Sport

Aðeins Denver og Kansas hafa unnið alla sína leiki

Andy Reid er að gera ótrúlega hluti með Kansas.
Andy Reid er að gera ótrúlega hluti með Kansas.
Aðeins tvö lið í NFL-deildinni hafa unnið alla sína leiki þegar sex umferðir eru búnar af deildarkeppninni. Það eru lið Denver Broncos og Kansas City Chiefs en þau eru í sama riðli í Ameríkudeildinni.

Denver vann ekki þann risasigur sem búist var við gegn Jacksonville í gær en sigurinn engu að síður mjög sannfærandi.

Árangur Kansas kemur allra liða mest á óvart en liðið var með lélegasta árangurinn í deildinni í fyrra.

New England hefur komið skemmtilega á óvart en leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, hefur náð ótrúlega miklu út úr ungum, lítt þekktum og óreyndum útherjum liðsins. Brady tryggði liðinu ævintýralegan sigur undir lok leiksins gegn New Orleans í nótt.

Úrslit:

Baltimore-Green Bay  17-19

Buffalo-Cincinnati  24-27

Cleveland-Detroit  17-31

Houston-St. Louis  13-38

Kansas City-Oakland  24-7

Minnesota-Carolina  10-35

NY Jets-Pittsburgh  6-19

Tampa Bay-Philadelphia  20-31

Denver-Jacksonville  35-19

Seattle-Tennessee  20-13

New England-New Orleans  30-27

San Francisco-Arizona  32-20

Dallas-Washington  31-16

Í nótt:

San Diego - Indianapolis

Staðan í NFL-deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×