Hvað meinar þú Ögmundur? Andrés Pétursson skrifar 17. janúar 2013 06:00 Allt frá því að aðildarviðræður við Evrópusambandið hófust árið 2009 hafa andstæðingar aðildar reynt með alls konar brögðum að torvelda ferlið. Alls kyns gróusögum um ímyndaðar hindranir hefur verið haldið á lofti, meðal annars að Íslendingar þyrftu að senda hermenn í einhvern ímyndaðan Evrópuher og að landsmenn yrðu að breyta ýmsu í sinni stjórnsýslu áður en af aðild yrði. Eftir því sem viðræðunum hefur miðað áfram hefur komið í ljós að flestar ef ekki allar þessar flökkusögur hafa ekki átt við nein rök að styðjast. Ein af lífseigustu sögunum hefur verið sú að það hafi skaðað hagsmuni Íslendinga að fara af stað í þennan leiðangur án nægjanlega sterks pólitísks baklands á Íslandi. Samhentari ríkisstjórn hefði sjálfsagt haldið betur á málinu en ég hef aldrei skilið þetta „bjölluats“-tal sem andstæðingar hafa klifað á. Staðreyndin er sú að Íslendingar uppfylla öll skilyrði Evrópusambandsins fyrir aðild, meðal annars að hér sé virkt markaðshagkerfi og virðing fyrir mannréttindum sé í hávegum höfð. Alþingi Íslendinga sótti um aðild með öruggum meirihluta. Þingið hefur einnig þegar einu sinni fellt tillögur um að hætta aðildarviðræðunum. Hvað er ekki rétt við þetta ferli? Þvæla Það væri óðs manns æði að reyna að leiðrétta alla þá þvælu sem öfgafyllstu andstæðingar aðildar hafa haldið fram. En þegar ágætlega vel gefnir menn eins og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra halda fram órökstuddum fullyrðingum um skaðsemi aðildarviðræðna þá verður maður að drepa niður penna. Í grein í Morgunblaðinu nýverið hélt ráðherrann því fram að Norðmenn hefðu skaðast af því að sækja um aðild. „Er það mál manna að Norðmenn hafi lengi þurft að súpa seyðið af því að draga ESB-ríkin á asnaeyrum,“ segir Ögmundur í greininni. Ég fór því á stúfana og talaði við vini mína í norsku utanríkisþjónustunni og norska fræðasamfélaginu og spurði þá út í þessar yfirlýsingar. Einnig ræddi ég við embættismenn í íslenska utanríkisráðuneytinu. Enginn kannaðist við að Norðmenn hefðu verið látnir gjalda fyrir að fara í það lýðræðislega ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta síðan norsku þjóðina kveða úr um það hvort landið yrði meðlimur eður ei. Í þessu sambandi má einnig benda á að ég spurði Joe Borge, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, þegar hann var hér í heimsókn árið 2010 hvort það hefði skaðað hagsmuni Maltverja að umsóknarferli þeirra dróst mjög á langinn. „Nei, alls ekki. Evrópusambandið gengur út á pólitískar lausnir. Þeir hafa því mikinn skilning á að stundum þurfa þjóðir lengri tíma til að útkljá svona stórt pólitískt hitamál,“ var svar þessa reynda stjórnmálamanns. Veit Ögmundur um einhver dæmi sem hann getur deilt með okkur hinum um þessi meintu vandamál Norðmanna? Ef ekki þá bið ég hann og aðra að ræða þetta mikla hitamál af yfirvegun en ekki sleggjudómum eða órökstuddum fullyrðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að aðildarviðræður við Evrópusambandið hófust árið 2009 hafa andstæðingar aðildar reynt með alls konar brögðum að torvelda ferlið. Alls kyns gróusögum um ímyndaðar hindranir hefur verið haldið á lofti, meðal annars að Íslendingar þyrftu að senda hermenn í einhvern ímyndaðan Evrópuher og að landsmenn yrðu að breyta ýmsu í sinni stjórnsýslu áður en af aðild yrði. Eftir því sem viðræðunum hefur miðað áfram hefur komið í ljós að flestar ef ekki allar þessar flökkusögur hafa ekki átt við nein rök að styðjast. Ein af lífseigustu sögunum hefur verið sú að það hafi skaðað hagsmuni Íslendinga að fara af stað í þennan leiðangur án nægjanlega sterks pólitísks baklands á Íslandi. Samhentari ríkisstjórn hefði sjálfsagt haldið betur á málinu en ég hef aldrei skilið þetta „bjölluats“-tal sem andstæðingar hafa klifað á. Staðreyndin er sú að Íslendingar uppfylla öll skilyrði Evrópusambandsins fyrir aðild, meðal annars að hér sé virkt markaðshagkerfi og virðing fyrir mannréttindum sé í hávegum höfð. Alþingi Íslendinga sótti um aðild með öruggum meirihluta. Þingið hefur einnig þegar einu sinni fellt tillögur um að hætta aðildarviðræðunum. Hvað er ekki rétt við þetta ferli? Þvæla Það væri óðs manns æði að reyna að leiðrétta alla þá þvælu sem öfgafyllstu andstæðingar aðildar hafa haldið fram. En þegar ágætlega vel gefnir menn eins og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra halda fram órökstuddum fullyrðingum um skaðsemi aðildarviðræðna þá verður maður að drepa niður penna. Í grein í Morgunblaðinu nýverið hélt ráðherrann því fram að Norðmenn hefðu skaðast af því að sækja um aðild. „Er það mál manna að Norðmenn hafi lengi þurft að súpa seyðið af því að draga ESB-ríkin á asnaeyrum,“ segir Ögmundur í greininni. Ég fór því á stúfana og talaði við vini mína í norsku utanríkisþjónustunni og norska fræðasamfélaginu og spurði þá út í þessar yfirlýsingar. Einnig ræddi ég við embættismenn í íslenska utanríkisráðuneytinu. Enginn kannaðist við að Norðmenn hefðu verið látnir gjalda fyrir að fara í það lýðræðislega ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta síðan norsku þjóðina kveða úr um það hvort landið yrði meðlimur eður ei. Í þessu sambandi má einnig benda á að ég spurði Joe Borge, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, þegar hann var hér í heimsókn árið 2010 hvort það hefði skaðað hagsmuni Maltverja að umsóknarferli þeirra dróst mjög á langinn. „Nei, alls ekki. Evrópusambandið gengur út á pólitískar lausnir. Þeir hafa því mikinn skilning á að stundum þurfa þjóðir lengri tíma til að útkljá svona stórt pólitískt hitamál,“ var svar þessa reynda stjórnmálamanns. Veit Ögmundur um einhver dæmi sem hann getur deilt með okkur hinum um þessi meintu vandamál Norðmanna? Ef ekki þá bið ég hann og aðra að ræða þetta mikla hitamál af yfirvegun en ekki sleggjudómum eða órökstuddum fullyrðingum.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun