Gautaborg United sem Alexander Stefánsson og Ingólfur Hilmar Guðjónsson leika með skelltu Tuve 3-0 í síðasta leik sínum í miðriðli Superettunnar, þriðju efstu deildar í blaki í Svíþjóð.
Gautaborg vann þar með riðilinn en liðið vann níu af tíu leikjum sínum og tekur sæti í næst eftur deild eftir áramót þar sem sex lið berjast um sæti í efstu deild á næsta tímabili.
Alexander og Ingólfur Hilmar leika stórt hlutverk í liði Gautaborgar en þeir gengu til liðs við félagið í sumar frá uppeldisfélagi sínu HK.
Gautaborg United hefur leikið betur og betur eftir því sem liðið hefur á tímabilið og er til alls líklegt í Allsvenskunni á nýju ári.
Tvö lið komust í Allsvenskuna úr hverjum þriggja riðlanna í Superettunni og ljóst að allir leikirnir verða spennandi og hart verður barist um sæti í efstu deild.
Gautaborg United vann miðriðil Superettunnar
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Róbert hættir hjá HSÍ
Handbolti




Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum
Íslenski boltinn



Erfið endurkoma hjá De Bruyne
Fótbolti
