Getið troðið gagnrýninni þar sem sólin ekki skín 9. desember 2013 07:46 Peyton í kuldanum í gær. Helgin í NFL-deildinni var hreint út sagt ótrúleg og muna menn vart eftir annarri eins dramatík og boðið var upp á í leikjum gærdagsins. Tom Brady kom til baka með New England enn eina ferðina. Að þessu sinni skoraði liðið tvö snertimörk á síðustu 30 sekúndum leiksins og tryggði liðinu lygilegan sigur. Baltimore og Minnesota skiptust sex sinnum á að hafa forystuna í fjórða leikhluta og í öll skiptin voru skoruð snertimörk. Þar af komu fjögur á síðustu 150 sekúndum leiksins. San Francisco sendi svo út sterk skilaboð með því að leggja Seattle á heimavelli sínum í stór leik helgarinnar. New Orleans vann svo uppgjörið gegn Carolina en bæði lið voru 9-3 fyrir leikinn í nótt. Besti leikmaður deildarinnar, Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, er þekktur heiðursmaður sem aldrei rífur kjaft. Hann var aldrei þessu vant pirraður eftir risasigur sinna manna á Tennessee. Ástæðan er sú að um lítið annað var fjallað í aðdraganda leiksins en hversu slakur hann væri þegar hitinn væri undir frostmarki. Hann gaf gagnrýnendum langt nef með frammistöðu sinni í kuldanum í gær. Hann kastaði um 400 jarda og þar af fjórum boltum fyrir snertimarki. "Þeir sem voru að gagnrýna mig geta troðið henni þar sem sólin ekki skín," sagði Manning eftir leikinn en það er fáheyrt að hann rífi kjaft. Í leiknum var síðan slegið NFL-metið yfir lengsta vallarmark sögunnar. Matt Prater sparkaði þá 64 jarda vallarmark fyrir Denver og skráði sig um leið í sögubækurnar. Það er um 60 metra langt spark.Úrslit: Baltimore-Minnesota 29-26 Cincinnati-Indianapolis 42-28 Green Bay-Atlanta 22-21 New England-Cleveland 27-26 NY Jets-Oakland 37-27 Philadelphia-Detroit 34-20 Pittsburgh-Miami 28-34 Tampa Bay-Buffalo 27-6 Washington-Kansas City 10-45 Denver-Tennessee 51-28 Arizona-St. Louis 30-10 San Diego-NY Giants 37-14 San Francisco-Seattle 19-17 New Orleans-Carolina 31-13Staðan í deildinni. NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira
Helgin í NFL-deildinni var hreint út sagt ótrúleg og muna menn vart eftir annarri eins dramatík og boðið var upp á í leikjum gærdagsins. Tom Brady kom til baka með New England enn eina ferðina. Að þessu sinni skoraði liðið tvö snertimörk á síðustu 30 sekúndum leiksins og tryggði liðinu lygilegan sigur. Baltimore og Minnesota skiptust sex sinnum á að hafa forystuna í fjórða leikhluta og í öll skiptin voru skoruð snertimörk. Þar af komu fjögur á síðustu 150 sekúndum leiksins. San Francisco sendi svo út sterk skilaboð með því að leggja Seattle á heimavelli sínum í stór leik helgarinnar. New Orleans vann svo uppgjörið gegn Carolina en bæði lið voru 9-3 fyrir leikinn í nótt. Besti leikmaður deildarinnar, Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, er þekktur heiðursmaður sem aldrei rífur kjaft. Hann var aldrei þessu vant pirraður eftir risasigur sinna manna á Tennessee. Ástæðan er sú að um lítið annað var fjallað í aðdraganda leiksins en hversu slakur hann væri þegar hitinn væri undir frostmarki. Hann gaf gagnrýnendum langt nef með frammistöðu sinni í kuldanum í gær. Hann kastaði um 400 jarda og þar af fjórum boltum fyrir snertimarki. "Þeir sem voru að gagnrýna mig geta troðið henni þar sem sólin ekki skín," sagði Manning eftir leikinn en það er fáheyrt að hann rífi kjaft. Í leiknum var síðan slegið NFL-metið yfir lengsta vallarmark sögunnar. Matt Prater sparkaði þá 64 jarda vallarmark fyrir Denver og skráði sig um leið í sögubækurnar. Það er um 60 metra langt spark.Úrslit: Baltimore-Minnesota 29-26 Cincinnati-Indianapolis 42-28 Green Bay-Atlanta 22-21 New England-Cleveland 27-26 NY Jets-Oakland 37-27 Philadelphia-Detroit 34-20 Pittsburgh-Miami 28-34 Tampa Bay-Buffalo 27-6 Washington-Kansas City 10-45 Denver-Tennessee 51-28 Arizona-St. Louis 30-10 San Diego-NY Giants 37-14 San Francisco-Seattle 19-17 New Orleans-Carolina 31-13Staðan í deildinni.
NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira