Rysjótt rjúpnavertíð Karl Lúðvíksson skrifar 31. október 2013 12:00 Leyft er að veiða rjúpur í 12 daga á þessari vertíð. Nú er önnur helgin í rjúpnaveiðum framundan og veðurspáin er veiðimönnum ekki hagstæð en spáð er leiðindaveðri á Norður-, Austur- og Vesturlandi. Besta veðrið verður líklega frá Snæfellsnesi austur að Mýrdalsjökli og það má reikna með töluverðri umferð veiðimanna á þessu svæði. Veiðin gekk misvel fyrstu helgina eins og gengur og gerist en þeir veiðimenn sem fengu eitthvað voru flestir með 2-4 fugla en einhverjir voru með lítið meira. Ekki hefur frést af neinum stórveiðum nema hjá hóp manna sem náði um 100 fuglum á Norðurlandi en þess ber að geta að um 7 manna hóp var að ræða svo ekki er beint hægt að segja að um neina magnveiði hafi verið að ræða. Þeir sáu nokkuð mikið af fugli og hættu veiðum þegar allir voru komnir með í jólamatinn. Breyting á veiðunum hefur mælst vel fyrir og minni þrýstingur er á að rjúpnaskyttur fari út í vafasamt veður vegna fárra veiðidaga. Eins virðast veiðimenn virða tilmæli um hófsemi og flestir af þeim sem við höfum heyrt af hætta veiðum þegar þeim fjölda rjúpna sem þarf er náð. Samtals er veitt í 12 daga og eru þrjár helgar, með föstudögunum, eftir af veiðunum. Stangveiði Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Mjög gott í Langá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði
Nú er önnur helgin í rjúpnaveiðum framundan og veðurspáin er veiðimönnum ekki hagstæð en spáð er leiðindaveðri á Norður-, Austur- og Vesturlandi. Besta veðrið verður líklega frá Snæfellsnesi austur að Mýrdalsjökli og það má reikna með töluverðri umferð veiðimanna á þessu svæði. Veiðin gekk misvel fyrstu helgina eins og gengur og gerist en þeir veiðimenn sem fengu eitthvað voru flestir með 2-4 fugla en einhverjir voru með lítið meira. Ekki hefur frést af neinum stórveiðum nema hjá hóp manna sem náði um 100 fuglum á Norðurlandi en þess ber að geta að um 7 manna hóp var að ræða svo ekki er beint hægt að segja að um neina magnveiði hafi verið að ræða. Þeir sáu nokkuð mikið af fugli og hættu veiðum þegar allir voru komnir með í jólamatinn. Breyting á veiðunum hefur mælst vel fyrir og minni þrýstingur er á að rjúpnaskyttur fari út í vafasamt veður vegna fárra veiðidaga. Eins virðast veiðimenn virða tilmæli um hófsemi og flestir af þeim sem við höfum heyrt af hætta veiðum þegar þeim fjölda rjúpna sem þarf er náð. Samtals er veitt í 12 daga og eru þrjár helgar, með föstudögunum, eftir af veiðunum.
Stangveiði Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Mjög gott í Langá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði