Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar ekki að vera viðstaddur opnunar- eða lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi á næsta ári.
Enginn fyrrverandi forseti eða varaforseti verður heldur viðstaddur og forsetafrúin ætlar einnig að láta sig vanta. Þetta verður í fyrsta sinn frá árinu 2000 sem bandaríkjamenn senda engan af sínum hæst settu embættismönnum á Ólympíuleika.
Talsmaður Obama segir að þetta skýrist af því að forsetinn hafi ekki pláss fyrir Rússlandsheimsókn í dagskrá sinni, en afstaða Rússa til samkynhneigðra, sem hefur verið harðlega gagnrýnd, hefur vafalaust mest áhrif.
Og það vekur athyglil að í sendinefnd Bandaríkjamanna sem fer á leikanna, og Hvíta húsið velur, eru tvær samkynhneigðar íþróttakonur, tennis stjarnan Billie Jean King, og Íshokkíspilarinn Caitlin Calhow.
Erlent