Sport

Broncos spáð metsigri gegn Jacksonville

Peyton Manning hefur verið besti leikmaður NFL-deildarinnar hingað til.
Peyton Manning hefur verið besti leikmaður NFL-deildarinnar hingað til.
Yfirburðir Denver Broncos í NFL-deildinni í vetur hafa verið svo miklir að liðinu er spáð að minnsta kosti 28 stiga sigri um næstu helgi af veðbönkum. Það er met og slíku tapi hefur ekki verið spáð hjá veðbönkum síðan 1966.

Þá mætir Broncos liði Jacksonville Jaguars sem hefur ekkert getað í vetur. Broncos skoraði 51 stig um helgina. Jacksonville hefur skoraði 51 stig í allan vetur. Veðbankar búast því eðlilega við ójöfnum leik.

Broncos hefur slegið hvert metið á fætur öðru í vetur og er með 46 skoruð stig að meðaltali í vetur. Leikstjórnandi liðsins, hinn 37 ára gamli Peyton Manning, hefur verið stórkostlegur og einnig slegið met í hverjum leik með sinni frammistöðu.

Gárungarnir eru á því að Broncos geti hæglega skorað 60 til 70 stig gegn Jacksonville ef Peyton og félagar hreinlega nenni því.

Broncos hefur unnið alla fimm leiki sína í vetur en Jaguars hefur tapað öllum sínum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×