Tenniskappinn Roger Federer hefur sagt upp þjálfara sínum, Paul Annacone, eftir rúmlega þriggja ára samstarf.
Federer sem eitt sinn var í efsta sæti heimslistans, en er nú kominn niður í það sjöunda, tók þessa ákvörðun eftir að hafa verið sleginn út í þriðju umferð Sjanghæ -meistaramótsins.
Þrátt fyrir að það líti út fyrir að þeir skilji ósáttir er það alls ekki raunin.
„Við vorum með þriggja ára áætlun og ætluðum að vinna eitt stórmót og ná efsta sæti heimslistans. Það tókst ásamt mörgum öðrum markmiðum.“
„Paul er góður vinur og við hlökkum til að halda okkar vináttu áfram. Ég er þakklátur fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig og mitt lið,“ sagði Roger Federer
Roger Federer segir upp þjálfaranum
Eyþór Atli Einarsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn


„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti
