Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Karl Lúðvíksson skrifar 17. desember 2013 11:22 Nýjasta tölublað Veiðimannsins er komið út en þetta er 197. tölublað þessa skemmtilega málgagns veiðimanna en blaðið er eins og venjulega fullt af fróðleik og góðum ráðum fyrir alla sem stunda veiði. Í blaðinu er meðal annars viðtal við Óla Kr., rætt er við "stórlaxadanann" Nils Folmer Jörgensen, Egill Gudjohnsen segir frá skemmtilegum veiðiatvikum, Stefán Jón Hafstein gefur veiðiráð o.fl. Eins má geta þess að söluskrá SVFR er komin út en þetta er einmitt árstíminn sem margir félagsmenn SVFR nota til að fara yfir það sem á að bóka fyrir næsta sumar. Hvert straumur félagsmanna liggur er erfitt að segja en að venju má reikna með að mikið verði bókað í Sogið, Langá og eins Steinsmýrarvötn en þau eru ný hjá félaginu. Veiðin þar hefur verið mjög góð og svæðið hentar öllum til veiða, er aðgengilegt og fjölskylduvænt. Úthlutanir far fram á nýju ári og að þeim loknum eru leyfi seld á almennum markaði. Stangveiði Mest lesið Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Farið að sjatna í Norðurá Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Óvenjulega rólegur maí í Elliðavatni Veiði
Nýjasta tölublað Veiðimannsins er komið út en þetta er 197. tölublað þessa skemmtilega málgagns veiðimanna en blaðið er eins og venjulega fullt af fróðleik og góðum ráðum fyrir alla sem stunda veiði. Í blaðinu er meðal annars viðtal við Óla Kr., rætt er við "stórlaxadanann" Nils Folmer Jörgensen, Egill Gudjohnsen segir frá skemmtilegum veiðiatvikum, Stefán Jón Hafstein gefur veiðiráð o.fl. Eins má geta þess að söluskrá SVFR er komin út en þetta er einmitt árstíminn sem margir félagsmenn SVFR nota til að fara yfir það sem á að bóka fyrir næsta sumar. Hvert straumur félagsmanna liggur er erfitt að segja en að venju má reikna með að mikið verði bókað í Sogið, Langá og eins Steinsmýrarvötn en þau eru ný hjá félaginu. Veiðin þar hefur verið mjög góð og svæðið hentar öllum til veiða, er aðgengilegt og fjölskylduvænt. Úthlutanir far fram á nýju ári og að þeim loknum eru leyfi seld á almennum markaði.
Stangveiði Mest lesið Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Farið að sjatna í Norðurá Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Óvenjulega rólegur maí í Elliðavatni Veiði