Atvinna eykst í Reykjavík Dagur B. Eggertsson skrifar 20. febrúar 2013 06:00 Nýjar tölur sem unnar hafa verið af Hagstofu Íslands sýna að störfum hefur fjölgað um 3.000 í Reykjavík frá árinu 2010. Á sama tíma hefur dregið hraðar úr atvinnuleysi í Reykjavík en í landinu í heild, ef litið er til meðaltals. Flest hafa þessi nýju störf orðið til á almennum markaði. Reykjavíkurborg hefur stutt við þessa jákvæðu þróun eftir megni með ákvörðunum sínum og stefnumótun. Ný atvinnustefna borginnar miðar að því að auka fjárfestingu í fjölbreyttu atvinnulífi, efla ferðaþjónustu, þekkingariðnað, skapandi greinar og græna hagkerfið. Þetta höfum við meðal annars gert frá 2010: Í fyrsta lagi var yfirstandandi framkvæmdum borgarinnar flýtt um leið og nýr meirihluti tók við völdum 2010. Einnig var ákveðið að efna til fjárfestingarátaks árin 2011-13 að jafnvirði 6,5 milljarða á ári. Fyrir vikið hefur verið hægt að flýta byggingu nýrra skóla, hjólreiðastíga og endurgera götur og sundlaugar svo fátt eitt sé nefnt.Ferðaþjónusta stærsti þátturinn Í öðru lagi lagði Reykjavíkurborg fram fé til markaðssetningar í ferðaþjónustu í samstarfi við ríkið og fyrirtæki í ferðaþjónustu undir merkjum Inspired by Iceland. Sömuleiðis var stofnuð Ráðstefnuskrifstofa Reykjavíkur með Icelandair, Hörpu og fleiri fyrirtækjum til að fjölga stórviðburðum og efla ráðstefnuhald í borginni. Ferðaþjónusta er líklega sú grein atvinnulífsins sem á stærstan þátt í fjölgun starfa í borginni. Í þriðja lagi hefur skipulagi víða verið breytt í takt við nýjar áherslur eftir hrun og til að mæta breyttri eftirspurn. Skipulag styður nú sérstaklega við byggingu lítilla og meðalstórra íbúða miðsvæðis í Reykjavík og uppbyggingu leigumarkaðar. Til að fylgja eftir vexti ferðaþjónustu er uppbygging hótel- og gistirýma jafnframt allvíða í undirbúningi. Í fjórða lagi hefur verið ýtt undir fjárfestingu í sjávarútvegi með lóðaúthlutun fyrir nýja frystigeymslu HB-Granda og endurnýjun lóðaleigusamninga fyrir Brim. Hafnirnar hafa einnig lagt fram húsnæði fyrir sprotafyrirtæki undir merkjum Sjávarklasans í Bakkaskemmu (við Kaffivagninn). Þá er staðinn vörður um hafnarstarfsemi og sjósókn í nýju skipulagi gömlu hafnarinnar. Í fimmta lagi hefur verið unnið að skipulagi nýs Landspítala og unnið þétt með Háskóla Íslands til að stuðla að byggingu Vísindagarða við HÍ. Vatnsmýrarsvæðið er hjarta þekkingarhagkerfisins á Íslandi og á gríðarleg sóknarfæri sem borgin vill nýta.Störf í stað bóta Í sjötta lagi hefur verið unnið markvisst að því að bjóða hundruðum langtímaatvinnulausra Reykvíkinga störf í stað bóta í samvinnu við Vinnumálastofnun og aðila vinnumarkaðarins. Svipuð úrræði hafa verið þróuð fyrir ungt fólk án bótaréttar. Þá er þess ógetið að kvikmyndagerð og skapandi greinar hafa verið í miklum vexti. Þar á borgin raunar minnstan þátt en skattaívilnanir vegna kvikmyndagerðar ásamt blómlegri grasrót framsækinna fyrirtækja hefur skipt meginmáli. Búast má við enn frekari blóma í kvikmyndagerð með tvöföldun Kvikmyndasjóðs í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Á næstu árum þarf að sækja enn frekar fram í atvinnumálum og skapa upprennandi kynslóðum fyrsta flokks lífsskilyrði og spennandi tækifæri. Í því mun Reykjavík ekki láta sitt eftir liggja. Borgin vill axla hlutverk sitt sem höfuðborg og varða leiðina út úr kreppunni með því að stuðla að fjárfestingu í fjölbreyttu og spennandi atvinnulífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nýjar tölur sem unnar hafa verið af Hagstofu Íslands sýna að störfum hefur fjölgað um 3.000 í Reykjavík frá árinu 2010. Á sama tíma hefur dregið hraðar úr atvinnuleysi í Reykjavík en í landinu í heild, ef litið er til meðaltals. Flest hafa þessi nýju störf orðið til á almennum markaði. Reykjavíkurborg hefur stutt við þessa jákvæðu þróun eftir megni með ákvörðunum sínum og stefnumótun. Ný atvinnustefna borginnar miðar að því að auka fjárfestingu í fjölbreyttu atvinnulífi, efla ferðaþjónustu, þekkingariðnað, skapandi greinar og græna hagkerfið. Þetta höfum við meðal annars gert frá 2010: Í fyrsta lagi var yfirstandandi framkvæmdum borgarinnar flýtt um leið og nýr meirihluti tók við völdum 2010. Einnig var ákveðið að efna til fjárfestingarátaks árin 2011-13 að jafnvirði 6,5 milljarða á ári. Fyrir vikið hefur verið hægt að flýta byggingu nýrra skóla, hjólreiðastíga og endurgera götur og sundlaugar svo fátt eitt sé nefnt.Ferðaþjónusta stærsti þátturinn Í öðru lagi lagði Reykjavíkurborg fram fé til markaðssetningar í ferðaþjónustu í samstarfi við ríkið og fyrirtæki í ferðaþjónustu undir merkjum Inspired by Iceland. Sömuleiðis var stofnuð Ráðstefnuskrifstofa Reykjavíkur með Icelandair, Hörpu og fleiri fyrirtækjum til að fjölga stórviðburðum og efla ráðstefnuhald í borginni. Ferðaþjónusta er líklega sú grein atvinnulífsins sem á stærstan þátt í fjölgun starfa í borginni. Í þriðja lagi hefur skipulagi víða verið breytt í takt við nýjar áherslur eftir hrun og til að mæta breyttri eftirspurn. Skipulag styður nú sérstaklega við byggingu lítilla og meðalstórra íbúða miðsvæðis í Reykjavík og uppbyggingu leigumarkaðar. Til að fylgja eftir vexti ferðaþjónustu er uppbygging hótel- og gistirýma jafnframt allvíða í undirbúningi. Í fjórða lagi hefur verið ýtt undir fjárfestingu í sjávarútvegi með lóðaúthlutun fyrir nýja frystigeymslu HB-Granda og endurnýjun lóðaleigusamninga fyrir Brim. Hafnirnar hafa einnig lagt fram húsnæði fyrir sprotafyrirtæki undir merkjum Sjávarklasans í Bakkaskemmu (við Kaffivagninn). Þá er staðinn vörður um hafnarstarfsemi og sjósókn í nýju skipulagi gömlu hafnarinnar. Í fimmta lagi hefur verið unnið að skipulagi nýs Landspítala og unnið þétt með Háskóla Íslands til að stuðla að byggingu Vísindagarða við HÍ. Vatnsmýrarsvæðið er hjarta þekkingarhagkerfisins á Íslandi og á gríðarleg sóknarfæri sem borgin vill nýta.Störf í stað bóta Í sjötta lagi hefur verið unnið markvisst að því að bjóða hundruðum langtímaatvinnulausra Reykvíkinga störf í stað bóta í samvinnu við Vinnumálastofnun og aðila vinnumarkaðarins. Svipuð úrræði hafa verið þróuð fyrir ungt fólk án bótaréttar. Þá er þess ógetið að kvikmyndagerð og skapandi greinar hafa verið í miklum vexti. Þar á borgin raunar minnstan þátt en skattaívilnanir vegna kvikmyndagerðar ásamt blómlegri grasrót framsækinna fyrirtækja hefur skipt meginmáli. Búast má við enn frekari blóma í kvikmyndagerð með tvöföldun Kvikmyndasjóðs í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Á næstu árum þarf að sækja enn frekar fram í atvinnumálum og skapa upprennandi kynslóðum fyrsta flokks lífsskilyrði og spennandi tækifæri. Í því mun Reykjavík ekki láta sitt eftir liggja. Borgin vill axla hlutverk sitt sem höfuðborg og varða leiðina út úr kreppunni með því að stuðla að fjárfestingu í fjölbreyttu og spennandi atvinnulífi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun