Byrjuðu á því að fara á skíði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. janúar 2013 07:30 Skúli og félagar fengu að reyna ýmislegt. svig, gönguskíði og svo skíðaskotfimi.mynd/aðsend Sænska félagið Elfsborg fór óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Byrjað var á að fara í fjögurra daga skíðaferð með liðið. Hinn 24 ára gamli KR-ingur Skúli Jón Friðgeirsson er á mála hjá sænska félaginu Elfsborg sem er núverandi sænskur meistari. Liðið ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili, bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni. Tímabilið hefst eftir rúma tvo mánuði og þjálfarinn, Jörgen Lennartsson, fór mjög óhefðbundna leið er hann byrjaði undirbúningstímabilið með liðinu. Hann fór með það allt saman á skíði. „Við fórum í tíu tíma ferðalag norður á skíðasvæði. Þar vorum við á skíðum í fjóra daga," segir Skúli Jón og hlær við er hann rifjar upp þessa sérstöku byrjun á undirbúningstímabilinu. „Það var lítill frjáls tími enda vorum við í ýmsum leikjum. Keppni á gönguskíðum, ratleikur uppi í fjalli. Það var líka keppt í svigi. Ég vann ekki en var þokkalega öflugur. Ég var hvorki fyrstur né síðastur. Þetta var öðruvísi, ég verð að viðurkenna það." Skúli Jón segir að það sé ekki hefð fyrir því að byrja undirbúningstímabil hjá félaginu á þennan hátt. „Ég veit ekki hvað þetta var. Þjálfaranum finnst gaman á skíðum og kannski var þetta afsökun fyrir hann að komast á skíði," segir Skúli léttur. „Þessi ferð var náttúrulega hópefli fyrir liðið. Hrista hópinn saman. Við bjuggum saman í einhverjum kofum og svo var stanslaust verið að skipta upp í lið í alls konar keppnum. Að því leytinu til var þetta góð byrjun á undirbúningstímabilinu. Margir leikmenn ráku samt upp stór augu er þeir sáu þetta á dagskránni. Ruku í þjálfarann og sögðust vera slæmir í hnjánum og svona. Hann sagði þeim bara að hætta þessu væli," segir Skúli hlæjandi og bætir við að allir leikmenn hafi sloppið heilir heim úr ferðinni. „Við slepptum líka skíðastökki. Það hefur klárlega hjálpað. Við áttum svo frítíma á kvöldin og menn gátu lyft sér aðeins upp ef þeir vildu gera það á kvöldin. Þetta var hópefli og allir voru hæstánægðir með þessa ferð." Elfsborg ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili en liðið tekur meðal annars þátt í Meistaradeildinni í ár. „Það er aðeins pressa á liðinu. Stefnan er að sjálfsögðu að verja titilinn og svo er mikill metnaður fyrir Meistaradeildinni. Það er stefna félagsins að komast inn í riðlakeppnina. Það er langt síðan sænskt félag hefur komist þangað inn. Félagið er með þessi tvö markmið fyrir tímabilið," segir Skúli en litlar breytingar eru á liðinu milli ára. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Sænska félagið Elfsborg fór óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Byrjað var á að fara í fjögurra daga skíðaferð með liðið. Hinn 24 ára gamli KR-ingur Skúli Jón Friðgeirsson er á mála hjá sænska félaginu Elfsborg sem er núverandi sænskur meistari. Liðið ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili, bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni. Tímabilið hefst eftir rúma tvo mánuði og þjálfarinn, Jörgen Lennartsson, fór mjög óhefðbundna leið er hann byrjaði undirbúningstímabilið með liðinu. Hann fór með það allt saman á skíði. „Við fórum í tíu tíma ferðalag norður á skíðasvæði. Þar vorum við á skíðum í fjóra daga," segir Skúli Jón og hlær við er hann rifjar upp þessa sérstöku byrjun á undirbúningstímabilinu. „Það var lítill frjáls tími enda vorum við í ýmsum leikjum. Keppni á gönguskíðum, ratleikur uppi í fjalli. Það var líka keppt í svigi. Ég vann ekki en var þokkalega öflugur. Ég var hvorki fyrstur né síðastur. Þetta var öðruvísi, ég verð að viðurkenna það." Skúli Jón segir að það sé ekki hefð fyrir því að byrja undirbúningstímabil hjá félaginu á þennan hátt. „Ég veit ekki hvað þetta var. Þjálfaranum finnst gaman á skíðum og kannski var þetta afsökun fyrir hann að komast á skíði," segir Skúli léttur. „Þessi ferð var náttúrulega hópefli fyrir liðið. Hrista hópinn saman. Við bjuggum saman í einhverjum kofum og svo var stanslaust verið að skipta upp í lið í alls konar keppnum. Að því leytinu til var þetta góð byrjun á undirbúningstímabilinu. Margir leikmenn ráku samt upp stór augu er þeir sáu þetta á dagskránni. Ruku í þjálfarann og sögðust vera slæmir í hnjánum og svona. Hann sagði þeim bara að hætta þessu væli," segir Skúli hlæjandi og bætir við að allir leikmenn hafi sloppið heilir heim úr ferðinni. „Við slepptum líka skíðastökki. Það hefur klárlega hjálpað. Við áttum svo frítíma á kvöldin og menn gátu lyft sér aðeins upp ef þeir vildu gera það á kvöldin. Þetta var hópefli og allir voru hæstánægðir með þessa ferð." Elfsborg ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili en liðið tekur meðal annars þátt í Meistaradeildinni í ár. „Það er aðeins pressa á liðinu. Stefnan er að sjálfsögðu að verja titilinn og svo er mikill metnaður fyrir Meistaradeildinni. Það er stefna félagsins að komast inn í riðlakeppnina. Það er langt síðan sænskt félag hefur komist þangað inn. Félagið er með þessi tvö markmið fyrir tímabilið," segir Skúli en litlar breytingar eru á liðinu milli ára.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira