Stofna umhverfissjóð til verndar Laugavegi Svavar Hávarðsson skrifar 29. nóvember 2013 12:07 Þúsund krónur eru nefndar sem upphæð umhverfisgjaldsins. Ef þeir sem ganga Laugaveginn greiða það gjald væru árlegar tekjur sex til átta milljónir króna. Mynd/Hreinn Óskarsson Stjórn Ferðafélags Íslands hefur stofnað umhverfissjóð til að byggja upp þjónustu og vernda náttúru í Þórsmörk, Landmannalaugum og á hinni vinsælu gönguleið þar á milli – Laugaveginum. Í fyrstu verður tekna aflað með lágu gjaldi til viðbótar við fargjöld og gistingu. Eins er Ferðafélagið að ganga frá samningum við fimm fyrirtæki sem bakhjarla sjóðsins. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins, býst við að úr nokkrum milljónum króna verði að moða strax í vor. „Síðan, árið 2015, munum við taka upp umhverfisgjald sem verður fellt inn í okkar sölu á gistingu og ferðum. Við vonumst því til að sjóðurinn verði verulega öflugur þegar fram líða stundir,“ segir Ólafur. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni þá er mat sérfræðinga að 30% af 90 kílómetra löngu stígakerfi Þórsmerkursvæðisins séu í slæmu eða afleitu ástandi. Eins var greint frá því að tugir sjálfboðaliða, margir hverjir útlendingar, hafa unnið við uppbyggingu af veikum mætti. Talið er að viðgerðir á stígakerfinu taki um áratug – með sama áframhaldi og að því gefnu að starfsfé fáist til verksins. Í stjórn umhverfissjóðs Ferðafélagsins er stefnt að því að virkja fulltrúa frá sveitarfélögunum á svæðinu – Rangárþingi ytra og eystra, Skaftárhreppi og Bláskógabyggð. Eins verður sóst eftir að fá inn í stjórn fulltrúa frá Umhverfisstofnun og bakhjörlunum fimm, sem áður voru nefndir. „Stjórnin ákveður hvert framlög renna, en fyrsta kastið er það ætlunin að þessir peningar fari til endurbóta á göngustígum og til verndar umhverfisins almennt. Einnig til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélagsins,“ segir Ólafur. Ferðafélagið lagði Laugaveginn á sínum tíma og á nokkra gistiskála sem varða veginn. Þórsmörk er síðan hið eina sanna heimasetur í huga margra félagsmanna. „Laugavegurinn, með upphafspunkta í Landmannalaugum og í Þórsmörk, er orðinn ein af tíu eftirsóttustu gönguleiðum í heimi – ef horft er til upplýsinga frá Lonely Planet og National Geographic. Uppbygging er því nauðsynleg, ekki aðeins bætt þjónusta heldur einnig að gætt sé að náttúrunni. Það stendur engum nær en Ferðafélaginu að fóstra það,“ segir Ólafur. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Stjórn Ferðafélags Íslands hefur stofnað umhverfissjóð til að byggja upp þjónustu og vernda náttúru í Þórsmörk, Landmannalaugum og á hinni vinsælu gönguleið þar á milli – Laugaveginum. Í fyrstu verður tekna aflað með lágu gjaldi til viðbótar við fargjöld og gistingu. Eins er Ferðafélagið að ganga frá samningum við fimm fyrirtæki sem bakhjarla sjóðsins. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins, býst við að úr nokkrum milljónum króna verði að moða strax í vor. „Síðan, árið 2015, munum við taka upp umhverfisgjald sem verður fellt inn í okkar sölu á gistingu og ferðum. Við vonumst því til að sjóðurinn verði verulega öflugur þegar fram líða stundir,“ segir Ólafur. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni þá er mat sérfræðinga að 30% af 90 kílómetra löngu stígakerfi Þórsmerkursvæðisins séu í slæmu eða afleitu ástandi. Eins var greint frá því að tugir sjálfboðaliða, margir hverjir útlendingar, hafa unnið við uppbyggingu af veikum mætti. Talið er að viðgerðir á stígakerfinu taki um áratug – með sama áframhaldi og að því gefnu að starfsfé fáist til verksins. Í stjórn umhverfissjóðs Ferðafélagsins er stefnt að því að virkja fulltrúa frá sveitarfélögunum á svæðinu – Rangárþingi ytra og eystra, Skaftárhreppi og Bláskógabyggð. Eins verður sóst eftir að fá inn í stjórn fulltrúa frá Umhverfisstofnun og bakhjörlunum fimm, sem áður voru nefndir. „Stjórnin ákveður hvert framlög renna, en fyrsta kastið er það ætlunin að þessir peningar fari til endurbóta á göngustígum og til verndar umhverfisins almennt. Einnig til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélagsins,“ segir Ólafur. Ferðafélagið lagði Laugaveginn á sínum tíma og á nokkra gistiskála sem varða veginn. Þórsmörk er síðan hið eina sanna heimasetur í huga margra félagsmanna. „Laugavegurinn, með upphafspunkta í Landmannalaugum og í Þórsmörk, er orðinn ein af tíu eftirsóttustu gönguleiðum í heimi – ef horft er til upplýsinga frá Lonely Planet og National Geographic. Uppbygging er því nauðsynleg, ekki aðeins bætt þjónusta heldur einnig að gætt sé að náttúrunni. Það stendur engum nær en Ferðafélaginu að fóstra það,“ segir Ólafur.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira