Gæðakokkar Hannes Pétursson skrifar 21. mars 2013 06:00 Nú fyrir skemmstu lét Vaslav Klaus af forsetaembætti í Tékklandi. Í tvö kjörtímabil, alls tíu ár, sat hann á þeim háa stóli, kjörinn af þinginu. Eftirmaður hans, Milos Zeman, er fyrsti þjóðkjörni forseti Tékka. Vaslav Klaus er nýfrjálshyggjugaur mikill og stendur á því fastara en fótunum að hlýnun loftslags af manna völdum sé haugalygi. Og enda þótt Tékkland gengi í Evrópusambandið 2004, ári síðar en hann varð forseti, er hann rakinn þjóðrembill (orðið beygist eins og vindill) og útúrborumaður, vill sem minnst af samvinnu Tékka og nágrannaþjóða vita. Hann er spilltur og margflæktur í soralega helmingaskiptapólitík, m.a. í tengslum við rússneska auðhringinn Tukoil; og nýkjörni forsetinn þótti ekki heldur barnanna beztur í þeim efnum. Hann er vinstri maður, enginn hatursmaður ESB og hið „skandinavíska þjóðfélagsmódel“ er honum að skapi. Að öðru jöfnu hefði þetta átt að duga til þess að Klaus snerist gegn honum í forsetakosningunum. En það var nú öðru nær, hann barðist fyrir kjöri Zemans og setti þá öllu ofar að þeir höfðu verið bræður í spillingunni og yrðu það sennilega áfram. Í fáum orðum sagt er Vaslav Klaus einn af þessum hlandjötnum sem alls staðar sjást á stjákli í pólitík samtímans. Það er síðast af honum að frétta að hann hefur verið ákærður fyrir landráð sökum valdníðslu í embætti.Bergbúi Eins og að líkum lætur nýtur slíkur bergbúi sem Vaslav Klaus dálætis á vefmiðli Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar, Evrópuvaktinni. Þar hefur verið vitnað með velþóknun til orða karlsins líkt og talaði Hinn smurði. Klaus er reyndar aðeins einn af mörgum hreinlífismönnum sem náðar njóta á Evrópuvaktinni, en hreinlífismenn eru þeir einir sem agnúast út í Evrópusambandið. Það er annars forkostulegur miðill, Evrópuvaktin. Í hvert skipti sem ég glugga í hann finnst mér sem ég stígi niður í hélugráa jarðholu frá dögum kalda stríðsins. Þar fer mikið fyrir áróðurspistlum ritstjóranna, þeirra góðu drengja, um stjórnmál upp og ofan ásamt sérvöldu musli úr erlendum blöðum og fréttum sem allt á að sanna að innan Evrópusambandsins sjáist ekki stingandi strá, þar sé „gap Ginnunga,/ en gras hvergi“, nefnt „svarthol“ (Styrmir, 28.1. sl.). Af þessu leiðir að ekkert vit er í öðru en að slíta nú þegar aðildarviðræðum íslenzkra stjórnvalda og þeirra þarna í Brussel, en halda þess í stað fast við fullveldisverðbólguna og fullveldisarðránið sem fylgir elsku litlu krónunni okkar. Og er þá fátt talið af kostum viðræðuslita. Uppi í Hádegismóum er svo önnur og stærri jarðhola. Þar niðri situr maður sömuleiðis á Evrópuvakt og skrifar og skrifar undir grýlukertunum. Já vel á minnzt: Brussel! Það er eftirtektarverður bólstaður í hugmyndalífi Björns og Styrmis og annarra fylgismanna Atlantshafsbandalagsins, en höfuðstöðvar þess eru í Brussel rétt eins og höfuðskrifstofur ESB. Þau Evrópusambandsríki sem tilheyra Nató þykja jafnan ágæt í alla staði þegar það hernaðarbandalag á í hlut, en illræmd, „gömul nýlenduveldi“ þegar þau starfa saman á öðrum stað í borginni, þ.e. sem Evrópusambandsríki. Manni er spurn: Hvernig getur hið háheilaga bandalag, Nató, verið þekkt fyrir að hafa önnur eins skítaríki innan vébanda sinna?Tvöfeldni Svona er tvöfeldnin, svona er hræsnin. Þær bakteríur lifa góðu lífi í pólitískum áróðri. Skínandi vitnisburð þess má finna í búnaðarmálaþrasinu íslenzka. Þar aka menn seglum eftir vindi; til dæmis er hrátt, innlent kjöt ævinlega kallað ferskt, en ferskt, erlent kjöt ævinlega hrátt. Þetta kristallaðist enn einu sinni nú á dögunum í sjónvarpsviðtali við nýkjörinn formann bændasamtakanna. Hann var spurður um innflutning á nýju kjöti í þágu neytenda. Það kjöt var hrátt í svörum hans þangað til snögglega að annað hrátt kjöt varð ferskt. Þetta umturnaðist á augabragði af þeirri ástæðu að formaðurinn nefndi útflutning lambakjöts héðan. Það getur maður manni sagt að slíkt kjöt var ekki hrátt, heldur svona í meira lagi ferskt. Það er síðan enn annað mál að áhrifamaður einn í norska Framfaraflokknum, systurflokki Framsóknarflokksins, grjótharður ESB-andstæðingur, er svo uppþembdur af þjóðernishyggju að hann segir allan mannamat eitraðan, sé hann ekki alnorskur. Samkvæmt því eru íslenzk matvæli banvæn, því ekki eru þau norsk. Þarna er kominn sá framfaraflokksmaður sem fyrir bænarstað Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Höskuldar Þórhallssonar kvaðst hér um árið mundu útvega Íslendingum ófafé að láni úr norska ríkiskassanum. Þeir brugðust að vonum glaðir við, flýttu för sinni heim og færðu Alþingi tíðindin vígreifir. Öll gjaldeyrisþurrð var úr sögunni. En svo kom upp úr dúrnum að þessi hirðmaður Dofrakonungs hafði ekkert úrskurðarvald í fjármálum norska ríkisins og hlaut ofanígjafir og aðhlátur fyrir frumhlaupið. Upp úr því varð mjög hljótt um Noregsför Sigmundar og Höskuldar. Og verða þeir nú að leggja sér til munns eitraðan, íslenzkan mat eins og við hinir, þar á meðal hráa kjötið okkar, því hvergi á þessu himintungli er fáanlegt óspillt, ferskt kjöt annars staðar en í Noregi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Nú fyrir skemmstu lét Vaslav Klaus af forsetaembætti í Tékklandi. Í tvö kjörtímabil, alls tíu ár, sat hann á þeim háa stóli, kjörinn af þinginu. Eftirmaður hans, Milos Zeman, er fyrsti þjóðkjörni forseti Tékka. Vaslav Klaus er nýfrjálshyggjugaur mikill og stendur á því fastara en fótunum að hlýnun loftslags af manna völdum sé haugalygi. Og enda þótt Tékkland gengi í Evrópusambandið 2004, ári síðar en hann varð forseti, er hann rakinn þjóðrembill (orðið beygist eins og vindill) og útúrborumaður, vill sem minnst af samvinnu Tékka og nágrannaþjóða vita. Hann er spilltur og margflæktur í soralega helmingaskiptapólitík, m.a. í tengslum við rússneska auðhringinn Tukoil; og nýkjörni forsetinn þótti ekki heldur barnanna beztur í þeim efnum. Hann er vinstri maður, enginn hatursmaður ESB og hið „skandinavíska þjóðfélagsmódel“ er honum að skapi. Að öðru jöfnu hefði þetta átt að duga til þess að Klaus snerist gegn honum í forsetakosningunum. En það var nú öðru nær, hann barðist fyrir kjöri Zemans og setti þá öllu ofar að þeir höfðu verið bræður í spillingunni og yrðu það sennilega áfram. Í fáum orðum sagt er Vaslav Klaus einn af þessum hlandjötnum sem alls staðar sjást á stjákli í pólitík samtímans. Það er síðast af honum að frétta að hann hefur verið ákærður fyrir landráð sökum valdníðslu í embætti.Bergbúi Eins og að líkum lætur nýtur slíkur bergbúi sem Vaslav Klaus dálætis á vefmiðli Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar, Evrópuvaktinni. Þar hefur verið vitnað með velþóknun til orða karlsins líkt og talaði Hinn smurði. Klaus er reyndar aðeins einn af mörgum hreinlífismönnum sem náðar njóta á Evrópuvaktinni, en hreinlífismenn eru þeir einir sem agnúast út í Evrópusambandið. Það er annars forkostulegur miðill, Evrópuvaktin. Í hvert skipti sem ég glugga í hann finnst mér sem ég stígi niður í hélugráa jarðholu frá dögum kalda stríðsins. Þar fer mikið fyrir áróðurspistlum ritstjóranna, þeirra góðu drengja, um stjórnmál upp og ofan ásamt sérvöldu musli úr erlendum blöðum og fréttum sem allt á að sanna að innan Evrópusambandsins sjáist ekki stingandi strá, þar sé „gap Ginnunga,/ en gras hvergi“, nefnt „svarthol“ (Styrmir, 28.1. sl.). Af þessu leiðir að ekkert vit er í öðru en að slíta nú þegar aðildarviðræðum íslenzkra stjórnvalda og þeirra þarna í Brussel, en halda þess í stað fast við fullveldisverðbólguna og fullveldisarðránið sem fylgir elsku litlu krónunni okkar. Og er þá fátt talið af kostum viðræðuslita. Uppi í Hádegismóum er svo önnur og stærri jarðhola. Þar niðri situr maður sömuleiðis á Evrópuvakt og skrifar og skrifar undir grýlukertunum. Já vel á minnzt: Brussel! Það er eftirtektarverður bólstaður í hugmyndalífi Björns og Styrmis og annarra fylgismanna Atlantshafsbandalagsins, en höfuðstöðvar þess eru í Brussel rétt eins og höfuðskrifstofur ESB. Þau Evrópusambandsríki sem tilheyra Nató þykja jafnan ágæt í alla staði þegar það hernaðarbandalag á í hlut, en illræmd, „gömul nýlenduveldi“ þegar þau starfa saman á öðrum stað í borginni, þ.e. sem Evrópusambandsríki. Manni er spurn: Hvernig getur hið háheilaga bandalag, Nató, verið þekkt fyrir að hafa önnur eins skítaríki innan vébanda sinna?Tvöfeldni Svona er tvöfeldnin, svona er hræsnin. Þær bakteríur lifa góðu lífi í pólitískum áróðri. Skínandi vitnisburð þess má finna í búnaðarmálaþrasinu íslenzka. Þar aka menn seglum eftir vindi; til dæmis er hrátt, innlent kjöt ævinlega kallað ferskt, en ferskt, erlent kjöt ævinlega hrátt. Þetta kristallaðist enn einu sinni nú á dögunum í sjónvarpsviðtali við nýkjörinn formann bændasamtakanna. Hann var spurður um innflutning á nýju kjöti í þágu neytenda. Það kjöt var hrátt í svörum hans þangað til snögglega að annað hrátt kjöt varð ferskt. Þetta umturnaðist á augabragði af þeirri ástæðu að formaðurinn nefndi útflutning lambakjöts héðan. Það getur maður manni sagt að slíkt kjöt var ekki hrátt, heldur svona í meira lagi ferskt. Það er síðan enn annað mál að áhrifamaður einn í norska Framfaraflokknum, systurflokki Framsóknarflokksins, grjótharður ESB-andstæðingur, er svo uppþembdur af þjóðernishyggju að hann segir allan mannamat eitraðan, sé hann ekki alnorskur. Samkvæmt því eru íslenzk matvæli banvæn, því ekki eru þau norsk. Þarna er kominn sá framfaraflokksmaður sem fyrir bænarstað Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Höskuldar Þórhallssonar kvaðst hér um árið mundu útvega Íslendingum ófafé að láni úr norska ríkiskassanum. Þeir brugðust að vonum glaðir við, flýttu för sinni heim og færðu Alþingi tíðindin vígreifir. Öll gjaldeyrisþurrð var úr sögunni. En svo kom upp úr dúrnum að þessi hirðmaður Dofrakonungs hafði ekkert úrskurðarvald í fjármálum norska ríkisins og hlaut ofanígjafir og aðhlátur fyrir frumhlaupið. Upp úr því varð mjög hljótt um Noregsför Sigmundar og Höskuldar. Og verða þeir nú að leggja sér til munns eitraðan, íslenzkan mat eins og við hinir, þar á meðal hráa kjötið okkar, því hvergi á þessu himintungli er fáanlegt óspillt, ferskt kjöt annars staðar en í Noregi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar