„Maður jós vel af Tabasco yfir lasagne-ið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2013 22:38 „Þetta er með þægilegri ferðalögum sem maður hefur farið í með KSÍ. Við tökum hattinn ofan fyrir KSÍ og Icelandair,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. Rúrik hafði það náðugt í vélinni á leiðinni út og virðist ekki eiga í erfiðleikum með að festa svefn. Hann var þó þrjá tíma að sofna eftir leikinn á föstudaginn. „Ég var kominn upp í rúm klukkan tólf og sofnaður klukkan þrjú um nóttina. Það verður að teljast mjög gott miðað við hvernig gengur venjulega að ná sér niður eftir að hafa spilað seint um kvöldið,“ sagði kantmaðurinn. „Það verður kannski svolítið erfitt fyrir mann að sofna í kvöld. Það fór svo vel um mann strax í vélinni að maður svaf eiginlega alla leiðina.“ Rúrik var beðinn um að vera hreinskilinn hvernig honum hefði fundist maturinn sem boðið var upp á við komuna á hótelið í Zagreb. „Við tókum allavega ekki kokkinn með frá Nordica. Maður jós vel af Tabasco yfir lasagne-ið og þá slapp þetta,“ sagði Rúrik og hló. HK-ingurinn uppaldi hefur spilað vel undanfarið með FC Kaupmannahöfn og skorað glæsileg mörk. Hann virkar í mjög góðu formi. „Ég hef spilað marga leiki og leikformið skiptir miklu máli fyrir mig. Það er í toppstandi eins og þú segir,“ segir Rúrik. En hvernig metur hann möguleika liðsins á þriðjudag? „Auðvitað kynntist maður aðeins hvernig þeir spila í síðasta leik en ég hugsa að þeir komi grimmari til leiks á heimavelli og með meiri stuðning. Við þurfum að vera tilbúnir og mjög mikilvægt að vera ellefu gegn ellefu allan tíma. Fram á við verðum við að spila betur en varnarlega séð var lítið um slæma hluti hjá okkur.“ Rúrik er ekki byrjaður að skipuleggja sumarfríið sitt næsta sumar. Líkur eru á að 23 íslenskir landsliðsmenn spili fyrir hönd þjóðarinnar á HM í Brasilíu. „Það er gríðarleg trú á þetta verkefni og við ætlum okkur til Brasilíu. Menn eru að segja það í viðtölum og ég held að við séum ekkert hræddir við að segja það.“ Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
„Þetta er með þægilegri ferðalögum sem maður hefur farið í með KSÍ. Við tökum hattinn ofan fyrir KSÍ og Icelandair,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. Rúrik hafði það náðugt í vélinni á leiðinni út og virðist ekki eiga í erfiðleikum með að festa svefn. Hann var þó þrjá tíma að sofna eftir leikinn á föstudaginn. „Ég var kominn upp í rúm klukkan tólf og sofnaður klukkan þrjú um nóttina. Það verður að teljast mjög gott miðað við hvernig gengur venjulega að ná sér niður eftir að hafa spilað seint um kvöldið,“ sagði kantmaðurinn. „Það verður kannski svolítið erfitt fyrir mann að sofna í kvöld. Það fór svo vel um mann strax í vélinni að maður svaf eiginlega alla leiðina.“ Rúrik var beðinn um að vera hreinskilinn hvernig honum hefði fundist maturinn sem boðið var upp á við komuna á hótelið í Zagreb. „Við tókum allavega ekki kokkinn með frá Nordica. Maður jós vel af Tabasco yfir lasagne-ið og þá slapp þetta,“ sagði Rúrik og hló. HK-ingurinn uppaldi hefur spilað vel undanfarið með FC Kaupmannahöfn og skorað glæsileg mörk. Hann virkar í mjög góðu formi. „Ég hef spilað marga leiki og leikformið skiptir miklu máli fyrir mig. Það er í toppstandi eins og þú segir,“ segir Rúrik. En hvernig metur hann möguleika liðsins á þriðjudag? „Auðvitað kynntist maður aðeins hvernig þeir spila í síðasta leik en ég hugsa að þeir komi grimmari til leiks á heimavelli og með meiri stuðning. Við þurfum að vera tilbúnir og mjög mikilvægt að vera ellefu gegn ellefu allan tíma. Fram á við verðum við að spila betur en varnarlega séð var lítið um slæma hluti hjá okkur.“ Rúrik er ekki byrjaður að skipuleggja sumarfríið sitt næsta sumar. Líkur eru á að 23 íslenskir landsliðsmenn spili fyrir hönd þjóðarinnar á HM í Brasilíu. „Það er gríðarleg trú á þetta verkefni og við ætlum okkur til Brasilíu. Menn eru að segja það í viðtölum og ég held að við séum ekkert hræddir við að segja það.“
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira