Aníta efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2013 17:38 Aníta Hinriksdóttir. Mynd/NordicPhotos/Getty ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir, Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi kvenna, fékk í kvöld gríðarlega stóra viðurkenningu þegar hún var valin vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta í kvennaflokki, Rising Star, af Frjálsíþróttasambandi Evrópu en verðlaunin voru veitt í kvöld á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Evrópu, EAA, sem stendur nú yfir í Tallinn í Eistlandi. Aníta er því að mati sérfræðinga og áhugamanna efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu. Hollenski spretthlauparinn Dafne Schippers varð í öðru sæti í kjörinu en í þriðja sæti var síðan Amela Terzic, 1500 metra hlaupari frá Serbíu. Bohdan Bondarenko, hástökkvari frá Úkraínu var kosinn Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu en Frjálsíþróttakona ársins var valin Zuzana Hejnová frá Tékklandi en hún vann 400 metra grindarhlaup á HM í Moskvu. Aníta sló heldur betur í gegn í frjálsíþróttaheiminum síðasta sumar þegar hún vann gullverðlaun á HM 17 ára og yngri í Donetsk og EM 19 ára og yngri með aðeins sex daga millibili í júlí í sumar. Aníta hljóp fimm hlaup á þessum 10 dögum sem þessi tvö stórmót stóðu yfir og sýndi mikið sjálfstraust og öryggi í þeim öllum og bætti Íslandsmetið meðal annars í tvígang. Val EAA, Frjálsíþróttasambands Evrópu, fór fram með fernum hætti. Fyrst var kosið á Facebook þar sem allir áttu atkvæðisrétt, en þar hlaut Aníta langflest atkvæði af þeim samtals rúmlega 16 þúsund atkvæðum sem bárust. Síðan voru vegin atkvæði bæði 54 sambanda íþróttafréttamanna í Evrópu og aðildarsambanda EAA. Loks kom nefnd sérfræðinga að valinu. Hlutur hvers þessara hópa vóg jafnt um heildarniðurstöðuna. Aníta hljóp best á tímanum 2:00,49 mínútum í sumar sem er næst besti árangur í þessari grein í ár hjá 17 ára stúlkum. Aníta á nú 2.- 8. besta árangur í sínum aldursflokki frá upphafi í greininni og hún er ennfremur í 44. sæti á heimslista fullorðinna í ár.Hér má sjá þrjá efstu í öllum flokkum í þessu kjöri:Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu 2013: 1. Bohdan Bondarenko (Úkraína) 2. Mo Farah (Bretland) 3. Pawel Fajdek (Pólland)Frjálsíþróttakona ársins í Evrópu 2013: 1. Zuzana Hejnová (Tékkland) 2. Yelena Isinbayeva (Rússland) 3. Valeria Straneo (Ítalía)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá körlum 2013: 1. Emir Bekrić (Serbía) 2. Adam Gemili (Bretland) 3. Karsten Warholm (Noregur)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá konum 2013: 1. Anita Hinriksdottir (Ísland) 2. Dafne Schippers (Holland) 3. Amela Terzic (Serbía) Frjálsar íþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll spilar allavega átta Evrópuleiki í vetur Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Sjá meira
ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir, Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi kvenna, fékk í kvöld gríðarlega stóra viðurkenningu þegar hún var valin vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta í kvennaflokki, Rising Star, af Frjálsíþróttasambandi Evrópu en verðlaunin voru veitt í kvöld á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Evrópu, EAA, sem stendur nú yfir í Tallinn í Eistlandi. Aníta er því að mati sérfræðinga og áhugamanna efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu. Hollenski spretthlauparinn Dafne Schippers varð í öðru sæti í kjörinu en í þriðja sæti var síðan Amela Terzic, 1500 metra hlaupari frá Serbíu. Bohdan Bondarenko, hástökkvari frá Úkraínu var kosinn Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu en Frjálsíþróttakona ársins var valin Zuzana Hejnová frá Tékklandi en hún vann 400 metra grindarhlaup á HM í Moskvu. Aníta sló heldur betur í gegn í frjálsíþróttaheiminum síðasta sumar þegar hún vann gullverðlaun á HM 17 ára og yngri í Donetsk og EM 19 ára og yngri með aðeins sex daga millibili í júlí í sumar. Aníta hljóp fimm hlaup á þessum 10 dögum sem þessi tvö stórmót stóðu yfir og sýndi mikið sjálfstraust og öryggi í þeim öllum og bætti Íslandsmetið meðal annars í tvígang. Val EAA, Frjálsíþróttasambands Evrópu, fór fram með fernum hætti. Fyrst var kosið á Facebook þar sem allir áttu atkvæðisrétt, en þar hlaut Aníta langflest atkvæði af þeim samtals rúmlega 16 þúsund atkvæðum sem bárust. Síðan voru vegin atkvæði bæði 54 sambanda íþróttafréttamanna í Evrópu og aðildarsambanda EAA. Loks kom nefnd sérfræðinga að valinu. Hlutur hvers þessara hópa vóg jafnt um heildarniðurstöðuna. Aníta hljóp best á tímanum 2:00,49 mínútum í sumar sem er næst besti árangur í þessari grein í ár hjá 17 ára stúlkum. Aníta á nú 2.- 8. besta árangur í sínum aldursflokki frá upphafi í greininni og hún er ennfremur í 44. sæti á heimslista fullorðinna í ár.Hér má sjá þrjá efstu í öllum flokkum í þessu kjöri:Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu 2013: 1. Bohdan Bondarenko (Úkraína) 2. Mo Farah (Bretland) 3. Pawel Fajdek (Pólland)Frjálsíþróttakona ársins í Evrópu 2013: 1. Zuzana Hejnová (Tékkland) 2. Yelena Isinbayeva (Rússland) 3. Valeria Straneo (Ítalía)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá körlum 2013: 1. Emir Bekrić (Serbía) 2. Adam Gemili (Bretland) 3. Karsten Warholm (Noregur)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá konum 2013: 1. Anita Hinriksdottir (Ísland) 2. Dafne Schippers (Holland) 3. Amela Terzic (Serbía)
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll spilar allavega átta Evrópuleiki í vetur Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Sjá meira