Næsti fjármálaráðherra Pawel Bartoszek skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Ég vil að næsti fjármálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins viti eitthvað um fjármál. Ég segi þetta ekki vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verra skor en aðrir flokkar þegar kemur að fávísum og óhæfum fjármálaráðherrum og ég segi þetta heldur ekki vegna þess ég geri ekki sömu kröfu til annarra flokka. En Sjálfstæðisflokkurinn mun líklega vinna næstu kosningar og hann mun líklega verða í aðstöðu til að ákveða hver næsti fjármálaráðherra verður. Og Sjálfstæðisflokkurinn á að þekkja fólk sem veit eitthvað um fjármál. Ekkert annað embætti í ríkisstjórninni þarf að vera jafnvel mannað á næsta kjörtímabili. Það þarf að vinna að því að á Íslandi verði aftur frjálst og opið hagkerfi, það þarf að hjálpa hluta landsmanna út úr skuldafangelsi og um leið að verjast ýmsum vondum hugmyndum um stórfelldar eignatilfærslur í því skyni. Staðan verður erfið. Góður fjármálaráðherra mun skipta meira máli en góður forsætisráðherra. Forsætisráðherrann þarf einna helst að sjá til þess að sá sem heldur á tékkheftinu hafi sæmilegan vinnufrið. „Nú er komið að mér“ Hinn mikla uppgang Póllands eftir 1989 má meðal annars þakka því að jafnvel mestu klikkhausarnir settu konu með viti í fjármálaráðuneytið. Á Íslandi hefur ekki alltaf tekist jafnvel til. Hér hefur raunar skapast hefð fyrir einhverjum absúrd ráðherraembættahringekjum. Seinast var skipt um fjármálaráðherra til að kona sem kæmi úr fæðingarorlofi þyrfti ekki að líða það að verða óbreyttur þingmaður. Það var ekki vegna þess að einhver taldi hana bestu manneskju á landinu til að gegna því starfi. Þetta er ekki ætlað sem sérstakt skot á Katrínu Júlíusdóttur. En helst ætti alltaf að byrja á því að manna fjármálaráðuneytið eins vel og mögulegt er og síðan, ef menn endilega, endilega vilja, nota hin ráðherraembættin til að stilla af byggða-, kynja- og flokkakvóta og leyfa æskudraumum kjördæmaoddvita að rætast. Ekki öfugt. Ég er ekki að segja að heilbrigðisráðherrar þurfi alltaf að vera læknar og utanríkisráðherrar alltaf að kunna frönsku. Ráðherraembætti eru pólitísk embætti og pólitíkusar mega alveg vera í þeim. En plís, höfum samt fagmann í fjármálaráðuneytinu. Allavega næstu fjögur árin. Vissulega banna engin lög að ráðinn sé fjármálaráðherra sem veit ekkert um peninga, ekki frekar en nein lög banna eigendum fyrirtækis að ráða ólæsan og talnablindan fjármálastjóra. En hvorugt er samt sniðugt. Stundum er þessu öllu snúið við og látið sem menntun sé ekki bara formlega óþörf heldur jafnvel beinlínis til trafala. Það er auðvitað rugl. Það er stór kostur að fjármálaráðherra hafi næga fagþekkingu til að rengja skoðanir undirmanna sinna.Höftin Það ríkja gjaldeyrishöft á Íslandi. Genginu er handstýrt til að vernda þá starfsemi sem fyrir er á kostnað þess sem hugsanlega gæti orðið. Það er ömurlegt viðskiptaumhverfi og fólk mun ekki vilja búa við slíkt. Planið núna virðist vera það að markaðurinn öðlist trú á krónunni, gengi hennar styrkist og þá sé hægt að afnema höftin. Auðvitað er þetta plan ekki að ganga. Gengið er áfram lágt þrátt fyrir að sífellt sé verið sé að herða höftin. En segjum jafnvel að planið gengi allt eftir. Þá býr þetta auðvitað ekki til neina varanlega lausn. Örgjaldmiðlar eins og íslenska krónan munu aldrei geta varist áföllum öðruvísi en með gjaldeyrishöftum eða hótunum um þau. Að undanförnu hefur eftirfarandi lína heyrst: „Við sitjum uppi með krónuna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Að heyra þetta úr munni stjórnmálamanna er rugl. Auðvitað breytist ekkert ef fólk sem getur breytt hlutum nennir því ekki. En ég vil einmitt að næsti fjármálaráðherra verði manneskja sem getur myndað sér eigin skoðun á því hvað sé best fyrir Ísland, óháð hvers kyns kreddum og vangaveltum um hvað öðrum kunni að þykja líklegt til vinsælda. Næsti fjármálaráðherra þarf að vera þungavigtarmanneskja þegar kemur að fjármálum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn telur sig hafa slíka manneskju innan raða frambjóðenda sinna þá á hann að tefla henni fram í kosningabaráttunni. Ef hann telur svo ekki vera þá ætti hann að leita út fyrir raðir væntanlegra þingmanna flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég vil að næsti fjármálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins viti eitthvað um fjármál. Ég segi þetta ekki vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verra skor en aðrir flokkar þegar kemur að fávísum og óhæfum fjármálaráðherrum og ég segi þetta heldur ekki vegna þess ég geri ekki sömu kröfu til annarra flokka. En Sjálfstæðisflokkurinn mun líklega vinna næstu kosningar og hann mun líklega verða í aðstöðu til að ákveða hver næsti fjármálaráðherra verður. Og Sjálfstæðisflokkurinn á að þekkja fólk sem veit eitthvað um fjármál. Ekkert annað embætti í ríkisstjórninni þarf að vera jafnvel mannað á næsta kjörtímabili. Það þarf að vinna að því að á Íslandi verði aftur frjálst og opið hagkerfi, það þarf að hjálpa hluta landsmanna út úr skuldafangelsi og um leið að verjast ýmsum vondum hugmyndum um stórfelldar eignatilfærslur í því skyni. Staðan verður erfið. Góður fjármálaráðherra mun skipta meira máli en góður forsætisráðherra. Forsætisráðherrann þarf einna helst að sjá til þess að sá sem heldur á tékkheftinu hafi sæmilegan vinnufrið. „Nú er komið að mér“ Hinn mikla uppgang Póllands eftir 1989 má meðal annars þakka því að jafnvel mestu klikkhausarnir settu konu með viti í fjármálaráðuneytið. Á Íslandi hefur ekki alltaf tekist jafnvel til. Hér hefur raunar skapast hefð fyrir einhverjum absúrd ráðherraembættahringekjum. Seinast var skipt um fjármálaráðherra til að kona sem kæmi úr fæðingarorlofi þyrfti ekki að líða það að verða óbreyttur þingmaður. Það var ekki vegna þess að einhver taldi hana bestu manneskju á landinu til að gegna því starfi. Þetta er ekki ætlað sem sérstakt skot á Katrínu Júlíusdóttur. En helst ætti alltaf að byrja á því að manna fjármálaráðuneytið eins vel og mögulegt er og síðan, ef menn endilega, endilega vilja, nota hin ráðherraembættin til að stilla af byggða-, kynja- og flokkakvóta og leyfa æskudraumum kjördæmaoddvita að rætast. Ekki öfugt. Ég er ekki að segja að heilbrigðisráðherrar þurfi alltaf að vera læknar og utanríkisráðherrar alltaf að kunna frönsku. Ráðherraembætti eru pólitísk embætti og pólitíkusar mega alveg vera í þeim. En plís, höfum samt fagmann í fjármálaráðuneytinu. Allavega næstu fjögur árin. Vissulega banna engin lög að ráðinn sé fjármálaráðherra sem veit ekkert um peninga, ekki frekar en nein lög banna eigendum fyrirtækis að ráða ólæsan og talnablindan fjármálastjóra. En hvorugt er samt sniðugt. Stundum er þessu öllu snúið við og látið sem menntun sé ekki bara formlega óþörf heldur jafnvel beinlínis til trafala. Það er auðvitað rugl. Það er stór kostur að fjármálaráðherra hafi næga fagþekkingu til að rengja skoðanir undirmanna sinna.Höftin Það ríkja gjaldeyrishöft á Íslandi. Genginu er handstýrt til að vernda þá starfsemi sem fyrir er á kostnað þess sem hugsanlega gæti orðið. Það er ömurlegt viðskiptaumhverfi og fólk mun ekki vilja búa við slíkt. Planið núna virðist vera það að markaðurinn öðlist trú á krónunni, gengi hennar styrkist og þá sé hægt að afnema höftin. Auðvitað er þetta plan ekki að ganga. Gengið er áfram lágt þrátt fyrir að sífellt sé verið sé að herða höftin. En segjum jafnvel að planið gengi allt eftir. Þá býr þetta auðvitað ekki til neina varanlega lausn. Örgjaldmiðlar eins og íslenska krónan munu aldrei geta varist áföllum öðruvísi en með gjaldeyrishöftum eða hótunum um þau. Að undanförnu hefur eftirfarandi lína heyrst: „Við sitjum uppi með krónuna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Að heyra þetta úr munni stjórnmálamanna er rugl. Auðvitað breytist ekkert ef fólk sem getur breytt hlutum nennir því ekki. En ég vil einmitt að næsti fjármálaráðherra verði manneskja sem getur myndað sér eigin skoðun á því hvað sé best fyrir Ísland, óháð hvers kyns kreddum og vangaveltum um hvað öðrum kunni að þykja líklegt til vinsælda. Næsti fjármálaráðherra þarf að vera þungavigtarmanneskja þegar kemur að fjármálum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn telur sig hafa slíka manneskju innan raða frambjóðenda sinna þá á hann að tefla henni fram í kosningabaráttunni. Ef hann telur svo ekki vera þá ætti hann að leita út fyrir raðir væntanlegra þingmanna flokksins.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun