Þetta eru tillögur hagræðingarhópsins 11. nóvember 2013 15:06 Ásmundur Einar, Vigdís Hauksdóttir, Unnur Brá og Guðlaugur Þór. Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar kynnti í dag tillögur til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Tillögur hópsins eru í 111 liðum, en engir útreikningar fylgja tillögunum. Á meðal þess sem hópurinn leggur til er að greiðslur til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðar samhliða endurskoðun á lögum um fjármál stjórnmálaflokka, framlög til þróunarmála verði endurskoðuð og nýleg hækkun dregin til baka, háskólum verði fækkað með sameiningu eða samstarf á milli háskóla aukið og að starfsemi Ríkisútvarpsins verði endurskoðuð. Þá leggur hópurinn til að fjölmiðlanefnd verði lögð niður, lögregluliðum verði fækkað í átta sem og sýslumannsembættunum. Að skoða kosti þess að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Bankasýsla ríkisins verði lögð niður, og verkefni hennar flutt til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þá vill hópurinn sameina yfirstjórnir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslenska dansflokksins, Óperunnar og Þjóðleikhússins. Stytta nám í framhaldsskólum, greiðslum til Bændasamtaka Íslands verði hætt og að innleiða grænan náttúrupassa til að greiða fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum. Hagræðingarhópurinn starfaði undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar, en í honum sitja auk hans Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Með hópnum starfaði einnig Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, og Sigurður Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, auk tveggja utanaðkomandi sérfræðinga. Í tillögunum segir að Hagræðingarhópurinn hafi ekki lagt áherslu á beinar niðurskurðartillögur heldur kerfisbreytingar sem beinast að breytingum á áherslum, aðferðum og skipulagi og geta stuðlað að varanlegri hagræðingu og auknum árangri til lengri tíma. „Komist tillögurnar til framkvæmda geta þær stuðlað að tug miljarða króna ávinningi fyrir þjóðina. Sá ávinningur getur birst í lægri fjárveitingum en einnig í aukinni og bættri þjónustu,“ segir í skýrslu hópsins. Markmið hópsins er að leggja fram tillögur sem miða að því auka framleiðni í rekstri ríkisins umtalsvert. Skýrsluna má lesa hér. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar kynnti í dag tillögur til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Tillögur hópsins eru í 111 liðum, en engir útreikningar fylgja tillögunum. Á meðal þess sem hópurinn leggur til er að greiðslur til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðar samhliða endurskoðun á lögum um fjármál stjórnmálaflokka, framlög til þróunarmála verði endurskoðuð og nýleg hækkun dregin til baka, háskólum verði fækkað með sameiningu eða samstarf á milli háskóla aukið og að starfsemi Ríkisútvarpsins verði endurskoðuð. Þá leggur hópurinn til að fjölmiðlanefnd verði lögð niður, lögregluliðum verði fækkað í átta sem og sýslumannsembættunum. Að skoða kosti þess að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Bankasýsla ríkisins verði lögð niður, og verkefni hennar flutt til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þá vill hópurinn sameina yfirstjórnir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslenska dansflokksins, Óperunnar og Þjóðleikhússins. Stytta nám í framhaldsskólum, greiðslum til Bændasamtaka Íslands verði hætt og að innleiða grænan náttúrupassa til að greiða fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum. Hagræðingarhópurinn starfaði undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar, en í honum sitja auk hans Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Með hópnum starfaði einnig Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, og Sigurður Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, auk tveggja utanaðkomandi sérfræðinga. Í tillögunum segir að Hagræðingarhópurinn hafi ekki lagt áherslu á beinar niðurskurðartillögur heldur kerfisbreytingar sem beinast að breytingum á áherslum, aðferðum og skipulagi og geta stuðlað að varanlegri hagræðingu og auknum árangri til lengri tíma. „Komist tillögurnar til framkvæmda geta þær stuðlað að tug miljarða króna ávinningi fyrir þjóðina. Sá ávinningur getur birst í lægri fjárveitingum en einnig í aukinni og bættri þjónustu,“ segir í skýrslu hópsins. Markmið hópsins er að leggja fram tillögur sem miða að því auka framleiðni í rekstri ríkisins umtalsvert. Skýrsluna má lesa hér.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira