Tölum saman um betri hverfi Jón Gnarr skrifar 14. janúar 2013 06:00 Í fyrra óskaði Reykjavíkurborg eftir hugmyndum frá borgarbúum að smærri verkefnum í hverfum borgarinnar. Borgarbúar tóku vel við sér og komu með nærri 400 góðar hugmyndir. Embættismenn og hverfaráð Reykjavíkurborgar fóru síðan yfir hugmyndirnar og var kosið á milli 182 hugmynda í rafrænum íbúakosningum. Þar af kusu borgarbúar 124 hugmyndir sem komu til framkvæmda í fyrrasumar og haust. Hafa nú yfir 100 verkefni verið framkvæmd. Aðeins lítill hluti bíður vors. Þetta tilraunaverkefni tókst afar vel og ég þori að fullyrða að mikill meirihluti þessara verkefna er í anda þeirra hugmynda sem íbúar settu fram. Kjörsókn var um 8,1%, í sumum hverfum um og yfir 10 prósent. Samt má enn gera betur. Óánægjuraddir heyrðust varðandi einstök verkefni og snerust þær m.a. um að borgin framkvæmdi hugmyndirnar eftir sínu höfði en ekki íbúanna. Þá kom fram sú gagnrýni að dýrari verkefni vantaði á hugmyndalistana sem kosið var um. Í ár vil ég sjá enn fleiri borgarbúa taka þátt og við þurfum einnig að tryggja virkara samráð um framkvæmdirnar. Í dag verður opnað fyrir góðar hugmyndir í verkefnið Betri hverfi á samráðsvefnum Betri Reykjavík. Þar geta Reykvíkingar sett inn nýjar hugmyndir, skoðað og stutt við hugmyndir annarra. Hægt verður að setja inn hugmyndir til 15. febrúar nk. Rafrænar íbúakosningar um efstu hugmyndir verða síðan haldnar dagana 14.-19. mars. Reykjavíkurborg leggur aftur 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári til að koma þeim verkefnum í framkvæmd sem kosin verða. Á næstu vikum mun ég funda með íbúum í hverfum Reykjavíkur og fara yfir verkefni síðasta árs og óska eftir uppbyggilegum hugmyndum. Þar mun íbúum gefast kostur á því að bjóða fram þjónustu sína varðandi eftirfylgni verkefna. Með því viljum við tryggja að verkefnin sem koma til framkvæmda verði í anda þeirra hugmynda sem íbúar setja fram. Ég hlakka til og hvet alla Reykvíkinga til að mæta á fundina. Reykjavík er frábær borg en við getum gert hana enn betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra óskaði Reykjavíkurborg eftir hugmyndum frá borgarbúum að smærri verkefnum í hverfum borgarinnar. Borgarbúar tóku vel við sér og komu með nærri 400 góðar hugmyndir. Embættismenn og hverfaráð Reykjavíkurborgar fóru síðan yfir hugmyndirnar og var kosið á milli 182 hugmynda í rafrænum íbúakosningum. Þar af kusu borgarbúar 124 hugmyndir sem komu til framkvæmda í fyrrasumar og haust. Hafa nú yfir 100 verkefni verið framkvæmd. Aðeins lítill hluti bíður vors. Þetta tilraunaverkefni tókst afar vel og ég þori að fullyrða að mikill meirihluti þessara verkefna er í anda þeirra hugmynda sem íbúar settu fram. Kjörsókn var um 8,1%, í sumum hverfum um og yfir 10 prósent. Samt má enn gera betur. Óánægjuraddir heyrðust varðandi einstök verkefni og snerust þær m.a. um að borgin framkvæmdi hugmyndirnar eftir sínu höfði en ekki íbúanna. Þá kom fram sú gagnrýni að dýrari verkefni vantaði á hugmyndalistana sem kosið var um. Í ár vil ég sjá enn fleiri borgarbúa taka þátt og við þurfum einnig að tryggja virkara samráð um framkvæmdirnar. Í dag verður opnað fyrir góðar hugmyndir í verkefnið Betri hverfi á samráðsvefnum Betri Reykjavík. Þar geta Reykvíkingar sett inn nýjar hugmyndir, skoðað og stutt við hugmyndir annarra. Hægt verður að setja inn hugmyndir til 15. febrúar nk. Rafrænar íbúakosningar um efstu hugmyndir verða síðan haldnar dagana 14.-19. mars. Reykjavíkurborg leggur aftur 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári til að koma þeim verkefnum í framkvæmd sem kosin verða. Á næstu vikum mun ég funda með íbúum í hverfum Reykjavíkur og fara yfir verkefni síðasta árs og óska eftir uppbyggilegum hugmyndum. Þar mun íbúum gefast kostur á því að bjóða fram þjónustu sína varðandi eftirfylgni verkefna. Með því viljum við tryggja að verkefnin sem koma til framkvæmda verði í anda þeirra hugmynda sem íbúar setja fram. Ég hlakka til og hvet alla Reykvíkinga til að mæta á fundina. Reykjavík er frábær borg en við getum gert hana enn betri.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun