
Forgangröðun vegna fæðingarorlofs
„Það fyrirkomulag að greiða foreldrum 80% launa í fæðingarorlofi, upp að ríflegu hámarki, átti svo að hvetja feður til að taka sinn sjálfstæða rétt til fæðingarorlofs. Í ljósi þess að flestir karlar hafa hærri laun en maki þeirra hefði hvatinn fyrir feður að nýta réttinn orðið ónógur annars.“
Á síðustu fjórum árum hefur þetta fyrirkomulag verið sett í uppnám, feðrum í fæðingarorlofi fækkað og löggjöfin sem átti m.a. að stuðla að kynjajafnrétti því leitt til hins gagnstæða.
Við Unnur Brá Konráðsdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, bentum á þetta í minnihlutaáliti núna á aðventunni, þegar samþykktar voru breytingar á fæðingarorlofslöggjöfinni. Eftir látlausan niðurskurð fjármagns til þessa málaflokks allt kjörtímabilið opnuðust skyndilega allar gullkistur og gefin voru fyrirheit um stóraukin framlög. Gallinn var hins vegar sá að efndirnar eiga að koma á nýju kjörtímabili, þegar núverandi ríkisstjórn verður væntanlega farin veg allrar veraldar. Breytingunum verður því velt á komandi stjórnvöld. Þeim verður ætlað að finna fjármuni úr ofurskuldugum ríkissjóði til þess að efna loforð og fyrirheit sem gefin eru af stjórnvöldum sem eru um það bil að missa umboð sitt.
Það er því ljóst að kostnaðinum af þessum breytingum er vísað inn í framtíðina. Það getur ekki talist ábyrgt, skynsamlegt eða trúverðugt.
Helmings niðurskurður
Skoðum aðeins staðreyndir:
Á árunum 2007 til ársins 2009 námu útgjöld Fæðingarorlofssjóðs um 11-13 milljörðum kr. árlega á núgildandi verðlagi og voru hæst árið 2009 eða tæpur 13,1 milljarður kr. Eftir það hafa greiðslur úr sjóðnum minnkað verulega. Þær voru 11 milljarðar kr. árið 2010, 8,6 milljarðar kr. árið 2011 og 7,3 milljarðar kr. á síðasta ári og stefnt er að því að þær nemi um 8,5 milljörðum kr. í ár.
Í greinargerð fæðingarorlofsfrumvarpsins segir: „Þykir því mikilvægt að hefja endurreisn fæðingarorlofskerfisins þannig að kerfið verði í það minnsta jafnsett því kerfi sem var í gildi fyrir árið 2009 enda hefur ávallt við breytingarnar á lögunum frá því haustið 2008 verið lögð áhersla á að um tímabundnar aðhaldsaðgerðir væri að ræða sem yrðu endurskoðaðar um leið og aðstæður í ríkisfjármálum leyfðu.“
Rúmlega tvöföldun greiðslna
Þetta þýðir í reynd að gert er ráð fyrir að greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði muni nema um 13 milljörðum króna við lok kjörtímabilsins eða á árinu 2016 og hækki þannig frá yfirstandandi ári um tæpa 6 milljarða króna, sem er nær tvöföldun frá fjárlögum síðasta árs.
Til viðbótar þessu er gert ráð fyrir að fæðingarorlofstímabilið lengist og verði tólf mánuðir í stað níu nú. Kostnaður við lengingu orlofstímans nemur ríflega 1 milljarði króna fyrir hvern mánuð. Því má áætla að heildarkostnaður kerfisins samkvæmt markmiðum og ákvæðum frumvarpsins verði um 16 milljarðar króna á ári. Þetta þýðir með öðrum orðum meira en 100% hækkun að raungildi þegar komið verður fram á árið 2016.
Tökum skerðingar til baka
Við töldum skynsamlegast að taka ákvörðun um það núna að stefna að hækkun hámarksgreiðslna fæðingarorlofs og afnema þær skerðingar sem innleiddar hafa verið í kerfinu á síðustu árum, eftir því sem fjárhagsaðstæður leyfðu. Í áliti okkar Unnar Brár sagði því:
„Sú bitra staðreynd blasir við að karlar hafa hærri laun en konur. Á síðustu misserum, í tíð núverandi ríkisstjórnar, hefur þessi launamunur kynjanna aukist fremur en hitt, því miður. Þessi staðreynd – hversu mjög sem okkur mislíkar hún – mun því lita ákvörðun foreldra um töku fæðingarorlofsins. Það virðist því nokkuð augljóst að ef feður hafa ekki efni á að fara í fæðingarorlof vegna þess að hámarkið er svo lágt hafa þeir ekki heldur efni á því þótt fæðingarorlofið verði lengt og kannski jafnvel enn síður. Ef menn telja sig ekki hafa efni á báðum leiðum, en vilja á hinn bóginn bæði hækka hámarkið og lengja fæðingarorlofið, væri eðlilegra að hækka fyrst hámarkið og leyfa áhrifum þess að koma fram áður en ráðist verður í að lengja það.
Sannarlega er það áhyggjuefni að þátttaka feðra í fæðingarorlofi hafi minnkað. Slík þróun er óæskileg fyrir börn og foreldra sem í hlut eiga og einnig út frá jafnréttissjónarmiðum. Mikilvægast til þess að auka aftur þátttöku feðra í fæðingarorlofi er að hámarkið verði því hækkað. Það á að vera forgangsverkefnið, sé til þess svigrúm í fjármálum ríkisins að verja meira fé til málaflokksins.“
Verðum að forgangsraða
Það er hvorki trúverðugt né ábyrgt, eftir að hafa staðið fyrir miklum niðurskurði á fjármunum til fæðingarorlofs, að vakna upp rétt fyrir kosningar og leggja til að taka allar skerðingar til baka og gott betur, með lengingu orlofsins. Sérstaklega þegar það er gert í trausti þess að aðrir eigi að sjá um framkvæmdina. Við verðum að forgangsraða og í þessu tilviki á forgangsröðunin að vera sú sem við settum fram í okkar áliti.
Skoðun

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar