Reyna að komast heim fyrir jól Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. desember 2013 13:00 Spáð er vonskuveðri um nánast allt land í dag og á morgun. Flugsamgöngur til Ísafjarðar hafa farið úr skorðum vegna veðurs og varð vél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær. Nokkrir Ísfirðirngar komast ekki til sín heima yfir jólahátíðina vegna veðurs. Stomurinn sem spáð var fyrir að myndi hreiðra um sig á Íslandi yfir jólahátíðirnar er á áætlun samkvæmt Veðurstofu Ísland. Mjög hvasst var á Vestfjörðum í nótt og fór rafmagnið ítrekað af á Ísafirði vegna veðurs. Stormurinn mun ná hámarki í nótt og gæti meðalvindur jafnvel farið upp í 40 m/s á nokkrum stöðum.Hætti við lendingu Öllu flugi til Ísafjarðar var aflýst í dag og þurfti flugvél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær vegna veður. Margir komast ekki til síns heima yfir jólin vegna þessa. Berglind Halla Elíasdóttir er ein þeirra sem er að reyna að komast heim til Ísafjarðar fyrir jól. Þegar fréttastofa náði tali af henni nú undir hádegi hafði hún verið akandi í hálfan sólarhring til að komast heim. Hún var í flugvél Flugfélags Íslands sem varð að hætta við lendingu í gær. „Hjólin voru komin niður og við sáum bæinn. Það var svolítið sárt þegar flugvélin hóf sig aftur á loft. Það sást ekki í brautina. Það var mjög sárt að þurfa að snúa við. Ég held að ég hafi ekki verið sú eina sem fékk tár í augun, þetta var mjög óþægilegt,“ segir Berglind Halla.Leiðindaveður í dag og á morgun Á Veðurstofu Íslands var nóg að gera þó jólahátíðin sé farin að ryðja sér rúms. Veðurfræðingur segir vonskuveður framundan. „Það verður leiðindaveður í dag og sérstaklega á morgun,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það mun draga úr vindi á annan í jólum en það verður áfram norðvestan átt, éljagangur og frekar leiðinlegt veður, norðan- og austanlands.“Komu frá Flórída í storminn Það voru fáir á ferli á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar fréttastofa leit þar við. Við hittum þó hjón frá Bandaríkjunum sem voru á Íslandi í fyrsta sinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og sömuleiðis fjölskylda okkar. Við erum mjög spennt,“ sagði Kathy Jones. „Það var um 28° hiti þegar við lögðum af stað frá Flórída í morgun og það er talsvert kaldara hér á Íslandi,“ sagði eiginmaðurinn Rod Jones. Þau vissu ekki að það væri stormur á leiðinni til Íslands. „Stormur? Eru fleiri óvæntar uppákomur,“ sögðu hjónin sem voru á leið til Akureyrar til að verja jólunum með fjölskyldu sinni. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Spáð er vonskuveðri um nánast allt land í dag og á morgun. Flugsamgöngur til Ísafjarðar hafa farið úr skorðum vegna veðurs og varð vél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær. Nokkrir Ísfirðirngar komast ekki til sín heima yfir jólahátíðina vegna veðurs. Stomurinn sem spáð var fyrir að myndi hreiðra um sig á Íslandi yfir jólahátíðirnar er á áætlun samkvæmt Veðurstofu Ísland. Mjög hvasst var á Vestfjörðum í nótt og fór rafmagnið ítrekað af á Ísafirði vegna veðurs. Stormurinn mun ná hámarki í nótt og gæti meðalvindur jafnvel farið upp í 40 m/s á nokkrum stöðum.Hætti við lendingu Öllu flugi til Ísafjarðar var aflýst í dag og þurfti flugvél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær vegna veður. Margir komast ekki til síns heima yfir jólin vegna þessa. Berglind Halla Elíasdóttir er ein þeirra sem er að reyna að komast heim til Ísafjarðar fyrir jól. Þegar fréttastofa náði tali af henni nú undir hádegi hafði hún verið akandi í hálfan sólarhring til að komast heim. Hún var í flugvél Flugfélags Íslands sem varð að hætta við lendingu í gær. „Hjólin voru komin niður og við sáum bæinn. Það var svolítið sárt þegar flugvélin hóf sig aftur á loft. Það sást ekki í brautina. Það var mjög sárt að þurfa að snúa við. Ég held að ég hafi ekki verið sú eina sem fékk tár í augun, þetta var mjög óþægilegt,“ segir Berglind Halla.Leiðindaveður í dag og á morgun Á Veðurstofu Íslands var nóg að gera þó jólahátíðin sé farin að ryðja sér rúms. Veðurfræðingur segir vonskuveður framundan. „Það verður leiðindaveður í dag og sérstaklega á morgun,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það mun draga úr vindi á annan í jólum en það verður áfram norðvestan átt, éljagangur og frekar leiðinlegt veður, norðan- og austanlands.“Komu frá Flórída í storminn Það voru fáir á ferli á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar fréttastofa leit þar við. Við hittum þó hjón frá Bandaríkjunum sem voru á Íslandi í fyrsta sinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og sömuleiðis fjölskylda okkar. Við erum mjög spennt,“ sagði Kathy Jones. „Það var um 28° hiti þegar við lögðum af stað frá Flórída í morgun og það er talsvert kaldara hér á Íslandi,“ sagði eiginmaðurinn Rod Jones. Þau vissu ekki að það væri stormur á leiðinni til Íslands. „Stormur? Eru fleiri óvæntar uppákomur,“ sögðu hjónin sem voru á leið til Akureyrar til að verja jólunum með fjölskyldu sinni.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira