Raunveruleg meðferð kvörtunarmála landlæknisembættisins Árni Richard Árnason skrifar 4. janúar 2013 08:00 Þann 29. desember síðastliðinn birtist grein eftir Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra landlæknisembættisins. Sú grein var svar við grein minni tveimur dögum áður sem fjallaði um hvernig málsmeðferð kvörtunarmála væri háttað ef embættið færi eftir lögum, sem á lítið skylt við mína reynslu. Mig langar til að nýta tækifærið og gefa lesendum frekari innsýn í vinnubrögð embættisins. Þegar almenningur kvartar yfir málsmeðferð embættisins til æðra stjórnvalds þá svarar embættið gjarnan í sama stíl og fyrrnefnd grein embættisins var, þ.e.a.s. með yfirborðslegum skrifum um lög landlæknis og að embættið vinni „ítarlega og faglega". Flestar hinna efnislegu athugasemda eru hunsaðar eða þeim svarað með útúrsnúningum. Skoðum þessa grein nánar.Útúrsnúningataktík Í greininni er reynt að láta líta út fyrir að ég hafi fyrst og fremst verið ósáttur við niðurstöðu embættisins í kvörtunarmáli mínu. Það er dæmigerð útúrsnúningataktík embættisins. Úrskurðinum var hnekkt af velferðarráðuneytinu, m.a. vegna fjölda rangfærslna, órökstuddra fullyrðinga og óhlutleysis umsagnaraðila og vegna þess að annar umsagnaraðilinn var meðeigandi Læknastöðvar Orkuhússins þar sem meint mistök voru gerð. Hvort tveggja eru óeðlileg og alvarleg brot á stjórnsýslulögum. Landlæknir hefur ekki manndóm í sér til að nefna þetta eða biðjast afsökunar á því, jafnvel þó æðra stjórnvald hafi úrskurðað brotin. Þess í stað gefur greinin til kynna að ásakanir mínar gagnvart umsagnaraðilum séu óréttmætar án þess að nokkuð í málflutningi hans styðji það. Síðasta dæmið um rökleysi landlæknis er fullyrðing hans um að ásakanir mínar um mannréttindabrot embættisins dæmi sig sjálfar. Það vill svo til að mínar ásakanir eru grundvallaðar á málefnalegum rökum, rökum sem embættið hefur fengið tækifæri til að svara en hunsað með öllu.Þungar áhyggjur Fögur orð landlæknisembættisins um vinnubrögð sín mega teljast furðuleg í ljósi þess að nýverið hafði umboðsmaður Alþingis það til skoðunar að hefja frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknisembættisins. Lendingin í því máli var að senda þá starfsmenn embættisins sem koma að kvörtunarmálum í stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis, frá 17. október 2012, má lesa að „ef tilefni gefst til verður á ný tekin afstaða til þess hvort ráðist verður í frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknis". Þetta sýnir að umboðsmaður Alþingis hefur þungar áhyggjur af vinnubrögðum landlæknisembættisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þann 29. desember síðastliðinn birtist grein eftir Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra landlæknisembættisins. Sú grein var svar við grein minni tveimur dögum áður sem fjallaði um hvernig málsmeðferð kvörtunarmála væri háttað ef embættið færi eftir lögum, sem á lítið skylt við mína reynslu. Mig langar til að nýta tækifærið og gefa lesendum frekari innsýn í vinnubrögð embættisins. Þegar almenningur kvartar yfir málsmeðferð embættisins til æðra stjórnvalds þá svarar embættið gjarnan í sama stíl og fyrrnefnd grein embættisins var, þ.e.a.s. með yfirborðslegum skrifum um lög landlæknis og að embættið vinni „ítarlega og faglega". Flestar hinna efnislegu athugasemda eru hunsaðar eða þeim svarað með útúrsnúningum. Skoðum þessa grein nánar.Útúrsnúningataktík Í greininni er reynt að láta líta út fyrir að ég hafi fyrst og fremst verið ósáttur við niðurstöðu embættisins í kvörtunarmáli mínu. Það er dæmigerð útúrsnúningataktík embættisins. Úrskurðinum var hnekkt af velferðarráðuneytinu, m.a. vegna fjölda rangfærslna, órökstuddra fullyrðinga og óhlutleysis umsagnaraðila og vegna þess að annar umsagnaraðilinn var meðeigandi Læknastöðvar Orkuhússins þar sem meint mistök voru gerð. Hvort tveggja eru óeðlileg og alvarleg brot á stjórnsýslulögum. Landlæknir hefur ekki manndóm í sér til að nefna þetta eða biðjast afsökunar á því, jafnvel þó æðra stjórnvald hafi úrskurðað brotin. Þess í stað gefur greinin til kynna að ásakanir mínar gagnvart umsagnaraðilum séu óréttmætar án þess að nokkuð í málflutningi hans styðji það. Síðasta dæmið um rökleysi landlæknis er fullyrðing hans um að ásakanir mínar um mannréttindabrot embættisins dæmi sig sjálfar. Það vill svo til að mínar ásakanir eru grundvallaðar á málefnalegum rökum, rökum sem embættið hefur fengið tækifæri til að svara en hunsað með öllu.Þungar áhyggjur Fögur orð landlæknisembættisins um vinnubrögð sín mega teljast furðuleg í ljósi þess að nýverið hafði umboðsmaður Alþingis það til skoðunar að hefja frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknisembættisins. Lendingin í því máli var að senda þá starfsmenn embættisins sem koma að kvörtunarmálum í stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis, frá 17. október 2012, má lesa að „ef tilefni gefst til verður á ný tekin afstaða til þess hvort ráðist verður í frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknis". Þetta sýnir að umboðsmaður Alþingis hefur þungar áhyggjur af vinnubrögðum landlæknisembættisins.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar