NBA í nótt: Tíu leikja sigurgöngu Miami lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2013 08:05 Andre Drumond í leiknum gegn Miami í nótt. Mynd/AP Meistararnir í Miami Heat töpuðu óvænt fyrir Detroit Pistons á heimavelli sínum í NBA-deildinni í körfubolta en alls fóru átta leikir fram í nótt. Alls komust sjö leikmenn Detroit í tveggja stafa tölu í stigaskorun en Andre Drummond, sem átti stórleik gegn Philadelphia á sunnudagskvöld, tók átján fráköst í leiknum auk þess að skora tíu stig. Detroit náði mest átján stiga forystu í leiknum áður en Miami náði að minnka muninn í þrjú stig í fjórða leikhluta. Detroit lét þó forystuna aldrei af hendi. LeBron James og Michael Beasley skoruðu 23 stig hvor fyrir Miami sem var án Dwayne Wade. Hann hvíldi í leiknum til að hlífa hnénu sínu en þetta er fjórði leikurinn sem Wade missir af í vetur.Philadelphia vann Orlando, 126-125, í tvíframlengdum leik þar sem nýliðinn Michael Carter-Williams var með þrefalda tvennu í fyrsta sinn á ferlinum - 27 stig, tólf fráköst og tíu stoðsendingar. Philadelphia hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir sigurinn í nótt en samantekt af frammistöðu Carter-Williams má sjá hér fyrir ofan. Arron Affalo skoraði 43 stig fyrir Orlando og Glen Davis 33 stig. Báðir bættu þar með persónulegt met sitt í stigaskorun. Þá náði annar nýliði, Victor Oladipo, einnig tvöfaldri tvennu í leiknum, 26 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar, en hann leikur með Orlando.Denver vann Brooklyn, 111-87, og þar með sinn sjöunda sigur í röð. Sem fyrr voru varamenn Denver öflugir í leiknum en alls skoruðu þeir 57 stig í leiknum. Timofey Mozgov var með sautján stig og 20 fráköst alls. Oklahoma City vann San Antonio, 97-95. Þetta var áttundi sigur Oklahoma City í röð en Kevin Durant var með 27 stig og ellefu fráköst.Úrslit næturinnar: Philadelphia - Orlando 126-125 (tvíframlengt) Boston - Milwaukee 108-100 Brooklyn - Denver 87-111 Miami - Detroit 97-107 Memphis - Phoenix 110-91 Dallas - Charlotte 89-82 San Antonio - Oklahoma City 95-97 Golden State - Toronto 112-103 NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Meistararnir í Miami Heat töpuðu óvænt fyrir Detroit Pistons á heimavelli sínum í NBA-deildinni í körfubolta en alls fóru átta leikir fram í nótt. Alls komust sjö leikmenn Detroit í tveggja stafa tölu í stigaskorun en Andre Drummond, sem átti stórleik gegn Philadelphia á sunnudagskvöld, tók átján fráköst í leiknum auk þess að skora tíu stig. Detroit náði mest átján stiga forystu í leiknum áður en Miami náði að minnka muninn í þrjú stig í fjórða leikhluta. Detroit lét þó forystuna aldrei af hendi. LeBron James og Michael Beasley skoruðu 23 stig hvor fyrir Miami sem var án Dwayne Wade. Hann hvíldi í leiknum til að hlífa hnénu sínu en þetta er fjórði leikurinn sem Wade missir af í vetur.Philadelphia vann Orlando, 126-125, í tvíframlengdum leik þar sem nýliðinn Michael Carter-Williams var með þrefalda tvennu í fyrsta sinn á ferlinum - 27 stig, tólf fráköst og tíu stoðsendingar. Philadelphia hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir sigurinn í nótt en samantekt af frammistöðu Carter-Williams má sjá hér fyrir ofan. Arron Affalo skoraði 43 stig fyrir Orlando og Glen Davis 33 stig. Báðir bættu þar með persónulegt met sitt í stigaskorun. Þá náði annar nýliði, Victor Oladipo, einnig tvöfaldri tvennu í leiknum, 26 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar, en hann leikur með Orlando.Denver vann Brooklyn, 111-87, og þar með sinn sjöunda sigur í röð. Sem fyrr voru varamenn Denver öflugir í leiknum en alls skoruðu þeir 57 stig í leiknum. Timofey Mozgov var með sautján stig og 20 fráköst alls. Oklahoma City vann San Antonio, 97-95. Þetta var áttundi sigur Oklahoma City í röð en Kevin Durant var með 27 stig og ellefu fráköst.Úrslit næturinnar: Philadelphia - Orlando 126-125 (tvíframlengt) Boston - Milwaukee 108-100 Brooklyn - Denver 87-111 Miami - Detroit 97-107 Memphis - Phoenix 110-91 Dallas - Charlotte 89-82 San Antonio - Oklahoma City 95-97 Golden State - Toronto 112-103
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira