögur stig 2 mín eftir.Framlenging | 84-82: Mary Sicat er að koma Grindvíkingum tveimur stigum yfir þegar 2:32 eru eftir.Framlenging | 83-82: Hugrún Valdimarsdóttir var að ljúka leik með fimm villur og heimamenn komast einu yfir. 3:02 eftir.Framlenging | 82-82: Þetta heldur áfram að vera æsispennandi. Jafnt þegar 3:02 eru eftir.Framlenging | 81-80: Góð vörn hjá Grindavík sem skilar körfu en Hildur Sigurðardóttir svarar með stórum þrist. 4:12 eftir.Framlenging | 79-77: Framlenging er hafin og María Ben skorar og fer á línuna en misnotar vítið. 4:36 eftir.4. leikhluti | 77-77: Leiknum lýkur og við erum á leiðinni í framlengingu. Þvílíkur seinni hálfleikur. Það var allt annað lið Snæfellinga sem mætti út úr búningsherberginu í seinni hálfleik.4. leikhluti | 77-77: Pálína Gunn. fór á línuna og nýtti bæði vítin. 19 sek. eftir.4. leikhluti | 75-77: Snæfell er með forystu þegar 49 sek. er eftir. Grindavík var komið með þriggja stiga forystu en Hildur Sigurðardóttir setti risaþrist fyrir gestina og Chynna Brown kom þeim yfir með laglegu skoti.4. leikhluti | 73-72: Liðin skiptast á að hafa forystuna þessa stundina. 2:01 eftir.4. leikhluti | 71-72: Eins stigs forysta gestanna þegar 2:30 eru eftir.4. leikhluti | 71-69: María Kristjánsdóttir hefur lokið leik fyrir Snæfell með fimm villur. 3:15 eftir.4. leikhluti | 70-69: María Ben setti körfu, fékk villu að auki og nýtti vítið. 3:57 eftir.4. leikhluti | 66-67: Snæfellingar eru komnar yfir í fyrsta skipti í leiknum. 5:32 eftir.4. leikhluti | 66-63: Þetta er orðinn alvöru leikur, bæði lið eiga í erfiðleikum að skora og eru að gera mistök. 5:45 eftir.4. leikhluti | 63-63: Seinasti leikhlutinn er hafinn og Snæfellingar halda áfram að taka sóknarfráköst og staðan er orðin jöfn. 8:50 eftir.3. leikhluti | 63-59: Snæfellingar heldur betur löguðu stöðuna í þriðja leikhluta. Þær tóku hvorki meira né minna en 9 sóknarfráköst í leikhlutanum og unnu hann 14-25.3. leikhluti | 63-57: Chynna Brown hefur farið mikinn í seinni hálfleik, er komin með átta stig. Hún skoraði einmitt átta stig í fyrri hálfleik. 50 sek eftir.3. leikhluti | 60-54: Enn er Snæfell að minnka muninn, sex stig og 2:14 eftir.3. leikhluti | 55-46: Það er að komast spenna í þennan leik, munurinn er orðinn 8 stig. Snæfellingar eru að spila mikið betur í seinni hálfleik. 3:15 eftir.3. leikhluti | 55-46: 4:52 eftir af leikhlutanum og munurinn er orðinn 9 stig. Góður sprettur hjá gestunum.3. leikhluti | 55-40: Enn eru Snæfellingar að taka sóknarfráköst sem skila stigum. Flott barátta. Grindavík er hinsvegar að nýta sínar sóknir og ná að halda Snæfellingum í skefjum. 6:57 eftir.3. leikhluti | 51-38: Barátta Snæfellinga er að skila sóknarfráköstum sem síðan skila stigum í hús. 8:20 eftir.3. leikhluti | 49-34: Seinni hálfleikur er hafinn og Grindvíkinga búnir að fara á vítalínuna. Ingibjörg Jakobs. misnotaði hinsvegar bæði vítin. 9:54 eftir.2. leikhluti | 49-34: Hálfleikur kominn og Grindavík er með 15 stiga forystu. Ef spilamennska þeirra heldur svona áfram þá er útséð hver fer með sigur af hólmi hér í kvöld. Ég hef hinsvegar litlar áhyggjur af því að Snæfell ætli að gefa þennan leik eftir. Heill hálfleikur eftir og allt getur gerst.2. leikhluti | 49-32: Mínúta eftir og forysta Grindavíkur er orðin þægileg.2. leikhluti | 45-32: Leikhlé sem Snæfell tekur þegar 1:28 er eftir af hálfleiknum. Snæfell er að sýna góða baráttu, hirtu þrjú sóknarfráköst í sömu sókninni en það sýnir kannski skotnýtinguna hjá gestunum.2. leikhluti | 43-30: Þrjár mínútur eftir og forystan er 13 stig. 20-8 fyrir Grindavík í leikhlutanum.2. leikhluti | 41-29: Úff, Pálína reyndi að fiska ruðning á Chynna Brown en fær villu dæmda á sig fyrir vikið. Olnboginn á Brown virtist hinsvegar vera á undan henni og missti Pálína andann við höggið í kviðinn, hún þarf smá hvíld.. 3:57 eftir.2. leikhluti | 37-25: Grindvíkingar með góðan sóknarleik og hækka forystuna í 12 stig. 4:53 eftir.2. leikhluti | 33-25: Jón Halldór þjálfari Grindvíkinga tekur leikhlé þegar 6:07 eru eftir. Grindvíkingar spiluðu góða vörn fyrstu mínútur leikhlutans og voru að nýta sóknirnar sína. Snæfell er búið að stíga aðeins upp í varnarleiknum og ætlar Jón að kæfa það í fæðingu.2. leikhluti | 33-22: Snæfell kemst loks á blað í leikhlutanum og það er þriggja stiga karfa spjaldið ofan í. 6:58 eftir.2. leikhluti | 31-22: Grindvíkingar byrja leikhlutann betur og munurinn er orðinn 9 stig. Góð spilamennska hjá Grindvíkingum. 7:47 eftir.2. leikhluti | 23-22: Annar leikhluti er hafinn og Grindvíkingar skorar úr þriggja sitga skoti. 9:22 eftir.1. leikhluti | 23-22: Leikhlutanum lýkur og Snæfellingar náðu heldur betur að klóra í bakkann, voru 10 stigum undir en náðu muninum í eitt stig. Pálina Gunnlaugs. stigahæst Grindvíkinga með 10 stig en Brown er með 7 stig fyrir Snæfell.1. leikhluti | 23-19: Mínúta eftir og munurinn er fjögur stig.1. leikhluti | 23-17: Liðin skiptast á að skora en Grindavík nær að halda Snæfellingum í skefjum. 2 mín eftir.1. leikhluti | 19-13: Eftir leikhlé snýst dæmið við, Snæfell búnar að nýta tvær sóknir en Grindavík misnotar þrjár. 2:41 eftir.1. leikhluti | 19-9: Mok dæmt á Snæfell og Ingi Þór tekur leikhlé þegar 3:49 eru eftir af leikhlutanum. Það sem skilur liðin að er skotnýting liðanna en Grindavík er hitta sínum skotum á meðan Snæfell gerir það ekki.1. leikhluti | 17-9: Grindvíkingar eru að auka forskot sitt, náðu frákasti, boltanum grýtt á Pálínu sem skoraði, náði í villu og nýtti vítaskotið. 5:03 eftir.1. leikhluti | 12-7: Grindvíkingar með góða vörn og eru að nýta sóknirnar sínar og er það að skila þeim forskoti. 6:33 eftir.1. leikhluti | 7-7: Það slaknaði aðeins á stigaskorinu eftir fyrstu mínútuna, en það er jafnt. 7:15 eftir.1. leikhluti | 5-5: Leikurinn er hafinn og bæði lið eru búin að skora eina þriggja, stela boltanum og fá auðvelt sniðskot. 9 mín. eftir.Fyrir leik: Mínútuþögninnni er lokið og seinustu upphitunar lay-up hringirnir eru farnir. Þetta er að bresta á.Fyrir leik: Það verður mínútuþögn til að heiðra minningu Ólafs E. Rafnssonar sem varð bráðkvaddur í sumar.Fyrir leik: Bæði lið eru sterk á pappírnum en Grindvíkingar fengu góðan liðsstyrk fyrir veturinn þegar Pálína Gunnlaugsdóttir og María Ben Erlingsdóttir komu frá Keflavík.Fyrir leik: Hér í kvöld mætast liðin sem spáð er í þriðja sæti deildarinnar, Grindavík og liðsins sem spáð er í fjórða sæti deildarinnar, Snæfell. Það má því búast við hörkuleik en í fyrsta leik vilja liðin væntanlega gefa tóninn og sýna að þau ættu heima hærra í töflunni.Fyrir leik: Komið sælir lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu úr Röstinni í Grindavík þar sem Grindvíkingar taka á móti Snæfell í fyrsta leik Dominos deildar kvenna í körfuknattleik. Við ætlum að fylgjast með og uppfæra ykkur lesendur um hvað mun fara fram hér í kvöld.Grindavík-Snæfell 89-85 (23-22, 26-12, 14-25, 14-18, 12-8)Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 27/13 fráköst/7 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 21/10 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 19/7 fráköst/9 stoðsendingar, Lauren Oosdyke 13/17 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 5, Mary Jean Lerry F. Sicat 4/5 fráköst, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0, Helga Rut Hallgrímsdóttir 0, Alda Kristinsdóttir 0. Snæfell: Chynna Unique Brown 28/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 18/10 fráköst/7 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/12 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 12/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0/6 fráköst, Helena Helga Baldursdóttir 0, Edda Bára Árnadóttir 0, Brynhildur Inga Níelsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0. Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Halldór Geir Jensson
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira