Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 29-24 | Enn tapar HK Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 14. nóvember 2013 10:49 FH vann fínan sigur á HK, 29-24, í Olís-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásbjörn Friðriksson var frábær í liði FH og skoraði 10 mörk. Daníel Freyr Andrésson var einnig magnaður í liði FH og varði 23 skot. HK-ingar byrjuðu leikinn ágætlega og voru greinilega ákveðnir í að ná í sinn fyrsta sigur í kvöld. FH komst samt sem áður í 2-1 í leiknum en það var einhver neisti í HK-ingum sem ekki hefur sést í vetur, ekki síðan liðið náði í jafntefli gegn FH í fyrstu umferð. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 5-2 fyrir FH og þá fóru gestirnir í gang og aðeins nokkrum mínútum síðar munaði aðeins einu marki á liðunum, 6-5, FH í vil. Þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan síðan orðin jöfn 8-8 og það verður að segjast á þeim tímapunkti leit FH-liðið ekki vel út. Heimamenn hrukku aftur á móti í gang undir lok hálfleiksins og leiddu í hálfleik 13-10. Það tók HK-inga fimm mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum þegar Atli Karl Bachmann kom boltanum loks í netið en þá var staðan orðin 14-11. Byrjun HK gaf til kynna að liðið væri komið að einhverskonar endastöð í leiknum. Þegar rúmlega fimmtán mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 17-12 og útlitið virkilega dökkt fyrir gestina. HK-ingar sýndu á köflum baráttu í sínum leik en leikmenn liðsins vantar bara töluvert uppá í reynslubankann. FH vann að lokum þægilegan sigur 29-24. FH er í efsta sæti deildarinnar, tímabundið í það minnsta, með 11 stig en HK sem fyrr á botninum með 1 stig. Ásbjörn: Sóknarleikur okkar að koma til„Þeir ná að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum og við kannski hleyptum þeim of mikið inn í leikinn,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, markahæsti leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. „Manni fannst eins og við værum samt alltaf með þennan leik. Það kom aldrei til greina að tapa stigum í kvöld. Við gerðum jafntefli við HK í fyrstu umferð og það stig hefur reynst okkur dýrkeypt.“ „Sóknarleikur liðsins á tímabilinu hefur kannski verið örlítið hægari en undanfarinn ár og það er hlutur sem við erum að vinna í. Við vinnum samt alla leiki á góðri vörn og markvörslu.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásbjörn hér að ofan. Samúel: Strákarnir leggja sig alltaf fram og gefast aldrei upp„Þetta var bara jafn leikur og mér fannst við sýna mikla baráttu allan tímann,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Það voru fullt af jákvæðum punktum í okkar leik í kvöld, það er stemning í strákunum en þetta féll ekki með okkur í dag.“ „Það gekk ýmislegt á hér í kvöld. Við vorum óheppnir með brotrekstra, held að við höfum farið sex sinnum útaf vellinum og FH-ingar aðeins einu sinn. Ég ætla samt ekki að kenna dómurunum um þetta tap.“ „Það eina sem maður getur krafist af þessum strákum er að þeir leggi sig alltaf 100% fram og gefist aldrei upp.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Samúel hér. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
FH vann fínan sigur á HK, 29-24, í Olís-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásbjörn Friðriksson var frábær í liði FH og skoraði 10 mörk. Daníel Freyr Andrésson var einnig magnaður í liði FH og varði 23 skot. HK-ingar byrjuðu leikinn ágætlega og voru greinilega ákveðnir í að ná í sinn fyrsta sigur í kvöld. FH komst samt sem áður í 2-1 í leiknum en það var einhver neisti í HK-ingum sem ekki hefur sést í vetur, ekki síðan liðið náði í jafntefli gegn FH í fyrstu umferð. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 5-2 fyrir FH og þá fóru gestirnir í gang og aðeins nokkrum mínútum síðar munaði aðeins einu marki á liðunum, 6-5, FH í vil. Þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan síðan orðin jöfn 8-8 og það verður að segjast á þeim tímapunkti leit FH-liðið ekki vel út. Heimamenn hrukku aftur á móti í gang undir lok hálfleiksins og leiddu í hálfleik 13-10. Það tók HK-inga fimm mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum þegar Atli Karl Bachmann kom boltanum loks í netið en þá var staðan orðin 14-11. Byrjun HK gaf til kynna að liðið væri komið að einhverskonar endastöð í leiknum. Þegar rúmlega fimmtán mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 17-12 og útlitið virkilega dökkt fyrir gestina. HK-ingar sýndu á köflum baráttu í sínum leik en leikmenn liðsins vantar bara töluvert uppá í reynslubankann. FH vann að lokum þægilegan sigur 29-24. FH er í efsta sæti deildarinnar, tímabundið í það minnsta, með 11 stig en HK sem fyrr á botninum með 1 stig. Ásbjörn: Sóknarleikur okkar að koma til„Þeir ná að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum og við kannski hleyptum þeim of mikið inn í leikinn,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, markahæsti leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. „Manni fannst eins og við værum samt alltaf með þennan leik. Það kom aldrei til greina að tapa stigum í kvöld. Við gerðum jafntefli við HK í fyrstu umferð og það stig hefur reynst okkur dýrkeypt.“ „Sóknarleikur liðsins á tímabilinu hefur kannski verið örlítið hægari en undanfarinn ár og það er hlutur sem við erum að vinna í. Við vinnum samt alla leiki á góðri vörn og markvörslu.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásbjörn hér að ofan. Samúel: Strákarnir leggja sig alltaf fram og gefast aldrei upp„Þetta var bara jafn leikur og mér fannst við sýna mikla baráttu allan tímann,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Það voru fullt af jákvæðum punktum í okkar leik í kvöld, það er stemning í strákunum en þetta féll ekki með okkur í dag.“ „Það gekk ýmislegt á hér í kvöld. Við vorum óheppnir með brotrekstra, held að við höfum farið sex sinnum útaf vellinum og FH-ingar aðeins einu sinn. Ég ætla samt ekki að kenna dómurunum um þetta tap.“ „Það eina sem maður getur krafist af þessum strákum er að þeir leggi sig alltaf 100% fram og gefist aldrei upp.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Samúel hér.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira