Frumvarp Ögmundar þrengir að lögreglu Stígur Helgason skrifar 15. mars 2013 06:00 Stefáni finnst skjóta skökku við að þrengja eigi að rannsóknarheimildum lögreglu á sama tíma og skipulögð glæpastarfsemi er að ryðja sér hér til rúms. Fréttablaðið/valli Frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um breytingar á símhlerunarheimildum mun þrengja mjög að starfsumhverfi lögreglu verði það að lögum. Þetta er mat Stefáns Eiríkssonar, sem ræddi um rannsóknarheimildir lögreglu á opnum fundi Varðbergs í Þjóðminjasafninu í gær. Frumvarpið kveður á um að ekki verði lengur nóg að annað tveggja skilyrða þurfi að vera fyrir hendi til að heimild sé veitt til símhlerunar – átta ára refsirammi fyrir ætlað brot eða að almenningi standi af því ógn – heldur bæði skilyrðin í einu. Stefán sagði í erindi sínu að Íslendingar hefðu til þessa blessunarlega verið mikið til lausir við nokkra algenga fylgifiska skipulagðrar brotastarfsemi. Í því samhengi nefndi hann sérstaklega götuvændi, skipulagt betl, vasaþjófnað, skipulögð rán og stríð milli glæpagengja. Hann sagði að ef ekkert yrði að gert og lögreglu ekki færðar auknar heimildir til forvirkra rannsóknaraðgerða væri aðeins tímaspursmál hvenær þessi brotaflokkar hæfi innreið sína til Íslands. „Það er ekki nokkur vafi,“ sagði Stefán. Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við heimildir til þess að hefja rannsókn á mönnum án þess að fyrir liggi grunur um að þeir hafi framið tiltekið afbrot. Stefán segir lögregluna einkum reka sig á veggi þegar hún vill geta skoðað menn með augljós tengsl við hópa sem skilgreindir eru sem skipulögð glæpasamtök, menn með afbrotaferil og tengsl við aðra brotamenn, menn sem berast mikið á og eru með umsvif sem samræmast ekki atvinnustöðu þeirra, kaup og innflutning á efnum sem kunna að vera notuð til fíkniefnaframleiðslu og sprengjugerðar og öfgafull skrif og skoðanir, eins og hann orðar það. Stefán tók dæmi af máli Anders Breivik og sagði lögregluna hafa legið yfir því sem þar gerðist í því skyni að læra af atburðarásinni. Hins vegar væri býsna ólíklegt að hér yrði framið hryðjuverk af slíkri stærðargráðu. Lögreglustjórinn lauk máli sínu á að velta upp þeirri spurningu hvers vegna íslensk yfirvöld treystu sér til að banna það að merkja bjórdós með gulum páskaunga – og vísaði þar til svokallaðs Páska-Gullbjórs frá Ölgerðinni – en ekki það að menn skrýddu sig með merkjum skipulagðra glæpasamtaka. Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Sérstakur vildi skoða símtöl Kjartans Sérstakur saksóknari óskaði árið 2011 eftir dómsúrskurði til að fá afhenta skrá yfir öll símtöl Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, á mánaðartímabili þremur árum fyrr. 15. mars 2013 06:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um breytingar á símhlerunarheimildum mun þrengja mjög að starfsumhverfi lögreglu verði það að lögum. Þetta er mat Stefáns Eiríkssonar, sem ræddi um rannsóknarheimildir lögreglu á opnum fundi Varðbergs í Þjóðminjasafninu í gær. Frumvarpið kveður á um að ekki verði lengur nóg að annað tveggja skilyrða þurfi að vera fyrir hendi til að heimild sé veitt til símhlerunar – átta ára refsirammi fyrir ætlað brot eða að almenningi standi af því ógn – heldur bæði skilyrðin í einu. Stefán sagði í erindi sínu að Íslendingar hefðu til þessa blessunarlega verið mikið til lausir við nokkra algenga fylgifiska skipulagðrar brotastarfsemi. Í því samhengi nefndi hann sérstaklega götuvændi, skipulagt betl, vasaþjófnað, skipulögð rán og stríð milli glæpagengja. Hann sagði að ef ekkert yrði að gert og lögreglu ekki færðar auknar heimildir til forvirkra rannsóknaraðgerða væri aðeins tímaspursmál hvenær þessi brotaflokkar hæfi innreið sína til Íslands. „Það er ekki nokkur vafi,“ sagði Stefán. Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við heimildir til þess að hefja rannsókn á mönnum án þess að fyrir liggi grunur um að þeir hafi framið tiltekið afbrot. Stefán segir lögregluna einkum reka sig á veggi þegar hún vill geta skoðað menn með augljós tengsl við hópa sem skilgreindir eru sem skipulögð glæpasamtök, menn með afbrotaferil og tengsl við aðra brotamenn, menn sem berast mikið á og eru með umsvif sem samræmast ekki atvinnustöðu þeirra, kaup og innflutning á efnum sem kunna að vera notuð til fíkniefnaframleiðslu og sprengjugerðar og öfgafull skrif og skoðanir, eins og hann orðar það. Stefán tók dæmi af máli Anders Breivik og sagði lögregluna hafa legið yfir því sem þar gerðist í því skyni að læra af atburðarásinni. Hins vegar væri býsna ólíklegt að hér yrði framið hryðjuverk af slíkri stærðargráðu. Lögreglustjórinn lauk máli sínu á að velta upp þeirri spurningu hvers vegna íslensk yfirvöld treystu sér til að banna það að merkja bjórdós með gulum páskaunga – og vísaði þar til svokallaðs Páska-Gullbjórs frá Ölgerðinni – en ekki það að menn skrýddu sig með merkjum skipulagðra glæpasamtaka.
Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Sérstakur vildi skoða símtöl Kjartans Sérstakur saksóknari óskaði árið 2011 eftir dómsúrskurði til að fá afhenta skrá yfir öll símtöl Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, á mánaðartímabili þremur árum fyrr. 15. mars 2013 06:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Sérstakur vildi skoða símtöl Kjartans Sérstakur saksóknari óskaði árið 2011 eftir dómsúrskurði til að fá afhenta skrá yfir öll símtöl Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, á mánaðartímabili þremur árum fyrr. 15. mars 2013 06:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?