Næsti fjármálaráðherra Pawel Bartoszek skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Ég vil að næsti fjármálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins viti eitthvað um fjármál. Ég segi þetta ekki vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verra skor en aðrir flokkar þegar kemur að fávísum og óhæfum fjármálaráðherrum og ég segi þetta heldur ekki vegna þess ég geri ekki sömu kröfu til annarra flokka. En Sjálfstæðisflokkurinn mun líklega vinna næstu kosningar og hann mun líklega verða í aðstöðu til að ákveða hver næsti fjármálaráðherra verður. Og Sjálfstæðisflokkurinn á að þekkja fólk sem veit eitthvað um fjármál. Ekkert annað embætti í ríkisstjórninni þarf að vera jafnvel mannað á næsta kjörtímabili. Það þarf að vinna að því að á Íslandi verði aftur frjálst og opið hagkerfi, það þarf að hjálpa hluta landsmanna út úr skuldafangelsi og um leið að verjast ýmsum vondum hugmyndum um stórfelldar eignatilfærslur í því skyni. Staðan verður erfið. Góður fjármálaráðherra mun skipta meira máli en góður forsætisráðherra. Forsætisráðherrann þarf einna helst að sjá til þess að sá sem heldur á tékkheftinu hafi sæmilegan vinnufrið. „Nú er komið að mér“ Hinn mikla uppgang Póllands eftir 1989 má meðal annars þakka því að jafnvel mestu klikkhausarnir settu konu með viti í fjármálaráðuneytið. Á Íslandi hefur ekki alltaf tekist jafnvel til. Hér hefur raunar skapast hefð fyrir einhverjum absúrd ráðherraembættahringekjum. Seinast var skipt um fjármálaráðherra til að kona sem kæmi úr fæðingarorlofi þyrfti ekki að líða það að verða óbreyttur þingmaður. Það var ekki vegna þess að einhver taldi hana bestu manneskju á landinu til að gegna því starfi. Þetta er ekki ætlað sem sérstakt skot á Katrínu Júlíusdóttur. En helst ætti alltaf að byrja á því að manna fjármálaráðuneytið eins vel og mögulegt er og síðan, ef menn endilega, endilega vilja, nota hin ráðherraembættin til að stilla af byggða-, kynja- og flokkakvóta og leyfa æskudraumum kjördæmaoddvita að rætast. Ekki öfugt. Ég er ekki að segja að heilbrigðisráðherrar þurfi alltaf að vera læknar og utanríkisráðherrar alltaf að kunna frönsku. Ráðherraembætti eru pólitísk embætti og pólitíkusar mega alveg vera í þeim. En plís, höfum samt fagmann í fjármálaráðuneytinu. Allavega næstu fjögur árin. Vissulega banna engin lög að ráðinn sé fjármálaráðherra sem veit ekkert um peninga, ekki frekar en nein lög banna eigendum fyrirtækis að ráða ólæsan og talnablindan fjármálastjóra. En hvorugt er samt sniðugt. Stundum er þessu öllu snúið við og látið sem menntun sé ekki bara formlega óþörf heldur jafnvel beinlínis til trafala. Það er auðvitað rugl. Það er stór kostur að fjármálaráðherra hafi næga fagþekkingu til að rengja skoðanir undirmanna sinna.Höftin Það ríkja gjaldeyrishöft á Íslandi. Genginu er handstýrt til að vernda þá starfsemi sem fyrir er á kostnað þess sem hugsanlega gæti orðið. Það er ömurlegt viðskiptaumhverfi og fólk mun ekki vilja búa við slíkt. Planið núna virðist vera það að markaðurinn öðlist trú á krónunni, gengi hennar styrkist og þá sé hægt að afnema höftin. Auðvitað er þetta plan ekki að ganga. Gengið er áfram lágt þrátt fyrir að sífellt sé verið sé að herða höftin. En segjum jafnvel að planið gengi allt eftir. Þá býr þetta auðvitað ekki til neina varanlega lausn. Örgjaldmiðlar eins og íslenska krónan munu aldrei geta varist áföllum öðruvísi en með gjaldeyrishöftum eða hótunum um þau. Að undanförnu hefur eftirfarandi lína heyrst: „Við sitjum uppi með krónuna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Að heyra þetta úr munni stjórnmálamanna er rugl. Auðvitað breytist ekkert ef fólk sem getur breytt hlutum nennir því ekki. En ég vil einmitt að næsti fjármálaráðherra verði manneskja sem getur myndað sér eigin skoðun á því hvað sé best fyrir Ísland, óháð hvers kyns kreddum og vangaveltum um hvað öðrum kunni að þykja líklegt til vinsælda. Næsti fjármálaráðherra þarf að vera þungavigtarmanneskja þegar kemur að fjármálum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn telur sig hafa slíka manneskju innan raða frambjóðenda sinna þá á hann að tefla henni fram í kosningabaráttunni. Ef hann telur svo ekki vera þá ætti hann að leita út fyrir raðir væntanlegra þingmanna flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ég vil að næsti fjármálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins viti eitthvað um fjármál. Ég segi þetta ekki vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verra skor en aðrir flokkar þegar kemur að fávísum og óhæfum fjármálaráðherrum og ég segi þetta heldur ekki vegna þess ég geri ekki sömu kröfu til annarra flokka. En Sjálfstæðisflokkurinn mun líklega vinna næstu kosningar og hann mun líklega verða í aðstöðu til að ákveða hver næsti fjármálaráðherra verður. Og Sjálfstæðisflokkurinn á að þekkja fólk sem veit eitthvað um fjármál. Ekkert annað embætti í ríkisstjórninni þarf að vera jafnvel mannað á næsta kjörtímabili. Það þarf að vinna að því að á Íslandi verði aftur frjálst og opið hagkerfi, það þarf að hjálpa hluta landsmanna út úr skuldafangelsi og um leið að verjast ýmsum vondum hugmyndum um stórfelldar eignatilfærslur í því skyni. Staðan verður erfið. Góður fjármálaráðherra mun skipta meira máli en góður forsætisráðherra. Forsætisráðherrann þarf einna helst að sjá til þess að sá sem heldur á tékkheftinu hafi sæmilegan vinnufrið. „Nú er komið að mér“ Hinn mikla uppgang Póllands eftir 1989 má meðal annars þakka því að jafnvel mestu klikkhausarnir settu konu með viti í fjármálaráðuneytið. Á Íslandi hefur ekki alltaf tekist jafnvel til. Hér hefur raunar skapast hefð fyrir einhverjum absúrd ráðherraembættahringekjum. Seinast var skipt um fjármálaráðherra til að kona sem kæmi úr fæðingarorlofi þyrfti ekki að líða það að verða óbreyttur þingmaður. Það var ekki vegna þess að einhver taldi hana bestu manneskju á landinu til að gegna því starfi. Þetta er ekki ætlað sem sérstakt skot á Katrínu Júlíusdóttur. En helst ætti alltaf að byrja á því að manna fjármálaráðuneytið eins vel og mögulegt er og síðan, ef menn endilega, endilega vilja, nota hin ráðherraembættin til að stilla af byggða-, kynja- og flokkakvóta og leyfa æskudraumum kjördæmaoddvita að rætast. Ekki öfugt. Ég er ekki að segja að heilbrigðisráðherrar þurfi alltaf að vera læknar og utanríkisráðherrar alltaf að kunna frönsku. Ráðherraembætti eru pólitísk embætti og pólitíkusar mega alveg vera í þeim. En plís, höfum samt fagmann í fjármálaráðuneytinu. Allavega næstu fjögur árin. Vissulega banna engin lög að ráðinn sé fjármálaráðherra sem veit ekkert um peninga, ekki frekar en nein lög banna eigendum fyrirtækis að ráða ólæsan og talnablindan fjármálastjóra. En hvorugt er samt sniðugt. Stundum er þessu öllu snúið við og látið sem menntun sé ekki bara formlega óþörf heldur jafnvel beinlínis til trafala. Það er auðvitað rugl. Það er stór kostur að fjármálaráðherra hafi næga fagþekkingu til að rengja skoðanir undirmanna sinna.Höftin Það ríkja gjaldeyrishöft á Íslandi. Genginu er handstýrt til að vernda þá starfsemi sem fyrir er á kostnað þess sem hugsanlega gæti orðið. Það er ömurlegt viðskiptaumhverfi og fólk mun ekki vilja búa við slíkt. Planið núna virðist vera það að markaðurinn öðlist trú á krónunni, gengi hennar styrkist og þá sé hægt að afnema höftin. Auðvitað er þetta plan ekki að ganga. Gengið er áfram lágt þrátt fyrir að sífellt sé verið sé að herða höftin. En segjum jafnvel að planið gengi allt eftir. Þá býr þetta auðvitað ekki til neina varanlega lausn. Örgjaldmiðlar eins og íslenska krónan munu aldrei geta varist áföllum öðruvísi en með gjaldeyrishöftum eða hótunum um þau. Að undanförnu hefur eftirfarandi lína heyrst: „Við sitjum uppi með krónuna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Að heyra þetta úr munni stjórnmálamanna er rugl. Auðvitað breytist ekkert ef fólk sem getur breytt hlutum nennir því ekki. En ég vil einmitt að næsti fjármálaráðherra verði manneskja sem getur myndað sér eigin skoðun á því hvað sé best fyrir Ísland, óháð hvers kyns kreddum og vangaveltum um hvað öðrum kunni að þykja líklegt til vinsælda. Næsti fjármálaráðherra þarf að vera þungavigtarmanneskja þegar kemur að fjármálum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn telur sig hafa slíka manneskju innan raða frambjóðenda sinna þá á hann að tefla henni fram í kosningabaráttunni. Ef hann telur svo ekki vera þá ætti hann að leita út fyrir raðir væntanlegra þingmanna flokksins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar