Nessvæðið í Laxá í Aðaldal til Hreggnasa Karl Lúðvíksson skrifar 6. nóvember 2013 15:50 Mynd af www.hreggnasi.is Það eru nánast fréttir daglega um breytingar á leigumálum laxveiðiánna þessa dagana og í dag er það ljóst að nýr leigutaki tekur við svæðinu kenndu við Nes. Hreggnasi hefur innan sinna banda Laxá í Kjós, Grímsá, Korpu, Svalbarðsá, Fossá og núna hefur Nessvæðið bæst í hópinn. Í fréttatilkynningu frá Hreggnasa segir: "Veiðifélagið Hreggnasi hefur tryggt sér veiðirétt að stórum hluta á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal. Samningur þess efnis var undirritaður í dag, og tekur gildi strax fyrir sumarið 2014. Um er að ræða alla stangardaga síðari hluta sumars á þessu mesta stórlaxaveiðisvæði landsins. Með þessu er Hreggnasi að tryggja aðkomu viðskiptavina sinna að Nesveiðum. Ljóst er að miðbik sumarsins mun allt fara á erlendan markað og að framboð veiðileyfa á innanlandsmarkaði mun verða mun minna en undanfarin ár. Veiðisvæðin kennd við Nes, Árnes, Tjörn, Knútsstaði, Ytra-Fjall og Hólmavað eru sem áður segir einhver mestu stórlaxasvæðin hérlendis. Því til staðfestingar má benda á að nokkrir af allra stærstu löxum nýliðins veiðitímabils fengust á ofangreindum veiðisvæðum". Nesið var áður hjá SVFR. Stangveiði Mest lesið Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Mjög gott í Langá Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði
Það eru nánast fréttir daglega um breytingar á leigumálum laxveiðiánna þessa dagana og í dag er það ljóst að nýr leigutaki tekur við svæðinu kenndu við Nes. Hreggnasi hefur innan sinna banda Laxá í Kjós, Grímsá, Korpu, Svalbarðsá, Fossá og núna hefur Nessvæðið bæst í hópinn. Í fréttatilkynningu frá Hreggnasa segir: "Veiðifélagið Hreggnasi hefur tryggt sér veiðirétt að stórum hluta á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal. Samningur þess efnis var undirritaður í dag, og tekur gildi strax fyrir sumarið 2014. Um er að ræða alla stangardaga síðari hluta sumars á þessu mesta stórlaxaveiðisvæði landsins. Með þessu er Hreggnasi að tryggja aðkomu viðskiptavina sinna að Nesveiðum. Ljóst er að miðbik sumarsins mun allt fara á erlendan markað og að framboð veiðileyfa á innanlandsmarkaði mun verða mun minna en undanfarin ár. Veiðisvæðin kennd við Nes, Árnes, Tjörn, Knútsstaði, Ytra-Fjall og Hólmavað eru sem áður segir einhver mestu stórlaxasvæðin hérlendis. Því til staðfestingar má benda á að nokkrir af allra stærstu löxum nýliðins veiðitímabils fengust á ofangreindum veiðisvæðum". Nesið var áður hjá SVFR.
Stangveiði Mest lesið Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Mjög gott í Langá Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði