Aníta: Stefni á bætingu í Gautaborg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2013 06:00 Aníta Hinriksdóttir hefur bætt sig mikið á stuttum tíma. Mynd/ÓskarÓ Anítu Hinriksdóttur virðast fá takmörk sett þessa dagana en um helgina setti hún nýtt Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss þegar hún hljóp á 2:03,27 mínútum á Meistaramóti Íslands fyrir 15-22 ára um helgina. Gamla metið setti hún á Reykjavíkurleikunum tveimur vikum áður en bætingin er upp á rúma eina og hálfa sekúndu. Metið er rétt við Íslandsmet Anítu í 800 m hlaupi utanhúss, 2:03,15 mínútur, sem hún setti á HM unglinga í Barcelona í sumar. „Mér hefur gengið mjög vel að undanförnu," sagði Aníta hógvær í samtali við Fréttablaðið. „Ég veit ekki af hverju það stafar. Ég ætlaði mér fyrst og fremst fyrir þetta hlaup að hlaupa á jafnari millitímum heldur en síðast. Þá var ég orðin mjög þreytt á síðasta hringnum en núna átti ég aðeins meira inni. Ég var mjög kát með þennan tíma," bætti hún við. Árangurinn er ekki síst athyglisverður í ljósi þess að Aníta er aðeins sextán ára gömul. Hún undirbýr sig nú af kappi undir EM fullorðinna í Gautaborg í mars. Þangað til eru tvö mót á dagskrá hér á landi. „Meistaramót Íslands er um næstu helgi og svo bikarmót helgina eftir. Það er því nóg að gera og ég held að það sé fínn undirbúningur fyrir mig," sagði hún. Aníta keppti í flokki 16-17 ára og fékk litla samkeppni, eins og gefur að skilja, þó svo að fleiri hafi verið í hennar flokki. „Ég held að ég eigi örlítið meira inni með samkeppni og ég stefni á að bæta mig aftur í Gautaborg." Aníta á spennandi ár í vændum en meðal annars keppir hún á HM 17 ára og yngri í sumar. Síðastliðið sumar varð hún fjórða sæti í 800 m hlaupi á HM 19 ára og yngri. Frjálsar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira
Anítu Hinriksdóttur virðast fá takmörk sett þessa dagana en um helgina setti hún nýtt Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss þegar hún hljóp á 2:03,27 mínútum á Meistaramóti Íslands fyrir 15-22 ára um helgina. Gamla metið setti hún á Reykjavíkurleikunum tveimur vikum áður en bætingin er upp á rúma eina og hálfa sekúndu. Metið er rétt við Íslandsmet Anítu í 800 m hlaupi utanhúss, 2:03,15 mínútur, sem hún setti á HM unglinga í Barcelona í sumar. „Mér hefur gengið mjög vel að undanförnu," sagði Aníta hógvær í samtali við Fréttablaðið. „Ég veit ekki af hverju það stafar. Ég ætlaði mér fyrst og fremst fyrir þetta hlaup að hlaupa á jafnari millitímum heldur en síðast. Þá var ég orðin mjög þreytt á síðasta hringnum en núna átti ég aðeins meira inni. Ég var mjög kát með þennan tíma," bætti hún við. Árangurinn er ekki síst athyglisverður í ljósi þess að Aníta er aðeins sextán ára gömul. Hún undirbýr sig nú af kappi undir EM fullorðinna í Gautaborg í mars. Þangað til eru tvö mót á dagskrá hér á landi. „Meistaramót Íslands er um næstu helgi og svo bikarmót helgina eftir. Það er því nóg að gera og ég held að það sé fínn undirbúningur fyrir mig," sagði hún. Aníta keppti í flokki 16-17 ára og fékk litla samkeppni, eins og gefur að skilja, þó svo að fleiri hafi verið í hennar flokki. „Ég held að ég eigi örlítið meira inni með samkeppni og ég stefni á að bæta mig aftur í Gautaborg." Aníta á spennandi ár í vændum en meðal annars keppir hún á HM 17 ára og yngri í sumar. Síðastliðið sumar varð hún fjórða sæti í 800 m hlaupi á HM 19 ára og yngri.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira