Rodgers kom Green Bay í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2013 08:54 Rodgers fagnar með Randall Cobb í leikslok. Mynd/AP Æsilegur lokadagur deildakeppninnar í NFL-deildinni fór fram í gærkvöldi og nótt. Green Bay Packers, San Diego Chargers og Philadelphia Eagles voru meðal annarra sigurvegarar dagsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, sneri til baka eftir að hafa viðbeinsbrotnað á miðju tímabilinu en hann missti af alls sjö leikjum. Endurkoma hans var mögnuð en liðið lék hreinan úrslitaleik gegn Chicago Bears um sigur í norðurriðli NFC-deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn var æsispennandi og Chicago í lykilstöðu þegar lítið var eftir. Rodgers, einn besti leikmaður NFL-deildarinnar undanfarin ár, gaf þá 48 jarda snertimarkssendingu á Randall Cobb þegar aðeins 38 sekúndur voru eftir og tryggði sínum mönnum sigurinn. Cobb var einnig að snúa til baka eftir langverandi fjarveru vegna meiðsla en hann greip boltann tvisvar í leiknum. Hann skoraði snertimark í bæði skiptin. Þetta var þriðja árið í röð sem Green Bay vinnur sinn riðil í deildinni og fimmta árið í röð sem liðið kemst í úrslitakeppnina. Chicago hefur hins vegar misst af úrslitakeppninni í sex skipti af síðustu sjö.Phillip Rivers kom Chargers í úrslitakeppnina.Mynd/AP San Diego Chargers átti einnig magnaðan dag en leið liðsins í úrslitakeppnina í gær var lyginni líkust. Liðið þurfti í fyrsta lagi að treysta á að Miami Dolphins og Baltimore Ravens myndu bæði tapa sínum leikjum sem var einmitt það sem gerðist. San Diego þurfti þá að vinna Kansas City Chiefs, sem var öruggt með sæti sitt í úrslitakeppninni og hvíldi sína sterkustu leikmenn í leiknum. En San Diego var á hælunum allan leikinn og Kansas City var hársbreidd frá sigrinum. Sparkarinn Ryan Succop fékk tækifæri til að tryggja Kansas City sigur í blálok venjulegs leiktíma en klikkaði af stuttu færi. Því þurfti að framlengja leikinn en þar hafði San Diego betur að lokum, 27-24. Stuðningsmenn Pittsburgh Steelers voru gráti næst því að hefði Succup skorað og Kansas City unnið hefði þeirra lið komist áfram í stað San Diego.Orton og félagar í Dallas voru svekktir í leikslok.Mynd/AP Næturleikurinn var svo hreinn úrslitaleikur Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles um sigur í austurriðli NFC-deildarinnar. Augu flestra beindust að Kyle Orton en hann var leikstjórnandi Dallas í fjarveru Tony Romo, sem gekkst undir aðgerð á baki fyrir helgi. Orton spilaði vel í leiknum og vörn Dallas hélt öflugri sókn Philadelphia lengi vel í skefjum. Ernirnir voru þó með frumkvæðið og tveggja stiga forystu, 24-22, þegar Dallas fékk boltann á lokamínútunum. Orton fékk því kjörið tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir komst varnarmaðurinn Brandon Boykin inn í sendingu Orton sem tryggði Philadelphia sigurinn og þar með sæti í úrslitakeppninni. Denver Broncos og Seattle Seahawks unnu leiki sína og tryggðu sér þar með efstu sæti AFC- og NFC-deildanna. Liðin sitja því hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, sem og bæði New England Patriots og Carolina Panthers. Úrslitakeppnin hefst um næstu helgi en þá mætast eftirfarandi lið:Laugardagur 4. janúar: 21.35: Indianapolis Colts - Kansas City Chiefs 00.10: Philadelphia Eagles - New Orleans SaintsSunnudagur 5. janúar: 18.05: Cincinnati Bengals - San Diego Chargers 21.40: Green Bay Pakcers - San Francisco 49ers NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira
Æsilegur lokadagur deildakeppninnar í NFL-deildinni fór fram í gærkvöldi og nótt. Green Bay Packers, San Diego Chargers og Philadelphia Eagles voru meðal annarra sigurvegarar dagsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, sneri til baka eftir að hafa viðbeinsbrotnað á miðju tímabilinu en hann missti af alls sjö leikjum. Endurkoma hans var mögnuð en liðið lék hreinan úrslitaleik gegn Chicago Bears um sigur í norðurriðli NFC-deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn var æsispennandi og Chicago í lykilstöðu þegar lítið var eftir. Rodgers, einn besti leikmaður NFL-deildarinnar undanfarin ár, gaf þá 48 jarda snertimarkssendingu á Randall Cobb þegar aðeins 38 sekúndur voru eftir og tryggði sínum mönnum sigurinn. Cobb var einnig að snúa til baka eftir langverandi fjarveru vegna meiðsla en hann greip boltann tvisvar í leiknum. Hann skoraði snertimark í bæði skiptin. Þetta var þriðja árið í röð sem Green Bay vinnur sinn riðil í deildinni og fimmta árið í röð sem liðið kemst í úrslitakeppnina. Chicago hefur hins vegar misst af úrslitakeppninni í sex skipti af síðustu sjö.Phillip Rivers kom Chargers í úrslitakeppnina.Mynd/AP San Diego Chargers átti einnig magnaðan dag en leið liðsins í úrslitakeppnina í gær var lyginni líkust. Liðið þurfti í fyrsta lagi að treysta á að Miami Dolphins og Baltimore Ravens myndu bæði tapa sínum leikjum sem var einmitt það sem gerðist. San Diego þurfti þá að vinna Kansas City Chiefs, sem var öruggt með sæti sitt í úrslitakeppninni og hvíldi sína sterkustu leikmenn í leiknum. En San Diego var á hælunum allan leikinn og Kansas City var hársbreidd frá sigrinum. Sparkarinn Ryan Succop fékk tækifæri til að tryggja Kansas City sigur í blálok venjulegs leiktíma en klikkaði af stuttu færi. Því þurfti að framlengja leikinn en þar hafði San Diego betur að lokum, 27-24. Stuðningsmenn Pittsburgh Steelers voru gráti næst því að hefði Succup skorað og Kansas City unnið hefði þeirra lið komist áfram í stað San Diego.Orton og félagar í Dallas voru svekktir í leikslok.Mynd/AP Næturleikurinn var svo hreinn úrslitaleikur Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles um sigur í austurriðli NFC-deildarinnar. Augu flestra beindust að Kyle Orton en hann var leikstjórnandi Dallas í fjarveru Tony Romo, sem gekkst undir aðgerð á baki fyrir helgi. Orton spilaði vel í leiknum og vörn Dallas hélt öflugri sókn Philadelphia lengi vel í skefjum. Ernirnir voru þó með frumkvæðið og tveggja stiga forystu, 24-22, þegar Dallas fékk boltann á lokamínútunum. Orton fékk því kjörið tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir komst varnarmaðurinn Brandon Boykin inn í sendingu Orton sem tryggði Philadelphia sigurinn og þar með sæti í úrslitakeppninni. Denver Broncos og Seattle Seahawks unnu leiki sína og tryggðu sér þar með efstu sæti AFC- og NFC-deildanna. Liðin sitja því hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, sem og bæði New England Patriots og Carolina Panthers. Úrslitakeppnin hefst um næstu helgi en þá mætast eftirfarandi lið:Laugardagur 4. janúar: 21.35: Indianapolis Colts - Kansas City Chiefs 00.10: Philadelphia Eagles - New Orleans SaintsSunnudagur 5. janúar: 18.05: Cincinnati Bengals - San Diego Chargers 21.40: Green Bay Pakcers - San Francisco 49ers
NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira