Tvær og hálf milljón á fjóra staði í úthlutun Afrekskvennasjóðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2013 22:10 Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í nóvember og bárust alls 67 umsóknir frá afrekskonum og afrekskvennahópum á öllum aldri. Mynd/Stefán Fjórir aðilar fengu úthlutað í dag úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ en markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á staðnum og tók þessar myndir hér fyrir neðan. 67 sóttu um að þessu sinni en stjórnakonur sjóðsins, þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir, völdu út fjórar konur eða kvennahópa sem fengu styrk í þessari níundu úthlutun sjóðsins. Strandblakskonurnar Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir úr HK fengu 500 þúsund krónur vegna verkefna á árinu 2014. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni fékk 500 þúsund krónur vegna þátttöku í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Erna Friðriksdóttir úr Skíðafélaginu í Stafdal fékk 500 þúsund vegna undirbúnings og keppni á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Skíðasamband Íslands fékk síðan eina milljón í styrk vegna undirbúnings og þátttöku landsliðskvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í febrúar næstkomandi.Mynd/StefánNíunda úthlutun úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ Sjóðsstjórn hefur farið yfir umsóknir vegna úthlutunar úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ 2013. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stjórn sjóðsins skipa þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 67 talsins. Sem fyrr var sjóðsstjórninni vandi á höndum við að velja úr metnaðarfullum umsóknum sem glöggt sýna kraftinn í afreksíþróttakonum þessa lands. Eftirtaldar íþróttakonur fá styrk að þessu sinni: Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir strandblakskonur HK (500 þúsund) vegna verkefna á árinu 2014. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær náð eftirtektarverðum árangri í grein sinni sem er í uppbyggingu hér á landi. Síðastliðin tvö ár hafa þær orðið Íslandsmeistarar fullorðinna og U19 í grein sinni. Jafnframt urðu þær Norður-Evrópumeistarar í U19 ára flokki. Á næsta ári munu þær m.a. taka þátt í Evrópumóti U23 og U21 ásamt undankeppni Ólympíuleikanna 2016. Samhliða strandblaksiðkun æfa þær jafnframt blak, nýverið var Berglind Gígja tilnefnd blakkona ársins 2013 af stjórn BLÍ.Valdís Þóra Jónsdóttir Golfklúbbnum Leyni (500 þúsund) fær styrk vegna þátttöku í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Valdís er fjórða íslenska konan sem tekur þátt í úrtökumóti Evrópuraðarinnar, til þessa hefur einungis einni tekist að tryggja sér þátttökurétt á mótaröðinni. Valdís komst á 2. stig úrtökumótsins en tókst ekki að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni að þessu sinni. Valdís mun á næsta ári taka þátt í hliðarmótaröð Evrópumótaraðarinnar – LET Access tour. Valdís Þóra hefur nýverið gefið upp áhugamannaréttindi sín í golfi og sett sér metnaðarfull markmið um að ná langt í sinni grein. Erna Friðriksdóttir Skíðafélaginu í Stafdal (500 þúsund) fær styrk vegna undirbúnings og keppni á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Erna er hreyfihömluð og keppir í svigi og stórsvigi á sérhönnuðum skíðasleða. Erna stundar nú eins og undangengna vetur skíðaþjálfun í Winter Park í Colorado. Með markvissum æfingum hefur Erna náð að klífa heimslistann jafnt og þétt. Erna er nú að taka þátt í annað sinn á Vetrarólympíumóti fatlaðra en hún var einnig þátttakandi á leikunum í Vancouver. Reynslunni ríkari stefnir Erna enn hærra nú en á leikunum fyrir fjórum árum.Skíðasamband Íslands (1 milljón) fær styrk vegna undirbúnings og þátttöku landsliðskvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í febrúar n.k. Í Ólympíuhópi SKÍ eru fjórar stúlkur í alpagreinum sem keppast við að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í Sochi í Rússlandi á komandi ári. Mikil ferðalög og kostnaður fylgja því að sækja mót er telja til stiga á stigalista Alþjóða skíðasambandsins sem notaður er til grundvallar þegar keppendur eru valdir á Vetrarólympíuleikana. Íslensku stúlkurnar hafa verið að ná góðum árangri á mótum á Norðurlöndunum undanfarnar vikur. Ekki verður ljóst fyrr en þegar líða fer á janúarmánuð hversu mörgum þeirra tekst að tryggja sér þátttökurétt.Mynd/StefánMynd/StefánMynd/StefánMynd/Stefán Íþróttir Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sjá meira
Fjórir aðilar fengu úthlutað í dag úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ en markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á staðnum og tók þessar myndir hér fyrir neðan. 67 sóttu um að þessu sinni en stjórnakonur sjóðsins, þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir, völdu út fjórar konur eða kvennahópa sem fengu styrk í þessari níundu úthlutun sjóðsins. Strandblakskonurnar Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir úr HK fengu 500 þúsund krónur vegna verkefna á árinu 2014. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni fékk 500 þúsund krónur vegna þátttöku í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Erna Friðriksdóttir úr Skíðafélaginu í Stafdal fékk 500 þúsund vegna undirbúnings og keppni á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Skíðasamband Íslands fékk síðan eina milljón í styrk vegna undirbúnings og þátttöku landsliðskvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í febrúar næstkomandi.Mynd/StefánNíunda úthlutun úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ Sjóðsstjórn hefur farið yfir umsóknir vegna úthlutunar úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ 2013. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stjórn sjóðsins skipa þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 67 talsins. Sem fyrr var sjóðsstjórninni vandi á höndum við að velja úr metnaðarfullum umsóknum sem glöggt sýna kraftinn í afreksíþróttakonum þessa lands. Eftirtaldar íþróttakonur fá styrk að þessu sinni: Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir strandblakskonur HK (500 þúsund) vegna verkefna á árinu 2014. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær náð eftirtektarverðum árangri í grein sinni sem er í uppbyggingu hér á landi. Síðastliðin tvö ár hafa þær orðið Íslandsmeistarar fullorðinna og U19 í grein sinni. Jafnframt urðu þær Norður-Evrópumeistarar í U19 ára flokki. Á næsta ári munu þær m.a. taka þátt í Evrópumóti U23 og U21 ásamt undankeppni Ólympíuleikanna 2016. Samhliða strandblaksiðkun æfa þær jafnframt blak, nýverið var Berglind Gígja tilnefnd blakkona ársins 2013 af stjórn BLÍ.Valdís Þóra Jónsdóttir Golfklúbbnum Leyni (500 þúsund) fær styrk vegna þátttöku í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Valdís er fjórða íslenska konan sem tekur þátt í úrtökumóti Evrópuraðarinnar, til þessa hefur einungis einni tekist að tryggja sér þátttökurétt á mótaröðinni. Valdís komst á 2. stig úrtökumótsins en tókst ekki að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni að þessu sinni. Valdís mun á næsta ári taka þátt í hliðarmótaröð Evrópumótaraðarinnar – LET Access tour. Valdís Þóra hefur nýverið gefið upp áhugamannaréttindi sín í golfi og sett sér metnaðarfull markmið um að ná langt í sinni grein. Erna Friðriksdóttir Skíðafélaginu í Stafdal (500 þúsund) fær styrk vegna undirbúnings og keppni á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Erna er hreyfihömluð og keppir í svigi og stórsvigi á sérhönnuðum skíðasleða. Erna stundar nú eins og undangengna vetur skíðaþjálfun í Winter Park í Colorado. Með markvissum æfingum hefur Erna náð að klífa heimslistann jafnt og þétt. Erna er nú að taka þátt í annað sinn á Vetrarólympíumóti fatlaðra en hún var einnig þátttakandi á leikunum í Vancouver. Reynslunni ríkari stefnir Erna enn hærra nú en á leikunum fyrir fjórum árum.Skíðasamband Íslands (1 milljón) fær styrk vegna undirbúnings og þátttöku landsliðskvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í febrúar n.k. Í Ólympíuhópi SKÍ eru fjórar stúlkur í alpagreinum sem keppast við að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í Sochi í Rússlandi á komandi ári. Mikil ferðalög og kostnaður fylgja því að sækja mót er telja til stiga á stigalista Alþjóða skíðasambandsins sem notaður er til grundvallar þegar keppendur eru valdir á Vetrarólympíuleikana. Íslensku stúlkurnar hafa verið að ná góðum árangri á mótum á Norðurlöndunum undanfarnar vikur. Ekki verður ljóst fyrr en þegar líða fer á janúarmánuð hversu mörgum þeirra tekst að tryggja sér þátttökurétt.Mynd/StefánMynd/StefánMynd/StefánMynd/Stefán
Íþróttir Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sjá meira