Einbeiti mér að sjálfum mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2013 07:00 Gunnar Nelson er tilbúinn fyrir sinn stærsta bardaga á ferlinum til þessa. Nordic Photos / Getty Images Tæpar tvær vikur eru þar til Gunnar Nelson tekur þátt í sínum öðrum UFC-bardaga og þeim stærsta á ferlinum til þessa. Upphaflega var áætlað að Gunnar myndi mæta Justin Edwards en sá þurfti nýlega að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Nú er ljóst að Gunnar mætir Brasilíumanninum þaulreynda Jorge Santiago en sá er eldri og stærri en Gunnar. Santiago á að baki langan feril í UFC en þetta er þó fyrsti bardagi hans þar í rúmt ár. „Undirbúningurinn gengur prýðilega," sagði Gunnar, rólegur í máli, þegar Fréttablaðið tók hann tali um helgina. „Það breytti voða litlu fyrir mig þó svo að það hafi verið skipt um andstæðing, enda er ég fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég ætla að gera – ekki því sem aðrir gera." Hann á von á erfiðum bardaga gegn Santiago en þess má geta að Gunnar er enn ósigraður í ellefu MMA-bardögum á ferlinum. „Hann er bæði reyndur og góður bardagamaður. Hann er góður í jörðinni og hefur verið svartbeltingur [í brasilísku jiu-jitsu] í mörg ár. Hann er þó líka höggþungur uppi og ég á allt eins von á því að bardaginn verði meira standandi en flestir af mínum bardögum hafa verið hingað til. Þetta mun annars bara allt koma í ljós," sagði Gunnar, sem hefur haldið að mestu til heima við æfingar síðustu vikur og mánuði. „Þjálfarar mínir frá Írlandi eru með annan fótinn hér og svo eru þeir strákar sem ég æfi með heima orðnir ansi góðir. Það hefur því ekki verið nein pressa á mér að flytja út. Ég bjó úti í tvö ár á sínum tíma en núna er ég heima og kann vel við það." Gunnar vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína í sínum fyrsta UFC en hann fór þá létt með Bandaríkjamanninn DeMarques Johnson. Dana White, forseti UFC, hrósaði Gunnari í hástert á blaðamannafundi síðar þetta sama kvöld. Bardagi Gunnars gegn Santiago fer fram á Wembley-Arena þann 16. febrúar og er á svokölluðu „main card" og því einn af aðalbardögum kvöldsins. „Þetta er stærsta svið sem ég hef barist á hingað til og ég er mjög sáttur við þróun mála hingað til. Fólk tekur eftir manni þegar vel gengur og ég er ánægður hjá UFC." Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Sjá meira
Tæpar tvær vikur eru þar til Gunnar Nelson tekur þátt í sínum öðrum UFC-bardaga og þeim stærsta á ferlinum til þessa. Upphaflega var áætlað að Gunnar myndi mæta Justin Edwards en sá þurfti nýlega að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Nú er ljóst að Gunnar mætir Brasilíumanninum þaulreynda Jorge Santiago en sá er eldri og stærri en Gunnar. Santiago á að baki langan feril í UFC en þetta er þó fyrsti bardagi hans þar í rúmt ár. „Undirbúningurinn gengur prýðilega," sagði Gunnar, rólegur í máli, þegar Fréttablaðið tók hann tali um helgina. „Það breytti voða litlu fyrir mig þó svo að það hafi verið skipt um andstæðing, enda er ég fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég ætla að gera – ekki því sem aðrir gera." Hann á von á erfiðum bardaga gegn Santiago en þess má geta að Gunnar er enn ósigraður í ellefu MMA-bardögum á ferlinum. „Hann er bæði reyndur og góður bardagamaður. Hann er góður í jörðinni og hefur verið svartbeltingur [í brasilísku jiu-jitsu] í mörg ár. Hann er þó líka höggþungur uppi og ég á allt eins von á því að bardaginn verði meira standandi en flestir af mínum bardögum hafa verið hingað til. Þetta mun annars bara allt koma í ljós," sagði Gunnar, sem hefur haldið að mestu til heima við æfingar síðustu vikur og mánuði. „Þjálfarar mínir frá Írlandi eru með annan fótinn hér og svo eru þeir strákar sem ég æfi með heima orðnir ansi góðir. Það hefur því ekki verið nein pressa á mér að flytja út. Ég bjó úti í tvö ár á sínum tíma en núna er ég heima og kann vel við það." Gunnar vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína í sínum fyrsta UFC en hann fór þá létt með Bandaríkjamanninn DeMarques Johnson. Dana White, forseti UFC, hrósaði Gunnari í hástert á blaðamannafundi síðar þetta sama kvöld. Bardagi Gunnars gegn Santiago fer fram á Wembley-Arena þann 16. febrúar og er á svokölluðu „main card" og því einn af aðalbardögum kvöldsins. „Þetta er stærsta svið sem ég hef barist á hingað til og ég er mjög sáttur við þróun mála hingað til. Fólk tekur eftir manni þegar vel gengur og ég er ánægður hjá UFC."
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Sjá meira