Umfjöllun og viðtöl: ÍR - HK 36-30 Elvar Geir Magnússon skrifar 28. nóvember 2013 21:00 ÍR-ingar reyndust sterkari á lokasprettinum gegn botnliði HK í leik liðanna í Olísdeild karla í kvöld. ÍR vann sex marka sigur en staðan var jöfn, 22-22, þegar átján mínútur voru eftir af leiknum. Breiðhyltingum hefur gengið brösuglega að undanförnu og því lífsnauðsynlegt fyrir þá að taka sigur í kvöld gegn botnliðinu á heimavelli. Fæðingin var alls ekki eins auðveld og lokatölurnar gefa til kynna. HK var skrefinu á undan lengi vel og heimamenn að gera of mörg mistök. En á lokasprettinum keyrðu ÍR-ingar yfir andstæðinga sína sem eru sjálfstraustslitlir eftir dapurt gengi. Fögnuður Breiðhyltinga í leikslok var ósvikinn enda mikill léttir að ná loksins sigri eftir þrjá tapleiki þar á undan. Björgvin Hólmgeirsson var markahæstur ÍR-inga en mörg mörk hans komu á sérlega mikilvægum augnablikum í leiknum. Arnór Freyr Stefánsson kom í markið snemma leiks og átti góðan leik.Jón Heiðar: Skulduðum fólkinu okkarJón Heiðar Gunnarsson, leikmaður ÍR, var sammála blaðamanni í því að sigurinn hafi verið lífsnauðsynlegur eftir slæmt gengi að undanförnu. "Guð minn almáttugur já. Maður var nánast búinn að gleyma því hvernig sigurtilfinning er, það er orðið svo langt síðan. Við höfum verið í lægð og síðustu þrír leikir verið skelfilega erfiðir. Fyrst klikkaði vörnin og svo sóknin," segir Jón. "Þessi sigur gerir mikið fyrir sjálfstraustið og svo töpum við ekki hér á heimavelli! Það er bara þannig! Við skulduðum fólkinu okkar það að spila betur en við höfum verið að gera." "Ég held að hungrið hafi skilað þessu. Leið og við fundum lyktina af sigrinum þá fórum við að spila af getu. Um leið og við sáum að við getum þetta urðum við betri." "Það er engin spurning að þessi hópur á heima ofar. Við erum með háleit markmið og það voru gríðarleg vonbrigði að vera í þessu sjötta sæti sem við vorum í fyrir þennan leik." ÍR-ingar sérsmíðuðu varamannabekk með strætósætum fyrir þennan leik en máttu ekki færa hann yfir í seinni hálfleiknum. Eftirlitsdómarinn bannaði það og fengu HK-ingar að nota hann eftir hlé. "Það er búið að leggja blóð, svita og tár í þennan bekk. Þetta er skýringin á því að við höfum tapað þessum leikjum. Við höfum unnið öll kvöld að því að smíða þennan bekk með hjálp frá strætó og BYKO sem útveguðu hráefnið. Bjarki, sem vinnur sem blaðberi í hlutastarfi, hefur unnið myrkrana á milli að smíða þetta. Nú er bekkurinn kominn og sigurinn kominn og við getum haldið áfram á réttri braut," segir Jón Heiðar kíminn.Samúel: Menn ekki að skrópa á æfingarSamúel Ívar Árnason, þjálfari HK, segir að andinn í hópnum sé góður þrátt fyrir að liðið vermi botnsætið. "Við erum að lenda manni færri í seinni hálfleik og erum ekki að leysa það vel. Það skildi aðeins á milli það. Þannig komust þeir inn í leikinn en fram að því fannst mér við hafa verið mun betri en þeir," segir Samúel. "Svo voru þeir að skora úr sóknum þar sem mér fannst við vera búnir að klára að vinna boltann. Það er hægt að taka fullt jákvætt úr þessum leik. Strákarnir eru að mæta tilbúnir í slaginn, eru að berjast og leggja sig fram. Smáatriðin falla ekki með okkur." "Mér fannst þetta stöngin út. Þó þeir hafi unnið með sex í lokin er það bara því þeir síga fram úr í lokin. Við erum yfir stærstan hluta leiksins en svo falla hlutirnir ekki alveg með okkur." "Það er enginn ánægður að tapa og enginn ánægður að vera á botninum en andinn í hópnum er fínn. Við erum að díla við þetta á réttan hátt. Við erum með ungt lið og það tekur tíma fyrir menn að læra að vera í stórum hlutverkum. Þessir strákar hafa ekki verið að væla eða skrópa á æfingum eða vorkennt sjálfum sér. Við vinnum bara áfram í okkar málum." Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
ÍR-ingar reyndust sterkari á lokasprettinum gegn botnliði HK í leik liðanna í Olísdeild karla í kvöld. ÍR vann sex marka sigur en staðan var jöfn, 22-22, þegar átján mínútur voru eftir af leiknum. Breiðhyltingum hefur gengið brösuglega að undanförnu og því lífsnauðsynlegt fyrir þá að taka sigur í kvöld gegn botnliðinu á heimavelli. Fæðingin var alls ekki eins auðveld og lokatölurnar gefa til kynna. HK var skrefinu á undan lengi vel og heimamenn að gera of mörg mistök. En á lokasprettinum keyrðu ÍR-ingar yfir andstæðinga sína sem eru sjálfstraustslitlir eftir dapurt gengi. Fögnuður Breiðhyltinga í leikslok var ósvikinn enda mikill léttir að ná loksins sigri eftir þrjá tapleiki þar á undan. Björgvin Hólmgeirsson var markahæstur ÍR-inga en mörg mörk hans komu á sérlega mikilvægum augnablikum í leiknum. Arnór Freyr Stefánsson kom í markið snemma leiks og átti góðan leik.Jón Heiðar: Skulduðum fólkinu okkarJón Heiðar Gunnarsson, leikmaður ÍR, var sammála blaðamanni í því að sigurinn hafi verið lífsnauðsynlegur eftir slæmt gengi að undanförnu. "Guð minn almáttugur já. Maður var nánast búinn að gleyma því hvernig sigurtilfinning er, það er orðið svo langt síðan. Við höfum verið í lægð og síðustu þrír leikir verið skelfilega erfiðir. Fyrst klikkaði vörnin og svo sóknin," segir Jón. "Þessi sigur gerir mikið fyrir sjálfstraustið og svo töpum við ekki hér á heimavelli! Það er bara þannig! Við skulduðum fólkinu okkar það að spila betur en við höfum verið að gera." "Ég held að hungrið hafi skilað þessu. Leið og við fundum lyktina af sigrinum þá fórum við að spila af getu. Um leið og við sáum að við getum þetta urðum við betri." "Það er engin spurning að þessi hópur á heima ofar. Við erum með háleit markmið og það voru gríðarleg vonbrigði að vera í þessu sjötta sæti sem við vorum í fyrir þennan leik." ÍR-ingar sérsmíðuðu varamannabekk með strætósætum fyrir þennan leik en máttu ekki færa hann yfir í seinni hálfleiknum. Eftirlitsdómarinn bannaði það og fengu HK-ingar að nota hann eftir hlé. "Það er búið að leggja blóð, svita og tár í þennan bekk. Þetta er skýringin á því að við höfum tapað þessum leikjum. Við höfum unnið öll kvöld að því að smíða þennan bekk með hjálp frá strætó og BYKO sem útveguðu hráefnið. Bjarki, sem vinnur sem blaðberi í hlutastarfi, hefur unnið myrkrana á milli að smíða þetta. Nú er bekkurinn kominn og sigurinn kominn og við getum haldið áfram á réttri braut," segir Jón Heiðar kíminn.Samúel: Menn ekki að skrópa á æfingarSamúel Ívar Árnason, þjálfari HK, segir að andinn í hópnum sé góður þrátt fyrir að liðið vermi botnsætið. "Við erum að lenda manni færri í seinni hálfleik og erum ekki að leysa það vel. Það skildi aðeins á milli það. Þannig komust þeir inn í leikinn en fram að því fannst mér við hafa verið mun betri en þeir," segir Samúel. "Svo voru þeir að skora úr sóknum þar sem mér fannst við vera búnir að klára að vinna boltann. Það er hægt að taka fullt jákvætt úr þessum leik. Strákarnir eru að mæta tilbúnir í slaginn, eru að berjast og leggja sig fram. Smáatriðin falla ekki með okkur." "Mér fannst þetta stöngin út. Þó þeir hafi unnið með sex í lokin er það bara því þeir síga fram úr í lokin. Við erum yfir stærstan hluta leiksins en svo falla hlutirnir ekki alveg með okkur." "Það er enginn ánægður að tapa og enginn ánægður að vera á botninum en andinn í hópnum er fínn. Við erum að díla við þetta á réttan hátt. Við erum með ungt lið og það tekur tíma fyrir menn að læra að vera í stórum hlutverkum. Þessir strákar hafa ekki verið að væla eða skrópa á æfingum eða vorkennt sjálfum sér. Við vinnum bara áfram í okkar málum."
Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira