Lyfjaráð Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur gefið bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, fyrir árið 2014 út á íslensku.
WADA gefur árlega út lista yfir þau efni og aðferðir sem bönnuð eru við iðkun íþrótta. Listann má nálgast hér. Auk þess gefur WADA út sérstakan eftirlitslista yfir þau efni sem ekki eru bönnuð en þó fylgst sérstaklega með notkun á. Þann lista má nálgast hér.
Nokkrar breytingar hafa orðið á listanum á milli ára og má sjá yfirlit yfir breytingarnar hér.
Á hverju ári koma upp nokkur atvik þar sem íslenskir íþróttamenn eru staðnir að verki við notkun ólöglegra lyfja við iðkun. Dæmt var í sjö slíkum málum árið 2013 en tólf á árinu á undan. Alla dóma má nálgast á heimasíðu ÍSÍ, sjá hér.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ÍSÍ.
Lyfin sem ekki má nota árið 2014
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa
Íslenski boltinn






Kári Kristján semur við Þór Akureyri
Handbolti

Bonmatí vann þriðja árið í röð
Fótbolti

