Þetta eru tillögur hagræðingarhópsins 11. nóvember 2013 15:06 Ásmundur Einar, Vigdís Hauksdóttir, Unnur Brá og Guðlaugur Þór. Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar kynnti í dag tillögur til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Tillögur hópsins eru í 111 liðum, en engir útreikningar fylgja tillögunum. Á meðal þess sem hópurinn leggur til er að greiðslur til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðar samhliða endurskoðun á lögum um fjármál stjórnmálaflokka, framlög til þróunarmála verði endurskoðuð og nýleg hækkun dregin til baka, háskólum verði fækkað með sameiningu eða samstarf á milli háskóla aukið og að starfsemi Ríkisútvarpsins verði endurskoðuð. Þá leggur hópurinn til að fjölmiðlanefnd verði lögð niður, lögregluliðum verði fækkað í átta sem og sýslumannsembættunum. Að skoða kosti þess að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Bankasýsla ríkisins verði lögð niður, og verkefni hennar flutt til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þá vill hópurinn sameina yfirstjórnir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslenska dansflokksins, Óperunnar og Þjóðleikhússins. Stytta nám í framhaldsskólum, greiðslum til Bændasamtaka Íslands verði hætt og að innleiða grænan náttúrupassa til að greiða fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum. Hagræðingarhópurinn starfaði undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar, en í honum sitja auk hans Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Með hópnum starfaði einnig Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, og Sigurður Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, auk tveggja utanaðkomandi sérfræðinga. Í tillögunum segir að Hagræðingarhópurinn hafi ekki lagt áherslu á beinar niðurskurðartillögur heldur kerfisbreytingar sem beinast að breytingum á áherslum, aðferðum og skipulagi og geta stuðlað að varanlegri hagræðingu og auknum árangri til lengri tíma. „Komist tillögurnar til framkvæmda geta þær stuðlað að tug miljarða króna ávinningi fyrir þjóðina. Sá ávinningur getur birst í lægri fjárveitingum en einnig í aukinni og bættri þjónustu,“ segir í skýrslu hópsins. Markmið hópsins er að leggja fram tillögur sem miða að því auka framleiðni í rekstri ríkisins umtalsvert. Skýrsluna má lesa hér. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar kynnti í dag tillögur til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Tillögur hópsins eru í 111 liðum, en engir útreikningar fylgja tillögunum. Á meðal þess sem hópurinn leggur til er að greiðslur til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðar samhliða endurskoðun á lögum um fjármál stjórnmálaflokka, framlög til þróunarmála verði endurskoðuð og nýleg hækkun dregin til baka, háskólum verði fækkað með sameiningu eða samstarf á milli háskóla aukið og að starfsemi Ríkisútvarpsins verði endurskoðuð. Þá leggur hópurinn til að fjölmiðlanefnd verði lögð niður, lögregluliðum verði fækkað í átta sem og sýslumannsembættunum. Að skoða kosti þess að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Bankasýsla ríkisins verði lögð niður, og verkefni hennar flutt til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þá vill hópurinn sameina yfirstjórnir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslenska dansflokksins, Óperunnar og Þjóðleikhússins. Stytta nám í framhaldsskólum, greiðslum til Bændasamtaka Íslands verði hætt og að innleiða grænan náttúrupassa til að greiða fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum. Hagræðingarhópurinn starfaði undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar, en í honum sitja auk hans Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Með hópnum starfaði einnig Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, og Sigurður Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, auk tveggja utanaðkomandi sérfræðinga. Í tillögunum segir að Hagræðingarhópurinn hafi ekki lagt áherslu á beinar niðurskurðartillögur heldur kerfisbreytingar sem beinast að breytingum á áherslum, aðferðum og skipulagi og geta stuðlað að varanlegri hagræðingu og auknum árangri til lengri tíma. „Komist tillögurnar til framkvæmda geta þær stuðlað að tug miljarða króna ávinningi fyrir þjóðina. Sá ávinningur getur birst í lægri fjárveitingum en einnig í aukinni og bættri þjónustu,“ segir í skýrslu hópsins. Markmið hópsins er að leggja fram tillögur sem miða að því auka framleiðni í rekstri ríkisins umtalsvert. Skýrsluna má lesa hér.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira