Ekkjan vill ekki kæra: „Við erum öll mannleg og getum gert mistök“ Hrund Þórsdóttir skrifar 21. desember 2013 20:00 Guðmundur Már Bjarnason lést þriðja október á síðasta ári, vegna læknamistaka á gjörgæsludeild Landspítalans. Við heimsóttum Ingveldi Sigurðardóttur, ekkju hans, í dag. Það tekur eðlilega á Ingveldi að rifja atburðina upp. „Hann var algjört gull. Það væri ekki hægt að finna betri mann. Óskaplega hlýr og góður og bara einstakur maður,“ segir hún um Guðmund. Hann var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar áfallið dundi yfir. Á næstu vikum kemur í ljós hvort hjúkrunarfræðingur sem sinnti Guðmundi verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna mistaka í starfi. Ef svo fer verður það í fyrsta skipti sem slík ákæra er gefin út á starfsmann í íslenskri heilbrigðisþjónustu og óttast framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar á Landspítalanum að slíkt myndi draga úr öryggismenningu á spítalanum og letja starfsmenn í að viðurkenna mistök. Finnst þér að það eigi að kæra þennan hjúkrunarfræðing sem um ræðir? „Nei, það tel ég ekki. Við erum öll mannleg og getum gert mistök og vonandi lærum við bara af þeim. Ég vil ekki að það verði farið illa með þessa blessuðu konu, það er ekki mitt mottó,“ segir Ingveldur. Guðmundur átti þrjú börn og þau eru á sama máli og Ingveldur. „Enda fáum við hann ekki aftur, þótt blessuð konan verði ákærð. Það er heldur ekki á okkar valdi því það var spítalinn sem kærði þetta í upphafi. En ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ Ingveldur segir lítið hægt að gera í málinu annað en að greiða skaðabætur og þær hyggst hún fara fram á. Hún telur að rétt hafi verið brugðist við eftir að mistökin komust upp. „Svo hef ég verið í sambandi við djáknann þarna á spítalanum og hún hefur hjálpað mér heilmikið. Yndisleg kona. Ég er þakklát fyrir allt sem ég hef fengið og það eina sem ég er að gera er að halda lífinu áfram. Og reyna að lifa því skemmtilega,“ segir hún að lokum. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Guðmundur Már Bjarnason lést þriðja október á síðasta ári, vegna læknamistaka á gjörgæsludeild Landspítalans. Við heimsóttum Ingveldi Sigurðardóttur, ekkju hans, í dag. Það tekur eðlilega á Ingveldi að rifja atburðina upp. „Hann var algjört gull. Það væri ekki hægt að finna betri mann. Óskaplega hlýr og góður og bara einstakur maður,“ segir hún um Guðmund. Hann var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar áfallið dundi yfir. Á næstu vikum kemur í ljós hvort hjúkrunarfræðingur sem sinnti Guðmundi verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna mistaka í starfi. Ef svo fer verður það í fyrsta skipti sem slík ákæra er gefin út á starfsmann í íslenskri heilbrigðisþjónustu og óttast framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar á Landspítalanum að slíkt myndi draga úr öryggismenningu á spítalanum og letja starfsmenn í að viðurkenna mistök. Finnst þér að það eigi að kæra þennan hjúkrunarfræðing sem um ræðir? „Nei, það tel ég ekki. Við erum öll mannleg og getum gert mistök og vonandi lærum við bara af þeim. Ég vil ekki að það verði farið illa með þessa blessuðu konu, það er ekki mitt mottó,“ segir Ingveldur. Guðmundur átti þrjú börn og þau eru á sama máli og Ingveldur. „Enda fáum við hann ekki aftur, þótt blessuð konan verði ákærð. Það er heldur ekki á okkar valdi því það var spítalinn sem kærði þetta í upphafi. En ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ Ingveldur segir lítið hægt að gera í málinu annað en að greiða skaðabætur og þær hyggst hún fara fram á. Hún telur að rétt hafi verið brugðist við eftir að mistökin komust upp. „Svo hef ég verið í sambandi við djáknann þarna á spítalanum og hún hefur hjálpað mér heilmikið. Yndisleg kona. Ég er þakklát fyrir allt sem ég hef fengið og það eina sem ég er að gera er að halda lífinu áfram. Og reyna að lifa því skemmtilega,“ segir hún að lokum.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira