Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 30-25 | Eyjamenn á toppinn Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 26. október 2013 00:01 ÍBV komst í dag í toppsæti Olís-deildar karla er liðið vann sannfærandi sigur á Fram í Vestmannaeyjum. Framan af var leikurinn gríðarlega jafn en liðin skipust á að hafa forystuna. Á 12. mínútu hafði nánast verið jafnt á öllum tölum en þá skoraði Elías Bóasson jöfnunarmark fyrir gestina. Sindri Haraldsson virðist hafa farið of harkalega í örvhentu skyttuna en hann fékk að líta rautt spjald við litla hrifningu þjálfara og varamanna Eyjamanna. Þetta virtist kveikja í Frömurum sem tóku forystuna og komust þremur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru búnar. Eyjamenn gáfust samt ekki upp en þeir voru komnir tveimur mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var alveg ljóst í upphafi seinni hálfleiks hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi en Eyjamenn skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Stephen Nielsen, markmaður Framara, var ekki heill heilsu í dag en Svavar Már Ólafsson stóð milli stanganna. Markvarslan í leiknum var nánast engin en markmenn Eyjamanna vörðu sjö skot á móti átta skotum Svavars. Mestur varð munurinn níu mörk en það var þegar að Guðni Ingvarsson stökk inn af línunni. Þá skoruðu Framarar þó fimm mörk í röð en það dugði skammt því að Eyjamenn skoruðu síðasta markið og 30-25 sigur þá staðreynd. Eyjamenn lyftu sér með þessum sigri á topp deildarinnar eins og áður segir en þeir leika næst gegn Völsurum í Vodafone-höllinni á meðan að Framarar taka á móti Akureyringum í Safamýrinni.Guðlaugur: Vörn og markvarsla ekki góð „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur í dag, við gerðum alltof mikið af sóknarfeilum og einföldum mistökum í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, en hann var ekki sáttur með leik sinna manna. „Við lögðum upp með að vinna þennan leik, en við náðum ekki að fylgja því plani eftir. Varnarleikurinn og markvarslan var ekki góð í dag,“ sagði Guðlaugur en Framarar sigla lygnan sjó um miðja deild. Sindri Haraldsson leikmaður Eyjamanna fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasa Bóassyni en við spurðum Guðlaug út í atvikið. „Ef að hann fer í andlitið Elíasi þegar hann er að fara í gegn þá er það rautt spjald, en ég sá þetta atvik ekki nægilega vel.“Gunnar: Ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp „Ég er sáttur og það er gott að brjóta ísinn með því að vinna fyrsta heimaleikinn. Frábær leikur af okkar hálfu, það reyndi á breiddina og það er ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, í leikslok en hann var mjög sáttur við leik sinna manna. „Góður sóknarleikur í dag á móti Fram sem eru búnir að vera að spila góðan varnarleik í vetur og ég er ánægður með hvernig við leystum það. Sóknarleikurinn var góður í dag og eins hraðaupphlaupin.“ Við spurðum Gunna einnig út í rauða spjaldið. „Ég veit það bara ekki, við verðum að sjá þetta betur á myndbandi, þeir sem hafa séð þetta á myndbandi segja þetta ekki hafa verið rautt. „Ef einhver hefði boðið okkur þessi átta stig eftir fyrstu sex leikina þá hefðum við tekið þau, þannig að við erum sáttir,“ sagði Gunnar í lokin en Eyjamenn tróna á toppi deildarinnar með átta sig. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
ÍBV komst í dag í toppsæti Olís-deildar karla er liðið vann sannfærandi sigur á Fram í Vestmannaeyjum. Framan af var leikurinn gríðarlega jafn en liðin skipust á að hafa forystuna. Á 12. mínútu hafði nánast verið jafnt á öllum tölum en þá skoraði Elías Bóasson jöfnunarmark fyrir gestina. Sindri Haraldsson virðist hafa farið of harkalega í örvhentu skyttuna en hann fékk að líta rautt spjald við litla hrifningu þjálfara og varamanna Eyjamanna. Þetta virtist kveikja í Frömurum sem tóku forystuna og komust þremur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru búnar. Eyjamenn gáfust samt ekki upp en þeir voru komnir tveimur mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var alveg ljóst í upphafi seinni hálfleiks hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi en Eyjamenn skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Stephen Nielsen, markmaður Framara, var ekki heill heilsu í dag en Svavar Már Ólafsson stóð milli stanganna. Markvarslan í leiknum var nánast engin en markmenn Eyjamanna vörðu sjö skot á móti átta skotum Svavars. Mestur varð munurinn níu mörk en það var þegar að Guðni Ingvarsson stökk inn af línunni. Þá skoruðu Framarar þó fimm mörk í röð en það dugði skammt því að Eyjamenn skoruðu síðasta markið og 30-25 sigur þá staðreynd. Eyjamenn lyftu sér með þessum sigri á topp deildarinnar eins og áður segir en þeir leika næst gegn Völsurum í Vodafone-höllinni á meðan að Framarar taka á móti Akureyringum í Safamýrinni.Guðlaugur: Vörn og markvarsla ekki góð „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur í dag, við gerðum alltof mikið af sóknarfeilum og einföldum mistökum í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, en hann var ekki sáttur með leik sinna manna. „Við lögðum upp með að vinna þennan leik, en við náðum ekki að fylgja því plani eftir. Varnarleikurinn og markvarslan var ekki góð í dag,“ sagði Guðlaugur en Framarar sigla lygnan sjó um miðja deild. Sindri Haraldsson leikmaður Eyjamanna fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasa Bóassyni en við spurðum Guðlaug út í atvikið. „Ef að hann fer í andlitið Elíasi þegar hann er að fara í gegn þá er það rautt spjald, en ég sá þetta atvik ekki nægilega vel.“Gunnar: Ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp „Ég er sáttur og það er gott að brjóta ísinn með því að vinna fyrsta heimaleikinn. Frábær leikur af okkar hálfu, það reyndi á breiddina og það er ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, í leikslok en hann var mjög sáttur við leik sinna manna. „Góður sóknarleikur í dag á móti Fram sem eru búnir að vera að spila góðan varnarleik í vetur og ég er ánægður með hvernig við leystum það. Sóknarleikurinn var góður í dag og eins hraðaupphlaupin.“ Við spurðum Gunna einnig út í rauða spjaldið. „Ég veit það bara ekki, við verðum að sjá þetta betur á myndbandi, þeir sem hafa séð þetta á myndbandi segja þetta ekki hafa verið rautt. „Ef einhver hefði boðið okkur þessi átta stig eftir fyrstu sex leikina þá hefðum við tekið þau, þannig að við erum sáttir,“ sagði Gunnar í lokin en Eyjamenn tróna á toppi deildarinnar með átta sig.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira