Kynlífið breytist eftir því sem aldurinn færist yfir Sigga Dögg skrifar 7. mars 2013 06:00 Sigga Dögg kynlífsfræðingur svarar spurningum lesenda. SPURNING: Við erum hjón á fertugsaldri. Vandamálið hjá honum er það að tólin eru bara orðin eitthvað þreytt. Hann er nýfarinn að finna fyrir því að hann á erfitt með að halda stinningu allan tímann meðan við stundum samfarir og svo ef hann fær fullnægingu þá er það bara eitthvað slef. Þar af leiðandi hefur áhuginn hjá honum minnkað. Kynlífið hefur alltaf verið mjög gott og fjölbreytt hjá okkur svo þetta er algjört sjokk. Ekki þykir mér hann nú gamall svo ég vil ekki kenna aldrinum um. Er möguleiki á að þetta geti verið eitthvað tímabundið? Hvað er til ráða?" SVAR: Kynlíf breytist og þróast eftir því sem við eldumst. Líkaminn breytist og slíkt getur haft áhrif á getu, löngun og stundum smekk. Það er alltaf erfitt að ætla fara greina slíkt í bréfaskrifum og því lítið annað í stöðunni en að kíkja til þvagfæralæknis og mögulega í framhaldinu í ráðgjöf hjá kynfræðingi. Læknisskoðun mun geta skorið út um hvort vandamálið sé líffræðilegs eðlis og þá gefið ykkur viðeigandi ráðleggingar, jafnvel lyf. Rannsóknir benda til þess að karlmenn veigri sér við læknisskoðun og því gæti stuðningur þinn skipt sköpum í að bæta úr þessu vandamáli. Kynfræðingur mun spjalla við ykkur um kynlífið ykkar og spyrjast fyrir um ýmislegt líkt og forleik og hversu lengi samfarir standa yfir. Það erfitt að tala um einn mælikvarða um hvað sé ásættanleg tímalengd samfara þar sem það fer oft eftir parinu og væntingum þeirra. Ein þýsk rannsókn leiddi í ljós að meðallengd samfara væri um þrjár mínútur en að konur upplifðu það sem fimm mínútur. Þessi niðurstaða segir hvorki til um gæði samfaranna né unað kvennanna og því takmarkað hægt að nýta sér niðurstöðurnar sem mælikvarða. Því er gott að ræða þetta og kanna fleiri en eina hlið kynlífsins. Oftar en ekki glíma pör við misræmi í væntingum til kynlífs, en einnig til löngunar og upplifunar og því getur spjall við sérfræðing verið mjög hjálplegt. Kynlíf getur haft mikil áhrif á lífsgæði sem og gæði sambands, sérstaklega ef þið glímið við vandkvæði sem tengjast því. Ég hvet ykkur því til að leita til fyrrgreindra sérfræðinga og munið, ekki gera ekki neitt. Gangi ykkur vel. Sigga Dögg Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
SPURNING: Við erum hjón á fertugsaldri. Vandamálið hjá honum er það að tólin eru bara orðin eitthvað þreytt. Hann er nýfarinn að finna fyrir því að hann á erfitt með að halda stinningu allan tímann meðan við stundum samfarir og svo ef hann fær fullnægingu þá er það bara eitthvað slef. Þar af leiðandi hefur áhuginn hjá honum minnkað. Kynlífið hefur alltaf verið mjög gott og fjölbreytt hjá okkur svo þetta er algjört sjokk. Ekki þykir mér hann nú gamall svo ég vil ekki kenna aldrinum um. Er möguleiki á að þetta geti verið eitthvað tímabundið? Hvað er til ráða?" SVAR: Kynlíf breytist og þróast eftir því sem við eldumst. Líkaminn breytist og slíkt getur haft áhrif á getu, löngun og stundum smekk. Það er alltaf erfitt að ætla fara greina slíkt í bréfaskrifum og því lítið annað í stöðunni en að kíkja til þvagfæralæknis og mögulega í framhaldinu í ráðgjöf hjá kynfræðingi. Læknisskoðun mun geta skorið út um hvort vandamálið sé líffræðilegs eðlis og þá gefið ykkur viðeigandi ráðleggingar, jafnvel lyf. Rannsóknir benda til þess að karlmenn veigri sér við læknisskoðun og því gæti stuðningur þinn skipt sköpum í að bæta úr þessu vandamáli. Kynfræðingur mun spjalla við ykkur um kynlífið ykkar og spyrjast fyrir um ýmislegt líkt og forleik og hversu lengi samfarir standa yfir. Það erfitt að tala um einn mælikvarða um hvað sé ásættanleg tímalengd samfara þar sem það fer oft eftir parinu og væntingum þeirra. Ein þýsk rannsókn leiddi í ljós að meðallengd samfara væri um þrjár mínútur en að konur upplifðu það sem fimm mínútur. Þessi niðurstaða segir hvorki til um gæði samfaranna né unað kvennanna og því takmarkað hægt að nýta sér niðurstöðurnar sem mælikvarða. Því er gott að ræða þetta og kanna fleiri en eina hlið kynlífsins. Oftar en ekki glíma pör við misræmi í væntingum til kynlífs, en einnig til löngunar og upplifunar og því getur spjall við sérfræðing verið mjög hjálplegt. Kynlíf getur haft mikil áhrif á lífsgæði sem og gæði sambands, sérstaklega ef þið glímið við vandkvæði sem tengjast því. Ég hvet ykkur því til að leita til fyrrgreindra sérfræðinga og munið, ekki gera ekki neitt. Gangi ykkur vel.
Sigga Dögg Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira