Heilræðabók Fluguveiðimannsins Karl Lúðvíksson skrifar 3. desember 2013 11:12 Stefán Jón Hafstein var að gefa út bók fyrir fluguveiðimenn sem heitir Fluguveiðiráð og er, eins og nafnið bendir til, stútfull af góðum ráðum til þeirra sem eru nýbyrjaðir sem lengra komnir í fluguveiði. Bókin er virkilega vel skrifuð og það er klárt mál að allir eiga eftir að finna eitt eða tvö, jafnvel fleiri, ráð til að ná fiski sem er erfiður viðureignar. Stefán Jón hefur sérstaklega góð tók á því að koma góðum ráðum til skila á skýran og greinargóðan hátt svo það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar gott ráð blasir við er "hvert get ég farið til að prófa þetta?" Þér er kennt að veiða markvisst og skipulega með þeim aðferðum sem þekktar eru og oft er það þannig að hið augljósa blasir við þegar gömul augnablik við veiðar koma upp í hugann og gott ráð sem hefði verið gott að vita er lýst svo vel að auðvelt er að sjá fyrir sér hvernig næsti fiskur fellur fyrir því bragði. Bókinni er að finna sérkafla um laxveiði, sjóbleikjuveiði, urriðaveiði og vatnaveiði. Þá er farið ítarlega í flugurnar sem veiðimönnum er kennt að velja eftir aðstæðum en kaflarnir eru um þurrflugur, straumflugur og púpur. Við fyrsta lestur bókarinnar náði hún því sem ég held að höfundur hafi ætlast til af henni, en það er að fá lesandann til að rifja upp í huganum atvik þar sem kastað jafi verið fyrir fisk sem ekkert vildi taka og sjá í bókinni ráð sem hafi ekki verið prófað en hefði líklega landað þessum stóra. Það er það sem ég upplifði við að lesa þessa bók og það er það sem ég bíð eftir að gera. Ég held að þessi bók verði mikið notuð næsta sumar. Fallegar skýringarmyndir eru í bókinni eftir Lárus Karl Ingason. Stangveiði Mest lesið Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Farið að sjatna í Norðurá Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Óvenjulega rólegur maí í Elliðavatni Veiði
Stefán Jón Hafstein var að gefa út bók fyrir fluguveiðimenn sem heitir Fluguveiðiráð og er, eins og nafnið bendir til, stútfull af góðum ráðum til þeirra sem eru nýbyrjaðir sem lengra komnir í fluguveiði. Bókin er virkilega vel skrifuð og það er klárt mál að allir eiga eftir að finna eitt eða tvö, jafnvel fleiri, ráð til að ná fiski sem er erfiður viðureignar. Stefán Jón hefur sérstaklega góð tók á því að koma góðum ráðum til skila á skýran og greinargóðan hátt svo það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar gott ráð blasir við er "hvert get ég farið til að prófa þetta?" Þér er kennt að veiða markvisst og skipulega með þeim aðferðum sem þekktar eru og oft er það þannig að hið augljósa blasir við þegar gömul augnablik við veiðar koma upp í hugann og gott ráð sem hefði verið gott að vita er lýst svo vel að auðvelt er að sjá fyrir sér hvernig næsti fiskur fellur fyrir því bragði. Bókinni er að finna sérkafla um laxveiði, sjóbleikjuveiði, urriðaveiði og vatnaveiði. Þá er farið ítarlega í flugurnar sem veiðimönnum er kennt að velja eftir aðstæðum en kaflarnir eru um þurrflugur, straumflugur og púpur. Við fyrsta lestur bókarinnar náði hún því sem ég held að höfundur hafi ætlast til af henni, en það er að fá lesandann til að rifja upp í huganum atvik þar sem kastað jafi verið fyrir fisk sem ekkert vildi taka og sjá í bókinni ráð sem hafi ekki verið prófað en hefði líklega landað þessum stóra. Það er það sem ég upplifði við að lesa þessa bók og það er það sem ég bíð eftir að gera. Ég held að þessi bók verði mikið notuð næsta sumar. Fallegar skýringarmyndir eru í bókinni eftir Lárus Karl Ingason.
Stangveiði Mest lesið Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Farið að sjatna í Norðurá Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Óvenjulega rólegur maí í Elliðavatni Veiði