Japanar hrifnir af Farmers Market 2. febrúar 2013 16:00 Góðar viðtökur Jóel Pálsson hjá Farmers Market segir þau halda öllum útlimum á jörðinni þrátt fyrir góðar viðtökur á tískuvikunum í Berlín og Kaupmannahöfn. Hér ásamt konu sinni Bergþóru Guðnadóttur, yfirhönnuði Farmers Market. Fréttablaðið/stefán „Við vorum að fá þær fréttir að salan á Farmers Market í Japan hafi gengið mjög vel í haust sem er auðvitað hið besta mál,“ segir Jóel Pálsson hjá Farmers Market sem þessa dagana er á flakki milli tískuvikna út í heimi. Það er Bergþóra Guðnadóttir sem er hönnuður Farmers Market en þau Jóel eru nýkomin frá Berlín og eru núna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Viðtökur íslenska merkisins, sem er hvað frægast fyrir fallegar prjónaflíkur, hafa verið mjög góðar hingað til. „Við erum á fullu að kynna haust- og vetrarlínu fyrir 2013-14 og höfum bætt við okkur slatta af nýjum söluaðilum hingað og þangað um Evrópu,“ segir Jóel og bætir við að Japan hafi frá upphafi verið þeirra stærsti útflutningsmarkaður. „Nú í haust bættust 15 nýir söluaðilar við í Japan, meðal annars verslanir Loftman og Journal Standard sem eru mjög þekktar keðjur þar í landi. Við stillum þó öllum væntingum í hóf með framhaldið og höldum öllum útlimum á jörðinni. Hlutirnir breytast hratt í þessum bransa.“ Farmers Market er ekki eina íslenska fatamerkið sem freistar gæfunnar á sölu- og tískusýningunum í Kaupmannahöfn en þar eru einnig hönnunarteymi Andersen&Lauth að kynna nýja línu sína. Bæði merkin taka þátt í Reykjavík Fashion Festival í ár. Einnig eru Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með merki sitt Kron by Kronkron í Kaupmannahöfn en þau hafa tekið þátt í tískuvikunni þar síðustu misseri. - áp RFF Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
„Við vorum að fá þær fréttir að salan á Farmers Market í Japan hafi gengið mjög vel í haust sem er auðvitað hið besta mál,“ segir Jóel Pálsson hjá Farmers Market sem þessa dagana er á flakki milli tískuvikna út í heimi. Það er Bergþóra Guðnadóttir sem er hönnuður Farmers Market en þau Jóel eru nýkomin frá Berlín og eru núna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Viðtökur íslenska merkisins, sem er hvað frægast fyrir fallegar prjónaflíkur, hafa verið mjög góðar hingað til. „Við erum á fullu að kynna haust- og vetrarlínu fyrir 2013-14 og höfum bætt við okkur slatta af nýjum söluaðilum hingað og þangað um Evrópu,“ segir Jóel og bætir við að Japan hafi frá upphafi verið þeirra stærsti útflutningsmarkaður. „Nú í haust bættust 15 nýir söluaðilar við í Japan, meðal annars verslanir Loftman og Journal Standard sem eru mjög þekktar keðjur þar í landi. Við stillum þó öllum væntingum í hóf með framhaldið og höldum öllum útlimum á jörðinni. Hlutirnir breytast hratt í þessum bransa.“ Farmers Market er ekki eina íslenska fatamerkið sem freistar gæfunnar á sölu- og tískusýningunum í Kaupmannahöfn en þar eru einnig hönnunarteymi Andersen&Lauth að kynna nýja línu sína. Bæði merkin taka þátt í Reykjavík Fashion Festival í ár. Einnig eru Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með merki sitt Kron by Kronkron í Kaupmannahöfn en þau hafa tekið þátt í tískuvikunni þar síðustu misseri. - áp
RFF Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira