Bardagakappinn Gunnar Nelson er klár í slaginn fyrir einvígið gegn Rússanum Omari Akhmedov í London í mars.
Gunnar átti að berjast í þriðja sinn í UFC í Las Vegas í maí. Meiðsli á hné komu í veg fyrir að hann gæti keppt. Þá lenti hann í bílveltu á Þjórsárdalsvegi í október.
„Ég er orðinn stálsleginn og ekkert fundið fyrir hnénu í marga mánuði. Svo lentum við í þessari veltu og sárin eru alveg gróin,“ sagði Gunnar í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Gunnar er ósigraður í hringnum og stefnir ekki á að það breytist.
„Ég spái voða lítið í að tapa. Það skiptir eiginlega ekki máli á móti hverjum þú ferð. Hugarfarið er það sama. Þú heldur þínu striki og horfir á lausnina.“
„Ég spái voða lítið í að tapa“
Tengdar fréttir

Gunnar Nelson snýr aftur í UFC
Berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London í mars. "Ég hef horft á síðustu tvo bardaga með honum og hann virkar bara helvíti góður,“ segir Gunnar.