Ræða borgarstjóra vekur kátínu: Vefmyndavélar í augu Ólafs Thors Stígur Helgason skrifar 16. október 2013 09:15 Jón Gnarr borgarstjóri kallaði fram hlátur á borgarstjórnarfundi í gær í fjörlegum umræðum um útilistaverk í Reykjavík, þegar hann kynnti kúnstugar hugmyndir sínar um það hvernig mætti lífga upp á borgina og uppfræða í leiðinni almenning, einkum börn, um stjórnmálasögu Íslands. Umræðan var að beiðni sjálfstæðismanna, sem gagnrýndu ójafna dreifingu stytta og útilistaverka um borgina — um helmingur af styttum og listaverkum væri í miðbænum en lítið í úthverfum. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði þá skoðun sína að gera þyrfti gangskör að því að rétta hlut kvenna í styttuflóru borgarinnar og sagðist helst vilja að gerð yrði ein stytta af eiginkonum allra þeirra karla sem þegar eru til afsteypur af í Reykjavík. Borgarstjórinn var sammála því að það hallaði mjög á konur og lagði til að drifið yrði í því að gera brjóstmynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra, til að vega upp á móti því. Á hinn bóginn taldi hann ekki ráðlegt að gera styttur af mökum allra karla sem þegar væru í styttulíki, enda væri eins víst að sumir þeirra hefðu átt karlkyns elskhuga, jafnvel á laun, og með því að höggva þá alla í stein yrði því hugsanlega unnið gegn því takmarki að fjölga kvenlíkneskjum í borgarlandinu. Jón varði annars drjúgum tíma í að fjalla um og mæra Ólaf Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, og lagði til lausn á áðurnefndum vanda sem sjálfstæðismaðurinn Kjartan Magnússon hafði gert að umtalsefni; að stytturnar dreifðust ekki nægilega um úthverfi. Jón stakk upp á því að styttan af Ólafi Thors við ráðherrabústaðinn yrði gerð að eins konar farandgrip sem fluttur yrði hverfa á milli, með viðhöfn í hvert skipti, íbúum til yndisauka og uppfræðingar. Borgarstjórinn lét ekki staðar numið þar, eins og sjá má og heyra í meðfylgjandi upptöku, heldur gerði grein fyrir frekari útfærslum hugmyndarinnar, sem verða að teljast býsna framúrstefnulegar, og uppskar fyrir vikið hlátrasköll frá viðstöddum — að minnsta kosti sumum þeirra.Árétting: Rétt er að geta þess að Sóley Tómasdóttir tók fram í annarri ræðu að hugmynd hennar, sem lýst er hér að ofan, væri ekki sett fram af alvöru, enda þættu henni myndastyttur almennt frekar ómerkilegir bautasteinar. Með þessari róttæku hugmynd hafi hún hins vegar viljað vekja athygli á og skapa umræðu um hversu mjög hallaði á konur í þeirri mynd sem dregin hefði verið upp af merkispersónum úr Íslandssögunni, meðal annars í gegnum minnisvarða eins og styttur. Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri kallaði fram hlátur á borgarstjórnarfundi í gær í fjörlegum umræðum um útilistaverk í Reykjavík, þegar hann kynnti kúnstugar hugmyndir sínar um það hvernig mætti lífga upp á borgina og uppfræða í leiðinni almenning, einkum börn, um stjórnmálasögu Íslands. Umræðan var að beiðni sjálfstæðismanna, sem gagnrýndu ójafna dreifingu stytta og útilistaverka um borgina — um helmingur af styttum og listaverkum væri í miðbænum en lítið í úthverfum. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði þá skoðun sína að gera þyrfti gangskör að því að rétta hlut kvenna í styttuflóru borgarinnar og sagðist helst vilja að gerð yrði ein stytta af eiginkonum allra þeirra karla sem þegar eru til afsteypur af í Reykjavík. Borgarstjórinn var sammála því að það hallaði mjög á konur og lagði til að drifið yrði í því að gera brjóstmynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra, til að vega upp á móti því. Á hinn bóginn taldi hann ekki ráðlegt að gera styttur af mökum allra karla sem þegar væru í styttulíki, enda væri eins víst að sumir þeirra hefðu átt karlkyns elskhuga, jafnvel á laun, og með því að höggva þá alla í stein yrði því hugsanlega unnið gegn því takmarki að fjölga kvenlíkneskjum í borgarlandinu. Jón varði annars drjúgum tíma í að fjalla um og mæra Ólaf Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, og lagði til lausn á áðurnefndum vanda sem sjálfstæðismaðurinn Kjartan Magnússon hafði gert að umtalsefni; að stytturnar dreifðust ekki nægilega um úthverfi. Jón stakk upp á því að styttan af Ólafi Thors við ráðherrabústaðinn yrði gerð að eins konar farandgrip sem fluttur yrði hverfa á milli, með viðhöfn í hvert skipti, íbúum til yndisauka og uppfræðingar. Borgarstjórinn lét ekki staðar numið þar, eins og sjá má og heyra í meðfylgjandi upptöku, heldur gerði grein fyrir frekari útfærslum hugmyndarinnar, sem verða að teljast býsna framúrstefnulegar, og uppskar fyrir vikið hlátrasköll frá viðstöddum — að minnsta kosti sumum þeirra.Árétting: Rétt er að geta þess að Sóley Tómasdóttir tók fram í annarri ræðu að hugmynd hennar, sem lýst er hér að ofan, væri ekki sett fram af alvöru, enda þættu henni myndastyttur almennt frekar ómerkilegir bautasteinar. Með þessari róttæku hugmynd hafi hún hins vegar viljað vekja athygli á og skapa umræðu um hversu mjög hallaði á konur í þeirri mynd sem dregin hefði verið upp af merkispersónum úr Íslandssögunni, meðal annars í gegnum minnisvarða eins og styttur.
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira