Inneignarnóta innanlands Pawel Bartoszek skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Eins og stundum áður fékk ég sömu bókina tvisvar í jólagjöf. Nú var það fallega myndskreytt myndasaga upp úr Biblíusögum eftir Hugleik Dagsson. Ég hef almennt litla þörf fyrir að lesa bækur tvisvar, hvað þá að eiga þær tvisvar, svo ljóst var að öðru eintakinu þurfti að skila. Strax á aðfangadagskvöldi þurfti ég þannig í reynd að velja milli tveggja inneignarnóta, einnar úr Hagkaupum og annarrar úr Eymundsson. Nú þurfti að hugsa: Bókin hafði kostað minna í Hagkaupum. Ég gat því fengið meiri pening fyrir að skila eintakinu sem keypt var í Eymundsson. Aftur móti var fjölbreyttara vöruúrval í Hagkaupum, en reyndar ekki þegar kom að bókum. Og kannski langaði mig mest í aðra bók hvort sem er? Ég skilaði bókinni í bókabúðina. Veit reyndar ekki hvar nótan er niðurkomin. Hún hlýtur að finnast.Bland.is hagfræði Krónan hefur stundum verið kölluð nöfnum á borð við „Matador-peningar" af andstæðingum hennar (ég er þar meðtalinn). Það er auðvitað ekki fullkomlega sanngjarn samanburður. Krónan er mun nær því að vera einhvers konar „inneignarnóta innanlands". Fyrir inneignarnótu í Hagkaupum er hægt að kaupa leikföng, föt og mat. Það sama gildir um íslensku krónuna. En hvorki inneignarnótan né íslenska krónan eru alvörugjaldmiðlar sem nýtast til fulls í viðskiptum manna á milli. Inneignarnótan í Hagkaupum er gagnslítil utan Hagkaupa, íslenska krónan, utan Íslands. Fimm þúsund króna gjafabréf í Kringlunni er minna virði en fimm þúsund króna seðill. Hve mikið minna? Markaðurinn getur svarað þessari spurningu. Sögur fóru af því fyrir nokkrum árum að gjafabréf í Bónus sem mæðrastyrksnefnd úthlutaði seldust á um það bil hálfvirði. Sumir hneyksluðust á þessu og vildu fleiri og flóknari reglur til að hindra þetta. Menn vildu sem sagt setja höft á gjafir. Það er rugl. Menn tapa ekki réttinum til að ráðstafa gjöfum þótt þeir séu tímabundið fátækir. Með því að skoða bland.is má sjá að það er alvanalegt að gjafabréf gangi kaupum og sölum:„Inneignarnóta í Cintanami á 35.000: verð 25.000.10 þús. kr. inneign í Kiss í Kringlunni til sölu á 7 þús.Gjafabréf hjá Icelandair 75.000 kr. til sölu á 65.000 kr." Og þetta er bara það verð sem seljendur vilja fá. Endanlega söluverðið er væntanlega lægra.Glötuð tækifæri kosta Þessi þáttur gjaldeyrishaftanna fer ekki nógu hátt. Það er ljóst að peningar lækka í verði þegar tækifærum til að eyða þeim er fækkað. Króna bundin við Ísland er minna virði en króna sem nota má alls staðar. Kannski langar mig í íbúð á Spáni eftir þrjátíu ár. Á ég að veðja á sparnað og fjárfestingar í krónum og treysta á að hún verði skiptanleg þegar ég verð sextugur? Það væri, í sögulegu samhengi, mjög vont veðmál. Krónan hefur verið í höftum meira og minna frá því hún varð til með örfárra ára undantekningu. Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig lappa megi upp á hana en flestar þeirra eiga við þann vanda að etja að stjórnvöld munu auðveldlega geta bakkað út úr þeim þegar eitthvað bjátar á. Og eitthvað mun bjáta á. Upptaka annars gjaldmiðils, hvort sem er í gegnum ESB eða eftir öðrum leiðum, virðist varanlegri lausn. Ég neita því ekki að mér finnst frelsi til að geta stundað viðskipti og keypt sér hluti í útlöndum eiga að vera ansi hátt á forgangslistanum. Mér finnst ekki að það eigi bara að vera eitthvað sem við „fáum að gera" þegar „réttar aðstæður skapast". Og ef það er ekki tímabært að ræða það nú hvernig við ætlum að tryggja það frelsi til langframa, hvenær þá? Eftir fjögur ár? Eftir átta ár? Þegar efnahagslífið réttir (tímabundið) úr kútnum? Kannski vilja margir stjórnmálamenn beinlínis hafa höft. Höftin færa þeim, jú, völd. Þeir sem nú segja að við „sitjum uppi með krónuna hvort sem okkur líkar það betur eða verr" eiga kannski bara við að það sé ástand sem þeim sjálfum líkar betur. En ekki verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Sjá meira
Eins og stundum áður fékk ég sömu bókina tvisvar í jólagjöf. Nú var það fallega myndskreytt myndasaga upp úr Biblíusögum eftir Hugleik Dagsson. Ég hef almennt litla þörf fyrir að lesa bækur tvisvar, hvað þá að eiga þær tvisvar, svo ljóst var að öðru eintakinu þurfti að skila. Strax á aðfangadagskvöldi þurfti ég þannig í reynd að velja milli tveggja inneignarnóta, einnar úr Hagkaupum og annarrar úr Eymundsson. Nú þurfti að hugsa: Bókin hafði kostað minna í Hagkaupum. Ég gat því fengið meiri pening fyrir að skila eintakinu sem keypt var í Eymundsson. Aftur móti var fjölbreyttara vöruúrval í Hagkaupum, en reyndar ekki þegar kom að bókum. Og kannski langaði mig mest í aðra bók hvort sem er? Ég skilaði bókinni í bókabúðina. Veit reyndar ekki hvar nótan er niðurkomin. Hún hlýtur að finnast.Bland.is hagfræði Krónan hefur stundum verið kölluð nöfnum á borð við „Matador-peningar" af andstæðingum hennar (ég er þar meðtalinn). Það er auðvitað ekki fullkomlega sanngjarn samanburður. Krónan er mun nær því að vera einhvers konar „inneignarnóta innanlands". Fyrir inneignarnótu í Hagkaupum er hægt að kaupa leikföng, föt og mat. Það sama gildir um íslensku krónuna. En hvorki inneignarnótan né íslenska krónan eru alvörugjaldmiðlar sem nýtast til fulls í viðskiptum manna á milli. Inneignarnótan í Hagkaupum er gagnslítil utan Hagkaupa, íslenska krónan, utan Íslands. Fimm þúsund króna gjafabréf í Kringlunni er minna virði en fimm þúsund króna seðill. Hve mikið minna? Markaðurinn getur svarað þessari spurningu. Sögur fóru af því fyrir nokkrum árum að gjafabréf í Bónus sem mæðrastyrksnefnd úthlutaði seldust á um það bil hálfvirði. Sumir hneyksluðust á þessu og vildu fleiri og flóknari reglur til að hindra þetta. Menn vildu sem sagt setja höft á gjafir. Það er rugl. Menn tapa ekki réttinum til að ráðstafa gjöfum þótt þeir séu tímabundið fátækir. Með því að skoða bland.is má sjá að það er alvanalegt að gjafabréf gangi kaupum og sölum:„Inneignarnóta í Cintanami á 35.000: verð 25.000.10 þús. kr. inneign í Kiss í Kringlunni til sölu á 7 þús.Gjafabréf hjá Icelandair 75.000 kr. til sölu á 65.000 kr." Og þetta er bara það verð sem seljendur vilja fá. Endanlega söluverðið er væntanlega lægra.Glötuð tækifæri kosta Þessi þáttur gjaldeyrishaftanna fer ekki nógu hátt. Það er ljóst að peningar lækka í verði þegar tækifærum til að eyða þeim er fækkað. Króna bundin við Ísland er minna virði en króna sem nota má alls staðar. Kannski langar mig í íbúð á Spáni eftir þrjátíu ár. Á ég að veðja á sparnað og fjárfestingar í krónum og treysta á að hún verði skiptanleg þegar ég verð sextugur? Það væri, í sögulegu samhengi, mjög vont veðmál. Krónan hefur verið í höftum meira og minna frá því hún varð til með örfárra ára undantekningu. Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig lappa megi upp á hana en flestar þeirra eiga við þann vanda að etja að stjórnvöld munu auðveldlega geta bakkað út úr þeim þegar eitthvað bjátar á. Og eitthvað mun bjáta á. Upptaka annars gjaldmiðils, hvort sem er í gegnum ESB eða eftir öðrum leiðum, virðist varanlegri lausn. Ég neita því ekki að mér finnst frelsi til að geta stundað viðskipti og keypt sér hluti í útlöndum eiga að vera ansi hátt á forgangslistanum. Mér finnst ekki að það eigi bara að vera eitthvað sem við „fáum að gera" þegar „réttar aðstæður skapast". Og ef það er ekki tímabært að ræða það nú hvernig við ætlum að tryggja það frelsi til langframa, hvenær þá? Eftir fjögur ár? Eftir átta ár? Þegar efnahagslífið réttir (tímabundið) úr kútnum? Kannski vilja margir stjórnmálamenn beinlínis hafa höft. Höftin færa þeim, jú, völd. Þeir sem nú segja að við „sitjum uppi með krónuna hvort sem okkur líkar það betur eða verr" eiga kannski bara við að það sé ástand sem þeim sjálfum líkar betur. En ekki verr.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun