Byrjuðu á því að fara á skíði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. janúar 2013 07:30 Skúli og félagar fengu að reyna ýmislegt. svig, gönguskíði og svo skíðaskotfimi.mynd/aðsend Sænska félagið Elfsborg fór óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Byrjað var á að fara í fjögurra daga skíðaferð með liðið. Hinn 24 ára gamli KR-ingur Skúli Jón Friðgeirsson er á mála hjá sænska félaginu Elfsborg sem er núverandi sænskur meistari. Liðið ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili, bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni. Tímabilið hefst eftir rúma tvo mánuði og þjálfarinn, Jörgen Lennartsson, fór mjög óhefðbundna leið er hann byrjaði undirbúningstímabilið með liðinu. Hann fór með það allt saman á skíði. „Við fórum í tíu tíma ferðalag norður á skíðasvæði. Þar vorum við á skíðum í fjóra daga," segir Skúli Jón og hlær við er hann rifjar upp þessa sérstöku byrjun á undirbúningstímabilinu. „Það var lítill frjáls tími enda vorum við í ýmsum leikjum. Keppni á gönguskíðum, ratleikur uppi í fjalli. Það var líka keppt í svigi. Ég vann ekki en var þokkalega öflugur. Ég var hvorki fyrstur né síðastur. Þetta var öðruvísi, ég verð að viðurkenna það." Skúli Jón segir að það sé ekki hefð fyrir því að byrja undirbúningstímabil hjá félaginu á þennan hátt. „Ég veit ekki hvað þetta var. Þjálfaranum finnst gaman á skíðum og kannski var þetta afsökun fyrir hann að komast á skíði," segir Skúli léttur. „Þessi ferð var náttúrulega hópefli fyrir liðið. Hrista hópinn saman. Við bjuggum saman í einhverjum kofum og svo var stanslaust verið að skipta upp í lið í alls konar keppnum. Að því leytinu til var þetta góð byrjun á undirbúningstímabilinu. Margir leikmenn ráku samt upp stór augu er þeir sáu þetta á dagskránni. Ruku í þjálfarann og sögðust vera slæmir í hnjánum og svona. Hann sagði þeim bara að hætta þessu væli," segir Skúli hlæjandi og bætir við að allir leikmenn hafi sloppið heilir heim úr ferðinni. „Við slepptum líka skíðastökki. Það hefur klárlega hjálpað. Við áttum svo frítíma á kvöldin og menn gátu lyft sér aðeins upp ef þeir vildu gera það á kvöldin. Þetta var hópefli og allir voru hæstánægðir með þessa ferð." Elfsborg ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili en liðið tekur meðal annars þátt í Meistaradeildinni í ár. „Það er aðeins pressa á liðinu. Stefnan er að sjálfsögðu að verja titilinn og svo er mikill metnaður fyrir Meistaradeildinni. Það er stefna félagsins að komast inn í riðlakeppnina. Það er langt síðan sænskt félag hefur komist þangað inn. Félagið er með þessi tvö markmið fyrir tímabilið," segir Skúli en litlar breytingar eru á liðinu milli ára. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Sænska félagið Elfsborg fór óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Byrjað var á að fara í fjögurra daga skíðaferð með liðið. Hinn 24 ára gamli KR-ingur Skúli Jón Friðgeirsson er á mála hjá sænska félaginu Elfsborg sem er núverandi sænskur meistari. Liðið ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili, bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni. Tímabilið hefst eftir rúma tvo mánuði og þjálfarinn, Jörgen Lennartsson, fór mjög óhefðbundna leið er hann byrjaði undirbúningstímabilið með liðinu. Hann fór með það allt saman á skíði. „Við fórum í tíu tíma ferðalag norður á skíðasvæði. Þar vorum við á skíðum í fjóra daga," segir Skúli Jón og hlær við er hann rifjar upp þessa sérstöku byrjun á undirbúningstímabilinu. „Það var lítill frjáls tími enda vorum við í ýmsum leikjum. Keppni á gönguskíðum, ratleikur uppi í fjalli. Það var líka keppt í svigi. Ég vann ekki en var þokkalega öflugur. Ég var hvorki fyrstur né síðastur. Þetta var öðruvísi, ég verð að viðurkenna það." Skúli Jón segir að það sé ekki hefð fyrir því að byrja undirbúningstímabil hjá félaginu á þennan hátt. „Ég veit ekki hvað þetta var. Þjálfaranum finnst gaman á skíðum og kannski var þetta afsökun fyrir hann að komast á skíði," segir Skúli léttur. „Þessi ferð var náttúrulega hópefli fyrir liðið. Hrista hópinn saman. Við bjuggum saman í einhverjum kofum og svo var stanslaust verið að skipta upp í lið í alls konar keppnum. Að því leytinu til var þetta góð byrjun á undirbúningstímabilinu. Margir leikmenn ráku samt upp stór augu er þeir sáu þetta á dagskránni. Ruku í þjálfarann og sögðust vera slæmir í hnjánum og svona. Hann sagði þeim bara að hætta þessu væli," segir Skúli hlæjandi og bætir við að allir leikmenn hafi sloppið heilir heim úr ferðinni. „Við slepptum líka skíðastökki. Það hefur klárlega hjálpað. Við áttum svo frítíma á kvöldin og menn gátu lyft sér aðeins upp ef þeir vildu gera það á kvöldin. Þetta var hópefli og allir voru hæstánægðir með þessa ferð." Elfsborg ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili en liðið tekur meðal annars þátt í Meistaradeildinni í ár. „Það er aðeins pressa á liðinu. Stefnan er að sjálfsögðu að verja titilinn og svo er mikill metnaður fyrir Meistaradeildinni. Það er stefna félagsins að komast inn í riðlakeppnina. Það er langt síðan sænskt félag hefur komist þangað inn. Félagið er með þessi tvö markmið fyrir tímabilið," segir Skúli en litlar breytingar eru á liðinu milli ára.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira