Lifað á öðrum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. mars 2013 06:00 Fjórðungur sveitarfélaga á Íslandi fær yfir fjörutíu prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sex sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum. Það sem fær mest hefur um tvo þriðju tekna sinna þaðan. Þessar tölur koma fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi, sem Fréttablaðið sagði frá á mánudaginn. Það þarf ekki að koma á óvart að sveitarfélögin sem lifa á Jöfnunarsjóðnum eru þau fámennustu. Af þeim sex sem hafa meira en helming tekna sinna úr sjóðnum eru fimm með 100-200 íbúa. Stærstu sveitarfélög landsins borga hins vegar miklu meira í sjóðinn en þau fá úr honum. Tekjur jöfnunarsjóðsins samanstanda annars vegar af framlagi úr ríkissjóði sem er ákveðið hlutfall af öllum skatttekjum ríkisins og hins vegar af hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga. Þetta þýðir í raun að íbúar stærri sveitarfélaganna niðurgreiða þjónustu og framkvæmdir í þeim smærri. Einhver jöfnun á milli sveitarfélaga þarf ekki að vera óeðlileg, sérstaklega þar sem stór verkefni hafa flutzt frá ríki til sveitarfélaga undanfarna áratugi; rekstur grunnskólans og þjónusta við fatlaða. En það er alveg fráleitt að pínulítil sveitarfélög, sem hafa í raun enga burði til að takast á við verkefnin sem þeim eru ætluð, lifi þannig á öðrum. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagðist í Fréttablaðinu á mánudag ekki vilja nálgast málið með því að segja að litlu sveitarfélögin lifðu á þeim stóru. Hann er auðvitað kurteis og vill ekki styggja umbjóðendur sína, þannig að hann segir sama hlutinn með öðrum orðum: Það er engin skynsemi í því að vera með mörg lítil sveitarfélög. Rökin fyrir þeirri miklu fækkun sveitarfélaga sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi eru að stjórnsýslan sé nógu burðug til að takast á við stór og flókin verkefni með hagkvæmum hætti. Halldór segir að andstaðan við sameiningu sveitarfélaga sé oft byggð á tilfinningalegum rökum. Íbúar lítilla jaðarbyggða óttist að missa spón úr aski sínum og hluta af sjálfsmynd sinni, verði sveitarfélögin sameinuð öðrum. Tillögur um að lágmarksmannfjöldi í sveitarfélagi verði 1.000 manns hafi ævinlega verið felldar og séu því ekki stefna sveitarstjórnarfólks. Við skulum ekki gera lítið úr tilfinningarökunum. Þau eiga rétt á sér alveg eins og hagkvæmnisrökin um sameiningu og eflingu sveitarfélaga. En það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. Þeir sem vilja halda tilfinningaafstöðunni til streitu og neita að finna hagkvæmustu lausnirnar á veitingu þjónustu sveitarfélaganna geta ekki gert kröfu til þess að fá að senda öðrum skattgreiðendum í landinu reikninginn. Krafa skattgreiðenda hlýtur þess vegna að vera færri og stærri sveitarfélög og að pínulitlu sveitarfélögin sem eru staðráðin í að halda sínu striki og vera áfram pínulítil hætti að njóta niðurgreiðslnanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fjórðungur sveitarfélaga á Íslandi fær yfir fjörutíu prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sex sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum. Það sem fær mest hefur um tvo þriðju tekna sinna þaðan. Þessar tölur koma fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi, sem Fréttablaðið sagði frá á mánudaginn. Það þarf ekki að koma á óvart að sveitarfélögin sem lifa á Jöfnunarsjóðnum eru þau fámennustu. Af þeim sex sem hafa meira en helming tekna sinna úr sjóðnum eru fimm með 100-200 íbúa. Stærstu sveitarfélög landsins borga hins vegar miklu meira í sjóðinn en þau fá úr honum. Tekjur jöfnunarsjóðsins samanstanda annars vegar af framlagi úr ríkissjóði sem er ákveðið hlutfall af öllum skatttekjum ríkisins og hins vegar af hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga. Þetta þýðir í raun að íbúar stærri sveitarfélaganna niðurgreiða þjónustu og framkvæmdir í þeim smærri. Einhver jöfnun á milli sveitarfélaga þarf ekki að vera óeðlileg, sérstaklega þar sem stór verkefni hafa flutzt frá ríki til sveitarfélaga undanfarna áratugi; rekstur grunnskólans og þjónusta við fatlaða. En það er alveg fráleitt að pínulítil sveitarfélög, sem hafa í raun enga burði til að takast á við verkefnin sem þeim eru ætluð, lifi þannig á öðrum. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagðist í Fréttablaðinu á mánudag ekki vilja nálgast málið með því að segja að litlu sveitarfélögin lifðu á þeim stóru. Hann er auðvitað kurteis og vill ekki styggja umbjóðendur sína, þannig að hann segir sama hlutinn með öðrum orðum: Það er engin skynsemi í því að vera með mörg lítil sveitarfélög. Rökin fyrir þeirri miklu fækkun sveitarfélaga sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi eru að stjórnsýslan sé nógu burðug til að takast á við stór og flókin verkefni með hagkvæmum hætti. Halldór segir að andstaðan við sameiningu sveitarfélaga sé oft byggð á tilfinningalegum rökum. Íbúar lítilla jaðarbyggða óttist að missa spón úr aski sínum og hluta af sjálfsmynd sinni, verði sveitarfélögin sameinuð öðrum. Tillögur um að lágmarksmannfjöldi í sveitarfélagi verði 1.000 manns hafi ævinlega verið felldar og séu því ekki stefna sveitarstjórnarfólks. Við skulum ekki gera lítið úr tilfinningarökunum. Þau eiga rétt á sér alveg eins og hagkvæmnisrökin um sameiningu og eflingu sveitarfélaga. En það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. Þeir sem vilja halda tilfinningaafstöðunni til streitu og neita að finna hagkvæmustu lausnirnar á veitingu þjónustu sveitarfélaganna geta ekki gert kröfu til þess að fá að senda öðrum skattgreiðendum í landinu reikninginn. Krafa skattgreiðenda hlýtur þess vegna að vera færri og stærri sveitarfélög og að pínulitlu sveitarfélögin sem eru staðráðin í að halda sínu striki og vera áfram pínulítil hætti að njóta niðurgreiðslnanna.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar