Sprengjur Feneyjanefndar Pawel Bartoszek skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Nú hefur Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað drögum að áliti sínu á þeim stjórnarskrártillögum sem eru til umræðu á Alþingi. Í einni af fyrstu fréttum vikunnar um álitið kom fram að „enga sprengju“ væri þar að finna. Það er rangt. Álitið geymir þó nokkrar sprengjur.Sprengja eitt Feneyjanefndin leggur til að kaflinn um mannréttindi verði endurskoðaður. Að mati Feneyjanefndar er m.a. „afar mikilvægt að tekið verði tillit til þess grundvallarmunar sem er á 1) hefðbundnum mannréttindum (frelsisréttindum), 2) félagslegum og efnahagslegum réttindum og 3) skuldbindingum sem varða þjóðfélagið í heild sinni (svokölluðum 3. kynslóða réttindum)“. Feneyjanefndin segir að frumvarpið setji allar þrjár gerðir réttinda í sama kafla án þess að taka tillit til ólíkrar stöðu þeirra. Undir þetta má taka. Tökum málfrelsi annars vegar og réttinn til heilbrigðisþjónustu hins vegar. Bæði þessi réttindi eru í II. kafla stjórnarskrárdraganna. Það fyrra, málfrelsið, þarf til dæmis aldrei að skerða vegna „kostnaðar“. Við komust ekki hjá því með það síðara, réttinn til heilbrigðisþjónustu, sama hve mikið við vildum annað. Nú segja stjórnarskrárdrögin líka að „einkaaðilar skuli, eftir því sem við á, virða þau réttindi sem kveðið er á um í II. kafla“. Samþykki maður þessa (raunar fremur framsæknu) hugmynd má ímynda sér að einkaaðilar geti undir einhverjum kringumstæðum verið bundnir af því að brjóta ekki á málfrelsi fólks. En eiga þeir sem reka heilbrigðisfyrirtæki að tryggja rétt fólks til heilbrigðisþjónustu? Á það við? Er það ljóst? Vel að merkja: Feneyjanefndin segir ekki að við megum ekki hafa öll þau réttindi í stjórnarskránni sem upp eru talin í drögunum. En sé það gert þá þurfi kannski að vanda betur til verks, t.d. að skipta mannréttindakaflanum upp til að ljósara verði hver beri skyldur hvenær og undir hvaða kringumstæðum megi skerða þau réttindi sem um ræðir.Sprengja tvö Hér eru ummæli sérfræðinga Feneyjanefndarinnar um það stjórnkerfi sem stjórnarskrárdrögin draga upp: „Það stjórnkerfi sem lagt er til er fremur flókið og markast af ósamræmi.“ „Þegar á heildina er litið hefur Feneyjanefndin ástæðu til að sjá hættu á pólitísku þrátefli og óstöðugleika sem getur með alvarlegum hætti grafið undan góðum stjórnarháttum ríkisins.“ Þetta eru þyngri orð en oftast sjást í ályktunum Feneyjanefndar. Í því ljósi hlýtur hæpið að teljast að hægt verði að „laga stjórnkerfið“ milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu. Eigi að taka ábendingarnar alvarlega þarf að endurskoða tillögurnar um stjórnkerfið gaumgæfilega og senda þær svo aftur til yfirlestrar Feneyjanefndarinnar.Sprengja þrjú Hvað varðar fyrirkomulag ráðningar dómara og það hlutverk sem forsetanum, ráðherrum og þingi er ætlað í því mælir nefndin mjög eindregið gegn þeirri leið sem lögð er til. „Feneyjanefndin leggur þannig áherslu á að Alþingi sé ekki rétti staðurinn til að ræða hæfni [umsækjenda um dómarastöður] og að aðferðin sem frumvarpið leggur til feli í sér skýran möguleika á pólitískum ráðningum. Þetta vekur upp alvarlegar spurningar með tilliti til evrópskra viðmiða og getur ekki talist ásættanlegt.“ Hér er tekið mjög sterkt til orða. Stjórnarskrárgjafi sem vill taka sig alvarlega verður að bregðast við þessum ábendingum og senda drögin til yfirlestrar aftur að því loknu.Að lokum Í umsögn um finnsku stjórnarskrána frá 2007 er að finna setningu um að „stjórnarskráin sé í samræmi við evrópsk viðmið um lýðræði, réttarríki og mannréttindi“. Slíka setningu er ekki að finna í bráðabirgðaáliti Feneyjanefndar um þau drög sem nú liggja fyrir. Þvert á móti er margt þar með því allra beinskeyttasta sem sést hefur. Hvað er þá best að gera? Viljum við skapa þá hefð að knappur þingmeirihluti geti alltaf hunsað mjög eindregin tilmæli evrópskra sérfræðinga um stjórnskipan og þrýst stjórnarskrárbreytingum í gegn með hæpnum einhliða fullyrðingum um að í raun hafi þegar verið brugðist við álitinu? Eða eigum við að skapa þá hefð að menn taki mark á slíkum álitum, geri nauðsynlegar breytingar í rólegheitum og sendi svo málið aftur út til Feneyjanefndarinnar? Væri það ekki hefð sem við gætum öll verið stolt af? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú hefur Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað drögum að áliti sínu á þeim stjórnarskrártillögum sem eru til umræðu á Alþingi. Í einni af fyrstu fréttum vikunnar um álitið kom fram að „enga sprengju“ væri þar að finna. Það er rangt. Álitið geymir þó nokkrar sprengjur.Sprengja eitt Feneyjanefndin leggur til að kaflinn um mannréttindi verði endurskoðaður. Að mati Feneyjanefndar er m.a. „afar mikilvægt að tekið verði tillit til þess grundvallarmunar sem er á 1) hefðbundnum mannréttindum (frelsisréttindum), 2) félagslegum og efnahagslegum réttindum og 3) skuldbindingum sem varða þjóðfélagið í heild sinni (svokölluðum 3. kynslóða réttindum)“. Feneyjanefndin segir að frumvarpið setji allar þrjár gerðir réttinda í sama kafla án þess að taka tillit til ólíkrar stöðu þeirra. Undir þetta má taka. Tökum málfrelsi annars vegar og réttinn til heilbrigðisþjónustu hins vegar. Bæði þessi réttindi eru í II. kafla stjórnarskrárdraganna. Það fyrra, málfrelsið, þarf til dæmis aldrei að skerða vegna „kostnaðar“. Við komust ekki hjá því með það síðara, réttinn til heilbrigðisþjónustu, sama hve mikið við vildum annað. Nú segja stjórnarskrárdrögin líka að „einkaaðilar skuli, eftir því sem við á, virða þau réttindi sem kveðið er á um í II. kafla“. Samþykki maður þessa (raunar fremur framsæknu) hugmynd má ímynda sér að einkaaðilar geti undir einhverjum kringumstæðum verið bundnir af því að brjóta ekki á málfrelsi fólks. En eiga þeir sem reka heilbrigðisfyrirtæki að tryggja rétt fólks til heilbrigðisþjónustu? Á það við? Er það ljóst? Vel að merkja: Feneyjanefndin segir ekki að við megum ekki hafa öll þau réttindi í stjórnarskránni sem upp eru talin í drögunum. En sé það gert þá þurfi kannski að vanda betur til verks, t.d. að skipta mannréttindakaflanum upp til að ljósara verði hver beri skyldur hvenær og undir hvaða kringumstæðum megi skerða þau réttindi sem um ræðir.Sprengja tvö Hér eru ummæli sérfræðinga Feneyjanefndarinnar um það stjórnkerfi sem stjórnarskrárdrögin draga upp: „Það stjórnkerfi sem lagt er til er fremur flókið og markast af ósamræmi.“ „Þegar á heildina er litið hefur Feneyjanefndin ástæðu til að sjá hættu á pólitísku þrátefli og óstöðugleika sem getur með alvarlegum hætti grafið undan góðum stjórnarháttum ríkisins.“ Þetta eru þyngri orð en oftast sjást í ályktunum Feneyjanefndar. Í því ljósi hlýtur hæpið að teljast að hægt verði að „laga stjórnkerfið“ milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu. Eigi að taka ábendingarnar alvarlega þarf að endurskoða tillögurnar um stjórnkerfið gaumgæfilega og senda þær svo aftur til yfirlestrar Feneyjanefndarinnar.Sprengja þrjú Hvað varðar fyrirkomulag ráðningar dómara og það hlutverk sem forsetanum, ráðherrum og þingi er ætlað í því mælir nefndin mjög eindregið gegn þeirri leið sem lögð er til. „Feneyjanefndin leggur þannig áherslu á að Alþingi sé ekki rétti staðurinn til að ræða hæfni [umsækjenda um dómarastöður] og að aðferðin sem frumvarpið leggur til feli í sér skýran möguleika á pólitískum ráðningum. Þetta vekur upp alvarlegar spurningar með tilliti til evrópskra viðmiða og getur ekki talist ásættanlegt.“ Hér er tekið mjög sterkt til orða. Stjórnarskrárgjafi sem vill taka sig alvarlega verður að bregðast við þessum ábendingum og senda drögin til yfirlestrar aftur að því loknu.Að lokum Í umsögn um finnsku stjórnarskrána frá 2007 er að finna setningu um að „stjórnarskráin sé í samræmi við evrópsk viðmið um lýðræði, réttarríki og mannréttindi“. Slíka setningu er ekki að finna í bráðabirgðaáliti Feneyjanefndar um þau drög sem nú liggja fyrir. Þvert á móti er margt þar með því allra beinskeyttasta sem sést hefur. Hvað er þá best að gera? Viljum við skapa þá hefð að knappur þingmeirihluti geti alltaf hunsað mjög eindregin tilmæli evrópskra sérfræðinga um stjórnskipan og þrýst stjórnarskrárbreytingum í gegn með hæpnum einhliða fullyrðingum um að í raun hafi þegar verið brugðist við álitinu? Eða eigum við að skapa þá hefð að menn taki mark á slíkum álitum, geri nauðsynlegar breytingar í rólegheitum og sendi svo málið aftur út til Feneyjanefndarinnar? Væri það ekki hefð sem við gætum öll verið stolt af?
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar