Benedikt vann þriðju umferð Crossbollans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2013 22:15 MyndiArnold Björnsson Benedikt Jónasson vann öruggan sigur í þriðju umferð Crossbollans sem fór fram um helgina en Crossbollinn er cyclocross mótaröð hjólreiðafélagsins Tindur. 30 keppendur þurftu að glíma við sannkallaðar vetraraðstæður en þeir tóku af stað í snjókomu og brautin var mjög hál. Emil Þór Guðmundsson og Benedikt Jónasson tóku forystuna strax í upphafi en fljótlega fór Benedikt þó fram úr. Hann jók forskot sitt jafnt og þétt út alla keppnina og landaði öruggu fyrsta sæti. Emil átti einnig góða keppni og var öruggur með annað sætið þótt honum hafi ekki tekist að ógna sigri Benedikts. Á eftir Emil Þór kom svo Óskar Ómarsson í þriðja sæti en Ingvar Ómarsson, sigurvegari fyrstu tveggja umferðanna, sleit keðju og missti þar af fremstu mönnum snemma í keppninni. Keppnirnar í Crossbollanum fara fram á stuttum og skemmtilegum brautum og er hver keppni 45 mínútur. Cyclocross er vetrargrein hjólreiða og eru keppnirnar haldnar í öllum aðstæðum sem Íslenskt veðurfar hefur uppá að bjóða. Allir ættu að geta tekið þátt, bæði cyclocross hjól ásamt fjallahjólum eru leyfð í þessum keppnum og er keppnin tiltölulega einföld en þó þurfa keppendur til dæmis að hoppa af hjóli sínu til að hlaupa upp stuttar en brattar brekkur. Keppnirnar eru einnig mjög áhorfendavænar þar sem þær fara fram á litlum afmörkuðum svæðum. Cyclocross er yfir 100 ára gömul keppnisgrein á heimsvísu en aðeins eru tæp 2 ár síðan Tindur hélt fyrstu cyclocross keppnina sem haldin hefur verið hérlendis. Greinin hefur verið gríðarlega vinsæl í Evrópu, sérstaklega í Belgíu en er nú í mikilli uppsveiflu á heimsvísu og er t.d. algjört cyclocross æði í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá keppninni sem og flottar myndir sem Arnold Björnsson tók af keppendunum.Benedikt JónassonMynd/Arnold BjörnssonÓskar Ómarsson.MyndiArnold BjörnssonEmil Þór GuðmundssonMynd/Arnold BjörnssonEmil Þór Guðmundsson.Mynd/Arnold BjörnssonÓskar ÓmarssonMynd/Arnold BjörnssonBenedikt Jónasson.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson Íþróttir Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Sjá meira
Benedikt Jónasson vann öruggan sigur í þriðju umferð Crossbollans sem fór fram um helgina en Crossbollinn er cyclocross mótaröð hjólreiðafélagsins Tindur. 30 keppendur þurftu að glíma við sannkallaðar vetraraðstæður en þeir tóku af stað í snjókomu og brautin var mjög hál. Emil Þór Guðmundsson og Benedikt Jónasson tóku forystuna strax í upphafi en fljótlega fór Benedikt þó fram úr. Hann jók forskot sitt jafnt og þétt út alla keppnina og landaði öruggu fyrsta sæti. Emil átti einnig góða keppni og var öruggur með annað sætið þótt honum hafi ekki tekist að ógna sigri Benedikts. Á eftir Emil Þór kom svo Óskar Ómarsson í þriðja sæti en Ingvar Ómarsson, sigurvegari fyrstu tveggja umferðanna, sleit keðju og missti þar af fremstu mönnum snemma í keppninni. Keppnirnar í Crossbollanum fara fram á stuttum og skemmtilegum brautum og er hver keppni 45 mínútur. Cyclocross er vetrargrein hjólreiða og eru keppnirnar haldnar í öllum aðstæðum sem Íslenskt veðurfar hefur uppá að bjóða. Allir ættu að geta tekið þátt, bæði cyclocross hjól ásamt fjallahjólum eru leyfð í þessum keppnum og er keppnin tiltölulega einföld en þó þurfa keppendur til dæmis að hoppa af hjóli sínu til að hlaupa upp stuttar en brattar brekkur. Keppnirnar eru einnig mjög áhorfendavænar þar sem þær fara fram á litlum afmörkuðum svæðum. Cyclocross er yfir 100 ára gömul keppnisgrein á heimsvísu en aðeins eru tæp 2 ár síðan Tindur hélt fyrstu cyclocross keppnina sem haldin hefur verið hérlendis. Greinin hefur verið gríðarlega vinsæl í Evrópu, sérstaklega í Belgíu en er nú í mikilli uppsveiflu á heimsvísu og er t.d. algjört cyclocross æði í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá keppninni sem og flottar myndir sem Arnold Björnsson tók af keppendunum.Benedikt JónassonMynd/Arnold BjörnssonÓskar Ómarsson.MyndiArnold BjörnssonEmil Þór GuðmundssonMynd/Arnold BjörnssonEmil Þór Guðmundsson.Mynd/Arnold BjörnssonÓskar ÓmarssonMynd/Arnold BjörnssonBenedikt Jónasson.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson
Íþróttir Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Sjá meira